Innlent

Styrkja félagasamtök í stað þess að senda jólakort

MYND/Stöð 2

Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra hefur ákveðið að styrkja Faðm, styrktarsjóð samtakanna Heilaheilla, um þá upphæð sem annars hefði farið jólakort með kveðjum ráðherra og starfsfólks ráðuneytisins. Fram kemur í tilkynningu frá iðnaðaráðuneytinu að styrkurinn nemi 400 þúsund krónum og var hann afhentur í dag.

Össur er ekki eini ráðherrann sem þetta gerir því flokkssystir hans, Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverfisráðherra, ákvað að styrkja Alnæmisbörn og Alnæmisamtökin um 200 þúsund krónur hvort í stað þess að senda út jólakort frá ráðuneytinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×