Lífið

40 ár frá dauða Morrison

Fjörutíu ár eru liðin síðan Jim Morrison lést í París, aðeins 27 ára.
Fjörutíu ár eru liðin síðan Jim Morrison lést í París, aðeins 27 ára.
Á sunnudag verða fjörutíu ár liðin síðan Jim Morrison, söngvari The Doors, lést í París aðeins 27 ára. Fréttablaðið tók saman tíu áhugaverð ummæli frá þessum mikla áhrifavaldi í rokksögunni.

- Ég man ekki eftir að hafa fæðst. Það hlýtur að hafa gerst í einhverju óminnisástandi.

- Dauðinn breytir okkur í engla og gefur okkur vængi í stað axla, silkimjúka eins og arnarklær.

- Þú skalt horfast í augu við það sem þú hræðist mest. Eftir það hefur óttinn engin völd yfir þér og óttinn við frelsið hverfur. Þú verður frjáls.

- Ástin getur ekki bjargað þér frá örlögum þínum.

- Um leið og þú kemst í sátt við yfirvöld breytist þú sjálfur í yfirvald.

- Ofbeldi er ekki alltaf það sama og illska. Illska er að heillast af ofbeldi.

- Fólk óttast dauðann meira en sársauka. Það er skrítið því lífið er sársaukafyllra en dauðinn. Þegar maður deyr hverfur sársaukinn. Ég myndi segja að dauðinn sé vinur manns.

- Vinur er sá sem veitir þér algjört frelsi til að vera þú sjálfur.

- Eiturlyf eru veðmál við hugann.

- Ég lít á sjálfan mig sem gáfaða, viðkvæma manneskju með trúðssál sem lætur mig klúðra hlutunum á mikilvægum augnablikum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.