Lífið

Caine skammaður

Michael Caine fékk orð í eyra frá leikstjóra Batman-myndarinnar fyrir að hafa talað um tökurnar í blaðaviðtali.
Michael Caine fékk orð í eyra frá leikstjóra Batman-myndarinnar fyrir að hafa talað um tökurnar í blaðaviðtali.
Leikstjóranum Chris Nolan er ákaflega annt um kvikmyndir sínar og krefst algjörrar þagmælsku og trúnaðar frá starfsfólki sínu. Sir Michael Caine fékk að bragða á þessari sérvisku leikstjórans þegar hann missti óvart út úr sér í blaðaviðtali að tökur væru hafnar og hann myndi áfram leika einkaþjón Bruce Wayne, Alfred Pennyworth.

„Ég fékk símtal strax daginn eftir frá Nolan sem spurði mig af hverju ég hefði sagt þetta,“ segir Caine í samtali við breska blaðið Daily Express. „Ég má bara teljast heppinn að fá að nefna titilinn á myndinni í þessu viðtali, The Dark Knight Rises.“ Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum bregður Christian Bale sér í svarta spandex-gallann á nýjan leik til að lemja þrjótana í Gotham-borg. Þetta verður hins vegar í síðasta sinn sem það gerist því bæði hann og Nolan hafa lýst því yfir að þetta sé þeirra síðasta framlag til Leðurblökumyndanna.

Tom Hardy, Anne Hathaway og Joseph Levitt-Gordon hafa bæst í leikarahópinn en Hathaway leikur hina seiðandi Kattarkonu. Marion Cotillard og Matthew Modine eru einnig ný í leikhópnum en ráðgert er að myndin verði frumsýnd í júlí á næsta ári.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.