Íslenskir leikarar í Hollywood 15. apríl 2010 07:00 Anita Briem var þrusuflott í hasarnum í miðju jarðar. Þótt tæplega sjö þúsund kílómetrar séu á milli Reykjavíkur og Los Angeles er ekki óalgengt að íslenskir leikarar og listamenn ferðist þá vegalengd til að leika í Hollywood-kvikmyndum. Nýjasta dæmið verður frumsýnt núna um helgina þegar kvikmyndin The Spy Next Door verður tekin til sýningar en í henni leikur Magnús Scheving aðalþrjótinn sem reynir að gera Jackie Chan lífið leitt. Flestir Íslendingar þekkja til afreka Anitu Briem sem lék meðal annars aðalhlutverkið í Journey 3-D á móti stórstirninu Brendan Fraser. Ekki má heldur gleyma hlutverki Ingvars E. Sigurðssonar í K-19 þar sem íslenski leikarinn fór á kostum í kringum Harrison Ford og Liam Neeson. Hann var síðar prófaður fyrir hlutverk munksins Silas í The Da Vinci Code. Flestum ætti síðan að vera kunnugt um hvað Gísli Örn Garðarsson er að gera í Prince of Persia. Ingvar E. landaði næstum því illa munkinum Silas í The Da Vinci Code. Samkvæmt lauslegri athugun Fréttablaðsins er Pétur Rögnvaldsson, sem síðar kallaði sig Peter Ronson, hins vegar fyrsta íslenska Hollywood-stjarnan. Pétur lék leiðsögumanninn Hans Belker í Journey to the Center of Earth sem gerð var árið 1959 með þeim Pat Boone og stórleikaranum James Mason í aðalhlutverkum. Mason hafði nýlokið við að leika í North By Northwest eftir Alfred Hitchcock og vakti nærvera Péturs mikla athygli í íslenskum fjölmiðlum. Gunnar Hansen skaut íslensku þjóðinni aftur upp á stjörnuhimininn þegar hann slátraði bandarískum ungmennum í The Texas Chain Saw Massacre árið 1974. Í gagnrýni um myndina í Morgunblaðinu kom í ljós að Íslendinga þyrsti í að sjá fleiri landa sína slá í gegn í Hollywood en kannski ekki á þessum vettvangi: „Og þar sem Íslendingar eru svo ári sjaldséðir á hvíta tjaldinu þá hefði maður kannski óskað að sjá Gunnar í ögn geðslegra hlutverki." Anna Björns, sem lék hina kjaftforu Heklu í Með allt á hreinu, var fyrst íslenskra kvenna til ná einhverjum frama í kvikmyndaborginni. Anna lék fyrst og fremst í bandarískum sjónvarpsþáttum, þar á meðal Remington Steel með Pierce Brosnan í aðalhlutverki. En það var kvikmyndin Get Crazy frá árinu 1983 sem vakti hvað mestu athyglina hér á landi en þá lék hún á móti Malcolm McDowell og Lou Reed. María Ellingsen fetaði síðan í fótspor Önnu með leik sínum í sápuóperunni Santa Barbara. Stjarna Maríu reis þó hæst þegar hún stjórnaði íslensku tuddunum í Mighty Ducks á móti Emilio Estevez. - fgg Lífið Menning Mest lesið Cruise afþakkaði boð Trump Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Lífið „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Lífið Fleiri fréttir Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Sjá meira
Þótt tæplega sjö þúsund kílómetrar séu á milli Reykjavíkur og Los Angeles er ekki óalgengt að íslenskir leikarar og listamenn ferðist þá vegalengd til að leika í Hollywood-kvikmyndum. Nýjasta dæmið verður frumsýnt núna um helgina þegar kvikmyndin The Spy Next Door verður tekin til sýningar en í henni leikur Magnús Scheving aðalþrjótinn sem reynir að gera Jackie Chan lífið leitt. Flestir Íslendingar þekkja til afreka Anitu Briem sem lék meðal annars aðalhlutverkið í Journey 3-D á móti stórstirninu Brendan Fraser. Ekki má heldur gleyma hlutverki Ingvars E. Sigurðssonar í K-19 þar sem íslenski leikarinn fór á kostum í kringum Harrison Ford og Liam Neeson. Hann var síðar prófaður fyrir hlutverk munksins Silas í The Da Vinci Code. Flestum ætti síðan að vera kunnugt um hvað Gísli Örn Garðarsson er að gera í Prince of Persia. Ingvar E. landaði næstum því illa munkinum Silas í The Da Vinci Code. Samkvæmt lauslegri athugun Fréttablaðsins er Pétur Rögnvaldsson, sem síðar kallaði sig Peter Ronson, hins vegar fyrsta íslenska Hollywood-stjarnan. Pétur lék leiðsögumanninn Hans Belker í Journey to the Center of Earth sem gerð var árið 1959 með þeim Pat Boone og stórleikaranum James Mason í aðalhlutverkum. Mason hafði nýlokið við að leika í North By Northwest eftir Alfred Hitchcock og vakti nærvera Péturs mikla athygli í íslenskum fjölmiðlum. Gunnar Hansen skaut íslensku þjóðinni aftur upp á stjörnuhimininn þegar hann slátraði bandarískum ungmennum í The Texas Chain Saw Massacre árið 1974. Í gagnrýni um myndina í Morgunblaðinu kom í ljós að Íslendinga þyrsti í að sjá fleiri landa sína slá í gegn í Hollywood en kannski ekki á þessum vettvangi: „Og þar sem Íslendingar eru svo ári sjaldséðir á hvíta tjaldinu þá hefði maður kannski óskað að sjá Gunnar í ögn geðslegra hlutverki." Anna Björns, sem lék hina kjaftforu Heklu í Með allt á hreinu, var fyrst íslenskra kvenna til ná einhverjum frama í kvikmyndaborginni. Anna lék fyrst og fremst í bandarískum sjónvarpsþáttum, þar á meðal Remington Steel með Pierce Brosnan í aðalhlutverki. En það var kvikmyndin Get Crazy frá árinu 1983 sem vakti hvað mestu athyglina hér á landi en þá lék hún á móti Malcolm McDowell og Lou Reed. María Ellingsen fetaði síðan í fótspor Önnu með leik sínum í sápuóperunni Santa Barbara. Stjarna Maríu reis þó hæst þegar hún stjórnaði íslensku tuddunum í Mighty Ducks á móti Emilio Estevez. - fgg
Lífið Menning Mest lesið Cruise afþakkaði boð Trump Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Lífið „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Lífið Fleiri fréttir Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Sjá meira