Lífið

Harry prins deitar undirfatamódel

Harry Bretaprins hefur undanfarnar fjórar vikur verið að slá sér upp með Florence Brudenell-Bruce, 25 ára, sem skoða má í símaauglýsingu í meðfylgjandi myndskeiði.

Florence lagði stund á listasögu en hefur þess á milli pósað í undirfötum. Hana dreymir um að verða kvikmyndastjarna og ætlar því að freista gæfunnar í Los Angeles í haust. Nú sitja breskir slúðurmiðlar fyrir stúlkunni og mynda hana hvert sem hún fer.

Fyrirsætan átti í tveggja ára ástarsambandi við Formúlu 1 ökumanninn
Jenson Button en þau hættu saman árið 2008. Prinsinn hefur undanfarin sjö ár verið með Chelsy Davy en þau hættu saman fyrr á þessu ári.

Facebook-leikur Lífsins. Vertu með hér!






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.