Í beinni í dag: Toppleikur í Dominos deildinni, Körfuboltakvöld og Birkir mætir Zlatan á Ítalíu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 24. janúar 2020 06:00 Topplið Stjörnunnar heimsækir Keflavík í Dominos deild karla í kvöld. Vísir/Bára Það er nóg um að vera á Stöð 2 Sport og hliðarrásum í dag. Alls eru átta beinar útsendingar á dagskrá. Við sýnum beint frá tveimur leikjum í Dominos deild karla en topplið Stjörnunnar og Keflavík eigast meðal annars við. Þá er Körfuboltakvöld, í umsjón Kjartans Atla Kjartanssonar, í beinni útsendingu að venju. Einn leikur er á dagskrá í ítölsku úrvalsdeildinni en Birkir Bjarnason og félagar í Brescia fá AC Milan í heimsókn. Þá er einn leikur í enska FA biakrnum sem og þrjú golfmót. Við byrjum daginn snemma með Omega Dubai Desert Classic klukkan 07:30. Klukkan 16:30 hefst svo Gainbridge LPGA at Boca Rio. Klukkan 20:00 er svo PGA Tour 2020 á dagskrá. Öll mótin eru sýnd á Stöð 2 Golf. ÍR fær Þór Akureyri í heimsókn í Dominos deild karla klukkan 18:20. Heimamenn eru í 7. sæti með sjö sigra og sjö töp það sem af er leiktíð. Þór Akureyri er nýkomið upp úr fallsæti en liðið er með samt með jafnmörg stig og Valur en á þó leik til góða. Það er því til mikils að vinna fyrir Akureyringa á meðan ÍR-ingar vilja eflaust sigur í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni. Klukkan 20:10 hefst svo toppslagur Keflavíkur og Stjörnunnar. Gestirnir úr Garðabænum sitja á toppi deildarinnar en heimamenn eru aðeins tveimur stigum á eftir og geta þar með jafnað Stjörnuna á toppi deildarinnar takist þeim að næla í tvö stig í kvöld. Því má reikna með hörkuleik í Sláturhúsinu í Keflavík. Eftir að að toppslagnum lýkur er Dominos Körfuboltakvöld í beinni útsendingu en farið verður yfir síðustu umferðir karla- og kvennamegin í þættinum. Klukkan 19:40 hefst leikur Brescia og AC Milan. Birkir Bjarnason er tiltölulega nýgenginn í raðir Brescia en reikna má með að hann byrji sinn fyrsta leik í bláu treyjunni í dag. Mótherjinn er ekki af lakari endanum en AC Milan hefur gengið ágætlega síðan Zlatan Ibrahimovic gekk aftur í raðir félagsins fyrr á þessu ári. Brescia er sem stendur í fallsæti með aðeins 15 stig þegar 20 umferðum er lokið en sigur í kvöld myndi lyfta þeim upp fyrir Lecce í töflunni, allavega um stundarsakir. AC Milan er hins vegar í harðri baráttu um Evrópusæti en félagið er með 28 stig í 7. sæti. Cagliari er í 6. sætinu með 30 stig. Þá sýnum við einn leik í FA bikarnum á Englandi en B-deildarliðin Queens Park Rangers og Sheffield Wednesday eigast við klukkan 20:00 í kvöld.Beinar útsendingar dagsins:07:30 Omega Dubai Desert Classic, Stöð 2 Golf 16:30 Gainbridge LPGA at Boca Rio, Stöð 2 Golf 18:20 ÍR - Þór Akureyri, Stöð 2 Sport 19:40 Brescia - AC Milan, Stöð 2 Sport 3 19:55 QPR - Sheffield Wednesday, Stöð 2 Sport 2 20:00 PGA Tour 2020, Stöð 2 Golf 20:10 Keflavík - Stjarnan, Stöð 2 Sport 22:10 Dominos Körfuboltakvöld karla, Stöð 2 Sport 23:40 Umræða um 17. umferð kvenna, Stöð 2 Sport Dominos-deild karla Golf Ítalski boltinn Körfuboltakvöld Tengdar fréttir Zlatan byrjaði og þakkaði traustið með marki Zlatan Ibrahimovic var í byrjunarliði AC Milan og skoraði er liðið vann 2-0 sigur á Cagliari á útivelli. 11. janúar 2020 15:44 Hjátrú forseta Brescia gæti komið í veg fyrir að Birkir verði kynntur í dag Birkir Bjarnason fór í morgun í læknisskoðun hjá ítalska félaginu Brescia. Ítalskir fjölmiðlar segja frá því að íslenski landsliðsmaðurinn muni ganga frá sex mánaða samningi við félagið. 17. janúar 2020 13:15 Inter tapaði stigum og Birkir spilaði fyrsta leikinn fyrir Brescia Inter tapaði stigum í toppbaráttunni á Ítalíu er liðið gerði 1-1 jafntefli við Lecce á útivelli í dag. 19. janúar 2020 16:16 Zlatan kominn aftur til AC Milan Zlatan Ibrahimovic hefur skrifað undir samning hjá AC Milan og mun spila fyrir félagið út tímabilið. 27. desember 2019 18:04 Brescia staðfestir komu Birkis Ítalska úrvalsdeildarfélagið Brescia hefur staðfest komu Birkis Bjarnasonar en þetta var tilkynnt nú í morgun. 18. janúar 2020 12:22 Birkir verður samherji Balotelli Íslenski landsliðsmaðurinn skrifar undir samning við Brescia á morgun. 16. janúar 2020 19:18 Mest lesið Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Íslenski boltinn Landsliðskonan á von á barni Fótbolti Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Enski boltinn „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Íslenski boltinn Nýtt fjölnota íþróttahús KR muni kosta rúma þrjá milljarða Sport Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Fótbolti Nýliðinn kom, sá og sigraði fyrsta kvöldið Sport Matty Cash afgreiddi City Enski boltinn Rúmir 800 dagar síðan Man Utd var síðast fyrir ofan Liverpool Fótbolti Fleiri fréttir Haukur magnaður í sigri Löwen Eggert lagði upp og titilbarátta Brann lifir Real Madrid - Barcelona | Spænska klassíkin Tómas og félagar með átta stiga forskot eftir sigur gegn Celtic Arsenal - Crystal Palace | Sjóðheitar skyttur gegn örnum sem fatast flugið Aston Villa - Man. City | Bæði lið á þriggja leikja sigurgöngu Elvar skoraði tólf í naumu tapi Stjarnan - Breiðablik | Úrslitaleikur en heimamenn í mun betri stöðu Mark Kristians gegn gömlu félögunum dugði skammt Nýliðinn kom, sá og sigraði fyrsta kvöldið Sjáðu mörkin sem komu United upp fyrir Liverpool Nýtt fjölnota íþróttahús KR muni kosta rúma þrjá milljarða Vardy skoraði og fór í heljarstökk 38 ára „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Rúmir 800 dagar síðan Man Utd var síðast fyrir ofan Liverpool Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Dagskráin í dag: Enski boltinn og úrslitaleikur um Evrópusæti í Bestu Landsliðskonan á von á barni Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið „Fallegt þegar þú setur þér markmið að ná þeim“ „Þetta er næstum því of gott til þess að vera satt“ „Það er spurning fyrir stjórnina“ Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Napoli á toppinn eftir sigur í toppslag Sjá meira
Það er nóg um að vera á Stöð 2 Sport og hliðarrásum í dag. Alls eru átta beinar útsendingar á dagskrá. Við sýnum beint frá tveimur leikjum í Dominos deild karla en topplið Stjörnunnar og Keflavík eigast meðal annars við. Þá er Körfuboltakvöld, í umsjón Kjartans Atla Kjartanssonar, í beinni útsendingu að venju. Einn leikur er á dagskrá í ítölsku úrvalsdeildinni en Birkir Bjarnason og félagar í Brescia fá AC Milan í heimsókn. Þá er einn leikur í enska FA biakrnum sem og þrjú golfmót. Við byrjum daginn snemma með Omega Dubai Desert Classic klukkan 07:30. Klukkan 16:30 hefst svo Gainbridge LPGA at Boca Rio. Klukkan 20:00 er svo PGA Tour 2020 á dagskrá. Öll mótin eru sýnd á Stöð 2 Golf. ÍR fær Þór Akureyri í heimsókn í Dominos deild karla klukkan 18:20. Heimamenn eru í 7. sæti með sjö sigra og sjö töp það sem af er leiktíð. Þór Akureyri er nýkomið upp úr fallsæti en liðið er með samt með jafnmörg stig og Valur en á þó leik til góða. Það er því til mikils að vinna fyrir Akureyringa á meðan ÍR-ingar vilja eflaust sigur í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni. Klukkan 20:10 hefst svo toppslagur Keflavíkur og Stjörnunnar. Gestirnir úr Garðabænum sitja á toppi deildarinnar en heimamenn eru aðeins tveimur stigum á eftir og geta þar með jafnað Stjörnuna á toppi deildarinnar takist þeim að næla í tvö stig í kvöld. Því má reikna með hörkuleik í Sláturhúsinu í Keflavík. Eftir að að toppslagnum lýkur er Dominos Körfuboltakvöld í beinni útsendingu en farið verður yfir síðustu umferðir karla- og kvennamegin í þættinum. Klukkan 19:40 hefst leikur Brescia og AC Milan. Birkir Bjarnason er tiltölulega nýgenginn í raðir Brescia en reikna má með að hann byrji sinn fyrsta leik í bláu treyjunni í dag. Mótherjinn er ekki af lakari endanum en AC Milan hefur gengið ágætlega síðan Zlatan Ibrahimovic gekk aftur í raðir félagsins fyrr á þessu ári. Brescia er sem stendur í fallsæti með aðeins 15 stig þegar 20 umferðum er lokið en sigur í kvöld myndi lyfta þeim upp fyrir Lecce í töflunni, allavega um stundarsakir. AC Milan er hins vegar í harðri baráttu um Evrópusæti en félagið er með 28 stig í 7. sæti. Cagliari er í 6. sætinu með 30 stig. Þá sýnum við einn leik í FA bikarnum á Englandi en B-deildarliðin Queens Park Rangers og Sheffield Wednesday eigast við klukkan 20:00 í kvöld.Beinar útsendingar dagsins:07:30 Omega Dubai Desert Classic, Stöð 2 Golf 16:30 Gainbridge LPGA at Boca Rio, Stöð 2 Golf 18:20 ÍR - Þór Akureyri, Stöð 2 Sport 19:40 Brescia - AC Milan, Stöð 2 Sport 3 19:55 QPR - Sheffield Wednesday, Stöð 2 Sport 2 20:00 PGA Tour 2020, Stöð 2 Golf 20:10 Keflavík - Stjarnan, Stöð 2 Sport 22:10 Dominos Körfuboltakvöld karla, Stöð 2 Sport 23:40 Umræða um 17. umferð kvenna, Stöð 2 Sport
Dominos-deild karla Golf Ítalski boltinn Körfuboltakvöld Tengdar fréttir Zlatan byrjaði og þakkaði traustið með marki Zlatan Ibrahimovic var í byrjunarliði AC Milan og skoraði er liðið vann 2-0 sigur á Cagliari á útivelli. 11. janúar 2020 15:44 Hjátrú forseta Brescia gæti komið í veg fyrir að Birkir verði kynntur í dag Birkir Bjarnason fór í morgun í læknisskoðun hjá ítalska félaginu Brescia. Ítalskir fjölmiðlar segja frá því að íslenski landsliðsmaðurinn muni ganga frá sex mánaða samningi við félagið. 17. janúar 2020 13:15 Inter tapaði stigum og Birkir spilaði fyrsta leikinn fyrir Brescia Inter tapaði stigum í toppbaráttunni á Ítalíu er liðið gerði 1-1 jafntefli við Lecce á útivelli í dag. 19. janúar 2020 16:16 Zlatan kominn aftur til AC Milan Zlatan Ibrahimovic hefur skrifað undir samning hjá AC Milan og mun spila fyrir félagið út tímabilið. 27. desember 2019 18:04 Brescia staðfestir komu Birkis Ítalska úrvalsdeildarfélagið Brescia hefur staðfest komu Birkis Bjarnasonar en þetta var tilkynnt nú í morgun. 18. janúar 2020 12:22 Birkir verður samherji Balotelli Íslenski landsliðsmaðurinn skrifar undir samning við Brescia á morgun. 16. janúar 2020 19:18 Mest lesið Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Íslenski boltinn Landsliðskonan á von á barni Fótbolti Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Enski boltinn „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Íslenski boltinn Nýtt fjölnota íþróttahús KR muni kosta rúma þrjá milljarða Sport Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Fótbolti Nýliðinn kom, sá og sigraði fyrsta kvöldið Sport Matty Cash afgreiddi City Enski boltinn Rúmir 800 dagar síðan Man Utd var síðast fyrir ofan Liverpool Fótbolti Fleiri fréttir Haukur magnaður í sigri Löwen Eggert lagði upp og titilbarátta Brann lifir Real Madrid - Barcelona | Spænska klassíkin Tómas og félagar með átta stiga forskot eftir sigur gegn Celtic Arsenal - Crystal Palace | Sjóðheitar skyttur gegn örnum sem fatast flugið Aston Villa - Man. City | Bæði lið á þriggja leikja sigurgöngu Elvar skoraði tólf í naumu tapi Stjarnan - Breiðablik | Úrslitaleikur en heimamenn í mun betri stöðu Mark Kristians gegn gömlu félögunum dugði skammt Nýliðinn kom, sá og sigraði fyrsta kvöldið Sjáðu mörkin sem komu United upp fyrir Liverpool Nýtt fjölnota íþróttahús KR muni kosta rúma þrjá milljarða Vardy skoraði og fór í heljarstökk 38 ára „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Rúmir 800 dagar síðan Man Utd var síðast fyrir ofan Liverpool Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Dagskráin í dag: Enski boltinn og úrslitaleikur um Evrópusæti í Bestu Landsliðskonan á von á barni Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið „Fallegt þegar þú setur þér markmið að ná þeim“ „Þetta er næstum því of gott til þess að vera satt“ „Það er spurning fyrir stjórnina“ Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Napoli á toppinn eftir sigur í toppslag Sjá meira
Zlatan byrjaði og þakkaði traustið með marki Zlatan Ibrahimovic var í byrjunarliði AC Milan og skoraði er liðið vann 2-0 sigur á Cagliari á útivelli. 11. janúar 2020 15:44
Hjátrú forseta Brescia gæti komið í veg fyrir að Birkir verði kynntur í dag Birkir Bjarnason fór í morgun í læknisskoðun hjá ítalska félaginu Brescia. Ítalskir fjölmiðlar segja frá því að íslenski landsliðsmaðurinn muni ganga frá sex mánaða samningi við félagið. 17. janúar 2020 13:15
Inter tapaði stigum og Birkir spilaði fyrsta leikinn fyrir Brescia Inter tapaði stigum í toppbaráttunni á Ítalíu er liðið gerði 1-1 jafntefli við Lecce á útivelli í dag. 19. janúar 2020 16:16
Zlatan kominn aftur til AC Milan Zlatan Ibrahimovic hefur skrifað undir samning hjá AC Milan og mun spila fyrir félagið út tímabilið. 27. desember 2019 18:04
Brescia staðfestir komu Birkis Ítalska úrvalsdeildarfélagið Brescia hefur staðfest komu Birkis Bjarnasonar en þetta var tilkynnt nú í morgun. 18. janúar 2020 12:22
Birkir verður samherji Balotelli Íslenski landsliðsmaðurinn skrifar undir samning við Brescia á morgun. 16. janúar 2020 19:18