Lífið

Til liðs við Smith

Will Smith vill fá Denzel Washington til að leika aðalhlutverkið í mynd sem hann framleiðir um eftirmála fellibylsins Katrínar.
Will Smith vill fá Denzel Washington til að leika aðalhlutverkið í mynd sem hann framleiðir um eftirmála fellibylsins Katrínar.
Denzel Washington er nú talinn líklegastur til að hreppa aðalhlutverkið í kvikmyndinni The American Can sem fjallar um fellibylinn Katrínu og þær skelfilegu afleiðingar sem hann hafði fyrir íbúa New Orleans. Will Smith framleiðir myndina og hugðist leika aðalhlutverkið en hefur hætt við það sökum þess að hann er á fullu að leika í kvikmyndinni One Thousand A.E. Washington situr heima með handritið, skrifar niður athugasemdir og spáir í spilin og þegar hann hefur skilað af sér taka hann sjálfur og Sony-fyrirtækið ákvörðun um hvort Óskarsverðlaunahafinn sé rétti maðurinn.

Blökkumenn hafa átt erfitt með að skilja hvers vegna íbúum New Orleans var ekki komið fyrr til bjargar þegar fellibylurinn fór yfir borgina fyrir sex árum. Skemmdirnar voru gríðarlegar, borgin sjálf nánast á kafi og stjórnvöld virtust standa á gati gagnvart vandanum. Fjölmargir áhrifamenn innan blökkumannasamfélagsins gagnrýndu þáverandi forseta Bandaríkjanna, George W. Bush, harðlega og töldu að ekki hefði staðið á aðstoðinni ef þarna hefðu verið hvítir Bandaríkjamenn í vandræðum. American Can verður byggð á sannsögulegum atburðum um hermann sem verndar hóp eldri borgara, sem verður innlyksa á dvalarheimili sínu, fyrir þjófagengjum. Það var ekki fyrr en íbúarnir voru fluttir upp á þak að björgunarsveitir komu þeim til bjargar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.