Enski boltinn

Birmingham slítur viðræðum við Yeung

David Gold situr áfram í stjórn Birmingham
David Gold situr áfram í stjórn Birmingham NordicPhotos/GettyImages

Forráðamenn enska úrvalsdeildarfélagsins Birmingham hafa slitið viðræðum við fjárfestingafyrirtæki Carson Yeung frá Hong Kong um fyrirhugaða yfirtöku í félaginu.

Yeung eignaðist tæp 30% í félaginu síðasta sumar en honum var gefinn frestur til 21. des til að koma með yfirtökutilboð í félagið. Nú er ljóst að ekkert verður úr því og viðræðum hefur verið slitið. Félagið sendi frá sér tilkynningu þess efnis í morgun og staðfesti jafnframt að það væri ekki í viðræðum við neina aðra aðila um yfirtöku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×