Enski boltinn

Heiðar klár eftir áramót

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Heiðar í búningi Fulham á síðustu leiktíð.
Heiðar í búningi Fulham á síðustu leiktíð. Nordic Photos / Getty Images

Heiðar Helguson mun sennilega verða klár í slaginn á nýjan leik snemma í næsta mánuði að sögn Gary Megson, stjóra Bolton.

Heiðar meiddist í sínum þriðja leik með félaginu í haust en hann gekk til liðs við Bolton frá Fulham í sumar.

Í kjölfarið þurfti hann að gangast undir aðgerð á ökkla en er nú loksins allur að koma til.

„Við þurfum að vefja Heiðari í bómul svo við getum tryggt að hann muni ekki meiðast strax aftur," sagði Megson í viðtali við heimasíðu Bolton.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×