Í beinni í dag: Toppleikur í Dominos deildinni, Körfuboltakvöld og Birkir mætir Zlatan á Ítalíu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 24. janúar 2020 06:00 Topplið Stjörnunnar heimsækir Keflavík í Dominos deild karla í kvöld. Vísir/Bára Það er nóg um að vera á Stöð 2 Sport og hliðarrásum í dag. Alls eru átta beinar útsendingar á dagskrá. Við sýnum beint frá tveimur leikjum í Dominos deild karla en topplið Stjörnunnar og Keflavík eigast meðal annars við. Þá er Körfuboltakvöld, í umsjón Kjartans Atla Kjartanssonar, í beinni útsendingu að venju. Einn leikur er á dagskrá í ítölsku úrvalsdeildinni en Birkir Bjarnason og félagar í Brescia fá AC Milan í heimsókn. Þá er einn leikur í enska FA biakrnum sem og þrjú golfmót. Við byrjum daginn snemma með Omega Dubai Desert Classic klukkan 07:30. Klukkan 16:30 hefst svo Gainbridge LPGA at Boca Rio. Klukkan 20:00 er svo PGA Tour 2020 á dagskrá. Öll mótin eru sýnd á Stöð 2 Golf. ÍR fær Þór Akureyri í heimsókn í Dominos deild karla klukkan 18:20. Heimamenn eru í 7. sæti með sjö sigra og sjö töp það sem af er leiktíð. Þór Akureyri er nýkomið upp úr fallsæti en liðið er með samt með jafnmörg stig og Valur en á þó leik til góða. Það er því til mikils að vinna fyrir Akureyringa á meðan ÍR-ingar vilja eflaust sigur í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni. Klukkan 20:10 hefst svo toppslagur Keflavíkur og Stjörnunnar. Gestirnir úr Garðabænum sitja á toppi deildarinnar en heimamenn eru aðeins tveimur stigum á eftir og geta þar með jafnað Stjörnuna á toppi deildarinnar takist þeim að næla í tvö stig í kvöld. Því má reikna með hörkuleik í Sláturhúsinu í Keflavík. Eftir að að toppslagnum lýkur er Dominos Körfuboltakvöld í beinni útsendingu en farið verður yfir síðustu umferðir karla- og kvennamegin í þættinum. Klukkan 19:40 hefst leikur Brescia og AC Milan. Birkir Bjarnason er tiltölulega nýgenginn í raðir Brescia en reikna má með að hann byrji sinn fyrsta leik í bláu treyjunni í dag. Mótherjinn er ekki af lakari endanum en AC Milan hefur gengið ágætlega síðan Zlatan Ibrahimovic gekk aftur í raðir félagsins fyrr á þessu ári. Brescia er sem stendur í fallsæti með aðeins 15 stig þegar 20 umferðum er lokið en sigur í kvöld myndi lyfta þeim upp fyrir Lecce í töflunni, allavega um stundarsakir. AC Milan er hins vegar í harðri baráttu um Evrópusæti en félagið er með 28 stig í 7. sæti. Cagliari er í 6. sætinu með 30 stig. Þá sýnum við einn leik í FA bikarnum á Englandi en B-deildarliðin Queens Park Rangers og Sheffield Wednesday eigast við klukkan 20:00 í kvöld.Beinar útsendingar dagsins:07:30 Omega Dubai Desert Classic, Stöð 2 Golf 16:30 Gainbridge LPGA at Boca Rio, Stöð 2 Golf 18:20 ÍR - Þór Akureyri, Stöð 2 Sport 19:40 Brescia - AC Milan, Stöð 2 Sport 3 19:55 QPR - Sheffield Wednesday, Stöð 2 Sport 2 20:00 PGA Tour 2020, Stöð 2 Golf 20:10 Keflavík - Stjarnan, Stöð 2 Sport 22:10 Dominos Körfuboltakvöld karla, Stöð 2 Sport 23:40 Umræða um 17. umferð kvenna, Stöð 2 Sport Dominos-deild karla Golf Ítalski boltinn Körfuboltakvöld Tengdar fréttir Zlatan byrjaði og þakkaði traustið með marki Zlatan Ibrahimovic var í byrjunarliði AC Milan og skoraði er liðið vann 2-0 sigur á Cagliari á útivelli. 11. janúar 2020 15:44 Hjátrú forseta Brescia gæti komið í veg fyrir að Birkir verði kynntur í dag Birkir Bjarnason fór í morgun í læknisskoðun hjá ítalska félaginu Brescia. Ítalskir fjölmiðlar segja frá því að íslenski landsliðsmaðurinn muni ganga frá sex mánaða samningi við félagið. 17. janúar 2020 13:15 Inter tapaði stigum og Birkir spilaði fyrsta leikinn fyrir Brescia Inter tapaði stigum í toppbaráttunni á Ítalíu er liðið gerði 1-1 jafntefli við Lecce á útivelli í dag. 19. janúar 2020 16:16 Zlatan kominn aftur til AC Milan Zlatan Ibrahimovic hefur skrifað undir samning hjá AC Milan og mun spila fyrir félagið út tímabilið. 27. desember 2019 18:04 Brescia staðfestir komu Birkis Ítalska úrvalsdeildarfélagið Brescia hefur staðfest komu Birkis Bjarnasonar en þetta var tilkynnt nú í morgun. 18. janúar 2020 12:22 Birkir verður samherji Balotelli Íslenski landsliðsmaðurinn skrifar undir samning við Brescia á morgun. 16. janúar 2020 19:18 Mest lesið Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Ótrúleg tölfræði Jokic Körfubolti Enn kvarnast úr liði Blika Íslenski boltinn „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Jafnt í stórleiknum Fótbolti Dagskráin í dag: Pílukast og Íslandsmeistarar Sport Spennutryllir eftir tvö burst Sport Jöfnuðu 128 ára gamalt met Enski boltinn Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Pílukast og Íslandsmeistarar Ótrúleg tölfræði Jokic Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Gray hetja Tottenham Tapaði fyrir Barcelona Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Spennutryllir eftir tvö burst Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Gömlu Chelsea-mennirnir skutu Milan á toppinn Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Van Gerwen: „Alveg sama um Luke og Luke“ Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Segir starfið í húfi hjá Alfreð Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Dagskráin í dag: Messan, meistarar Víkings, píla og NFL-veisla Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Juventus stigi frá toppnum Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Aldrei spilað þarna en sagði strax já Sjá meira
Það er nóg um að vera á Stöð 2 Sport og hliðarrásum í dag. Alls eru átta beinar útsendingar á dagskrá. Við sýnum beint frá tveimur leikjum í Dominos deild karla en topplið Stjörnunnar og Keflavík eigast meðal annars við. Þá er Körfuboltakvöld, í umsjón Kjartans Atla Kjartanssonar, í beinni útsendingu að venju. Einn leikur er á dagskrá í ítölsku úrvalsdeildinni en Birkir Bjarnason og félagar í Brescia fá AC Milan í heimsókn. Þá er einn leikur í enska FA biakrnum sem og þrjú golfmót. Við byrjum daginn snemma með Omega Dubai Desert Classic klukkan 07:30. Klukkan 16:30 hefst svo Gainbridge LPGA at Boca Rio. Klukkan 20:00 er svo PGA Tour 2020 á dagskrá. Öll mótin eru sýnd á Stöð 2 Golf. ÍR fær Þór Akureyri í heimsókn í Dominos deild karla klukkan 18:20. Heimamenn eru í 7. sæti með sjö sigra og sjö töp það sem af er leiktíð. Þór Akureyri er nýkomið upp úr fallsæti en liðið er með samt með jafnmörg stig og Valur en á þó leik til góða. Það er því til mikils að vinna fyrir Akureyringa á meðan ÍR-ingar vilja eflaust sigur í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni. Klukkan 20:10 hefst svo toppslagur Keflavíkur og Stjörnunnar. Gestirnir úr Garðabænum sitja á toppi deildarinnar en heimamenn eru aðeins tveimur stigum á eftir og geta þar með jafnað Stjörnuna á toppi deildarinnar takist þeim að næla í tvö stig í kvöld. Því má reikna með hörkuleik í Sláturhúsinu í Keflavík. Eftir að að toppslagnum lýkur er Dominos Körfuboltakvöld í beinni útsendingu en farið verður yfir síðustu umferðir karla- og kvennamegin í þættinum. Klukkan 19:40 hefst leikur Brescia og AC Milan. Birkir Bjarnason er tiltölulega nýgenginn í raðir Brescia en reikna má með að hann byrji sinn fyrsta leik í bláu treyjunni í dag. Mótherjinn er ekki af lakari endanum en AC Milan hefur gengið ágætlega síðan Zlatan Ibrahimovic gekk aftur í raðir félagsins fyrr á þessu ári. Brescia er sem stendur í fallsæti með aðeins 15 stig þegar 20 umferðum er lokið en sigur í kvöld myndi lyfta þeim upp fyrir Lecce í töflunni, allavega um stundarsakir. AC Milan er hins vegar í harðri baráttu um Evrópusæti en félagið er með 28 stig í 7. sæti. Cagliari er í 6. sætinu með 30 stig. Þá sýnum við einn leik í FA bikarnum á Englandi en B-deildarliðin Queens Park Rangers og Sheffield Wednesday eigast við klukkan 20:00 í kvöld.Beinar útsendingar dagsins:07:30 Omega Dubai Desert Classic, Stöð 2 Golf 16:30 Gainbridge LPGA at Boca Rio, Stöð 2 Golf 18:20 ÍR - Þór Akureyri, Stöð 2 Sport 19:40 Brescia - AC Milan, Stöð 2 Sport 3 19:55 QPR - Sheffield Wednesday, Stöð 2 Sport 2 20:00 PGA Tour 2020, Stöð 2 Golf 20:10 Keflavík - Stjarnan, Stöð 2 Sport 22:10 Dominos Körfuboltakvöld karla, Stöð 2 Sport 23:40 Umræða um 17. umferð kvenna, Stöð 2 Sport
Dominos-deild karla Golf Ítalski boltinn Körfuboltakvöld Tengdar fréttir Zlatan byrjaði og þakkaði traustið með marki Zlatan Ibrahimovic var í byrjunarliði AC Milan og skoraði er liðið vann 2-0 sigur á Cagliari á útivelli. 11. janúar 2020 15:44 Hjátrú forseta Brescia gæti komið í veg fyrir að Birkir verði kynntur í dag Birkir Bjarnason fór í morgun í læknisskoðun hjá ítalska félaginu Brescia. Ítalskir fjölmiðlar segja frá því að íslenski landsliðsmaðurinn muni ganga frá sex mánaða samningi við félagið. 17. janúar 2020 13:15 Inter tapaði stigum og Birkir spilaði fyrsta leikinn fyrir Brescia Inter tapaði stigum í toppbaráttunni á Ítalíu er liðið gerði 1-1 jafntefli við Lecce á útivelli í dag. 19. janúar 2020 16:16 Zlatan kominn aftur til AC Milan Zlatan Ibrahimovic hefur skrifað undir samning hjá AC Milan og mun spila fyrir félagið út tímabilið. 27. desember 2019 18:04 Brescia staðfestir komu Birkis Ítalska úrvalsdeildarfélagið Brescia hefur staðfest komu Birkis Bjarnasonar en þetta var tilkynnt nú í morgun. 18. janúar 2020 12:22 Birkir verður samherji Balotelli Íslenski landsliðsmaðurinn skrifar undir samning við Brescia á morgun. 16. janúar 2020 19:18 Mest lesið Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Ótrúleg tölfræði Jokic Körfubolti Enn kvarnast úr liði Blika Íslenski boltinn „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Jafnt í stórleiknum Fótbolti Dagskráin í dag: Pílukast og Íslandsmeistarar Sport Spennutryllir eftir tvö burst Sport Jöfnuðu 128 ára gamalt met Enski boltinn Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Pílukast og Íslandsmeistarar Ótrúleg tölfræði Jokic Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Gray hetja Tottenham Tapaði fyrir Barcelona Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Spennutryllir eftir tvö burst Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Gömlu Chelsea-mennirnir skutu Milan á toppinn Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Van Gerwen: „Alveg sama um Luke og Luke“ Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Segir starfið í húfi hjá Alfreð Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Dagskráin í dag: Messan, meistarar Víkings, píla og NFL-veisla Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Juventus stigi frá toppnum Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Aldrei spilað þarna en sagði strax já Sjá meira
Zlatan byrjaði og þakkaði traustið með marki Zlatan Ibrahimovic var í byrjunarliði AC Milan og skoraði er liðið vann 2-0 sigur á Cagliari á útivelli. 11. janúar 2020 15:44
Hjátrú forseta Brescia gæti komið í veg fyrir að Birkir verði kynntur í dag Birkir Bjarnason fór í morgun í læknisskoðun hjá ítalska félaginu Brescia. Ítalskir fjölmiðlar segja frá því að íslenski landsliðsmaðurinn muni ganga frá sex mánaða samningi við félagið. 17. janúar 2020 13:15
Inter tapaði stigum og Birkir spilaði fyrsta leikinn fyrir Brescia Inter tapaði stigum í toppbaráttunni á Ítalíu er liðið gerði 1-1 jafntefli við Lecce á útivelli í dag. 19. janúar 2020 16:16
Zlatan kominn aftur til AC Milan Zlatan Ibrahimovic hefur skrifað undir samning hjá AC Milan og mun spila fyrir félagið út tímabilið. 27. desember 2019 18:04
Brescia staðfestir komu Birkis Ítalska úrvalsdeildarfélagið Brescia hefur staðfest komu Birkis Bjarnasonar en þetta var tilkynnt nú í morgun. 18. janúar 2020 12:22
Birkir verður samherji Balotelli Íslenski landsliðsmaðurinn skrifar undir samning við Brescia á morgun. 16. janúar 2020 19:18