Lífið

Kvikmynd um Brian Wilson

Mynd um ævi Brian Wilsons er væntanleg á hvíta tjaldið.
Mynd um ævi Brian Wilsons er væntanleg á hvíta tjaldið.
Kvikmynd er í bígerð um ævi Brians Wilson, fyrrum forsprakka hljómsveitarinnar Beach Boys. Oren Moverman, sem leikstýrði hinni vel heppnuðu The Messenger, er að skrifa handrit myndarinnar, sem hefur ekki enn fengið nafn.

Í yfirlýsingu frá framleiðslufyrirtækinu River Road Entertainment fjallar myndin um einstakan tónlistarferil Wilsons, andlega erfiðleika hans og hvernig honum hefur tekist að halda áfram í tónlistinni með hjálp eiginkonunnar Melindu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.