Innlent

Sjötugt burðardýr með kókaín

Íblandað hefði kókaínmagnið verið nær fjögur kíló eða rúmlega 3,7.
Íblandað hefði kókaínmagnið verið nær fjögur kíló eða rúmlega 3,7.
Ríkissaksóknari hefur ákært fjóra menn fyrir Héraðsdómi Reykjaness fyrir stórfellt fíkniefnabrot.

Mennirnir sem allir eru íslenskir lögðu á ráðin og stóðu saman að innflutningi frá Danmörku á samtals ríflega 877 grömmum af kókaíni. Við efnarannsókn kom í ljós að efnið var mjög sterkt og hefði reynst unnt að framleiða úr því nær fjögur kíló af svokölluðum neysluskömmtum.

Þremur mannanna sem eru á milli tvítugs og þrítugs er gefið að sök að hafa lagt á ráðin um innflutninginn, þar með talið fjármögnun, skipulagningu og ferðatilhögun nokkru áður en látið var til skarar skríða. Einn þeirra fékk svo mann um sjötugt til fararinnar, veitti honum leiðbeiningar um ferðatilhögun og afhenti honum farsíma, bókunarnúmer flugs og 200 þúsund krónur í reiðufé fyrir ferðakostnaði og uppihaldi. Maðurinn hitti síðan einn þremenninganna í Kaupmannahöfn, tók við fíkniefnunum af honum og flaug síðan til landsins með þau falin í farangri sínum. Tollverðir fundu svo kókaínið í fórum hans þegar hann kom.

Þá er einn ungu mannanna einnig ákærður fyrir vörslu á kannabisefnum sem hann afhenti lögreglu þegar hann var handtekinn.- jss




Fleiri fréttir

Sjá meira


×