Lífið

Tileinka Biogen raftónlistarhátíðina Undir jökli

Miðasala á Undir jökli hefst á morgun.
Miðasala á Undir jökli hefst á morgun.
Í byrjun ágúst verður íslenska raftónlistarhátíðin Undir jökli, Extreme Chill Festival 2011, haldin á Hellissandi við rætur Snæfellsjökuls. Hátíðin verður tileinkuð íslenska raftónlistarfrumkvöðlinum Bjössa Biogen, Sigurbirni Þorgrímssyni, sem lést fyrir aldur fram í byrjun þessa árs.

Þetta er annað árið í röð sem hátíðin fer fram. Ríflega þrjátíu tónlistarmenn koma fram á henni og lýsa aðstandendur henni sem leyndardómsfullu ferðalagi um rafrænt landslag. Miðasalan hefst á morgun á midi.is og í verslunum Brim við Laugaveg og í Kringlunni.

Erlendir gestir hátíðarinnar eru tónlistarmennirnir Biosphere og Solar Fields. Einnig er fjöldinn allur af íslenskum raftónlistarmönnum á dagskránni. Meðal þeirra eru Agzilla, Andre, Árni Vector, Beatmakin Troopa, Bix, Captain Fufanu, Crackers, Epic Rain, Futuregrapher, Intro Beats, Jafet Melge, Jóhann Eiríksson, Krummi, Murya, Orang Volante, Plasmabell, Plat, PLX, Prins Valium, Quadruplos, Radio Karlsson, Ruxpin, Skurken, Stereo Hypnosis, Steve Sampling, Subminimal, ThizOne, Tonik, Trouble og Yagya.

Undir jökli fer fram helgina 5. til 7. ágúst. Á föstudagskvöldinu verða tónleikar í félagsheimilinu Röst sem byrja klukkan 20. Á laugardeginum verða útitónleikar frá klukkan 13 til 19 og verður dagskráin svo færð innanhús í félagsheimilið klukkan 20.

Extreme Chill er hugarfóstur þeirra feðga Pan Thorarensen og Óskars Thorarensen, sem skipa dúettinn Stereo Hypnosis, og Andra Má Arnlaugssonar. Í fjögur ár hefur Extreme Chill haldið tónleikakvöld hálfsmánaðarlega þar sem íslenskir tónlistarmenn sem fást við raftónlist hafa verið kynntir til leiks.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.