Innlent

Mótmæli hafin á nýjan leik við Austurvöll

Samúel Karl Ólason skrifar
Um hundrað manns eru á Austurvelli.
Um hundrað manns eru á Austurvelli. Vísir/Vilhelm
Mótmæli vegna aðstæðna hælisleitenda hér á landi eru hafin á nýjan leik við Austurvöll. Þar eru nú um hundrað manns komin saman, þegar þetta er skrifað. Mótmælin eru framhald af öðrum sem fóru fram á Austurvelli og við lögreglustöðina á Hverfisgötu í gærkvöldi.Til stimpinga kom á milli mótmælenda og lögreglu í gær og tveir handteknir.Sjá einnig: Lögreglan sver af sér rasisma og harðræðiHælisleitendurnir, sem mótmælt hafa undir merkjum Facebook-síðunnar Refugees in Iceland, hafa undanfarið krafist funda með dómsmálaráðherra og forsætisráðherra. Boðað var til fundar með fulltrúum forsætisráðuneytisins klukkan þrjú í dag.

 

Lögregluþjónar við Alþingishúsið.Vísir/vilhelm

Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.