Falsanir kosta Strætó hátt í 200 milljónir Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 22. desember 2018 09:30 Jóhannes segir að grípa þurfi til aðgerða. Hann vill sama fyrirkomulag og tíðkast erlendis þar sem fólk er sektað fyrir að svindla sér í vagna. Fréttablaðið/Stefán „Það er grátlegt að vita af því að það sé fólk sem svindlar á sameiginlegri þjónustu sem greidd er af skattfé,“ segir Jóhannes Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó. Fölsuð strætókort hafa verið áberandi í strætisvögnum að undanförnu og hefur félagið brugðið á það ráð að senda eftirlitsmenn í vagnana til þess að sannreyna kortin. Aðgerðir Strætó hófust í síðustu viku eftir að karlmaður, sem var að koma með flugi frá Varsjá í Póllandi til Íslands, var stöðvaður í tollinum með fimmtíu fölsuð strætókort í fórum sínum. Tveir hafa verið gripnir síðan þá. „Við erum búin að góma tvo en við komumst ekki að þessu fyrr en í síðustu viku þegar lögreglan stoppaði þennan aðila í flugstöðinni. Við vissum því ekkert hvernig þetta leit út fyrr en þá, og erum nýbyrjuð í þessum aðgerðum,“ segir Jóhannes.Kortin eru keimlík. Fölsuðu kortin eru úr annars konar pappír og þynnri.Umrædd kort eru almennt níu mánaða kort sem kosta 63 þúsund krónur á miðasölustöðum Strætó. Hin fölsuðu kort eru að seljast á um 16 til 20 þúsund krónur. „Þetta er mjög líkt og maður áttar sig ekki á muninum á kortunum nema taka aðeins í þau. Þau eru þynnri og pappírinn annar,“ segir hann og bætir við að vagnstjórar séu allir meðvitaðir um muninn á þessum kortum. Aðspurður segir Jóhannes falsanir ekki óalgengar. Félagið verði af tugum, jafnvel hundruðum milljóna króna vegna þeirra. „Það er rosalega erfitt að segja hvert umfangið er en það getur verið um 200 milljónir á ári. Við byggjum það á tölum sem koma að utan.“ Jóhannes kallar eftir viðurlögum vegna tíðra falsana. „Við höfum rætt það nokkrum sinnum þegar við höfum komið fyrir umhverfis- og samgöngunefnd, og reynt að koma á sama fyrirkomulagi og tíðkast erlendis, þar sem fólk er sektað fyrir að svindla sér inn í vagnana,“ segir hann. Núna hins vegar hafi félagið hug á að breyta greiðslufyrirkomulaginu til þess að sporna við slíkum brotum. „Við erum að undirbúa það að taka upp rafrænt greiðslukerfi og fá heimild til að bjóða það út á næsta ári,“ segir hann. „Annars höfða ég bara til samvisku fólks um að skipta við rétta söluaðila og kaupa kort á réttu verði. Við byggjum á því að farþegar skili sínu því þannig getum við bætt leiðakerfi okkar.“ Birtist í Fréttablaðinu Strætó Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Innlent Fleiri fréttir Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Sjá meira
„Það er grátlegt að vita af því að það sé fólk sem svindlar á sameiginlegri þjónustu sem greidd er af skattfé,“ segir Jóhannes Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó. Fölsuð strætókort hafa verið áberandi í strætisvögnum að undanförnu og hefur félagið brugðið á það ráð að senda eftirlitsmenn í vagnana til þess að sannreyna kortin. Aðgerðir Strætó hófust í síðustu viku eftir að karlmaður, sem var að koma með flugi frá Varsjá í Póllandi til Íslands, var stöðvaður í tollinum með fimmtíu fölsuð strætókort í fórum sínum. Tveir hafa verið gripnir síðan þá. „Við erum búin að góma tvo en við komumst ekki að þessu fyrr en í síðustu viku þegar lögreglan stoppaði þennan aðila í flugstöðinni. Við vissum því ekkert hvernig þetta leit út fyrr en þá, og erum nýbyrjuð í þessum aðgerðum,“ segir Jóhannes.Kortin eru keimlík. Fölsuðu kortin eru úr annars konar pappír og þynnri.Umrædd kort eru almennt níu mánaða kort sem kosta 63 þúsund krónur á miðasölustöðum Strætó. Hin fölsuðu kort eru að seljast á um 16 til 20 þúsund krónur. „Þetta er mjög líkt og maður áttar sig ekki á muninum á kortunum nema taka aðeins í þau. Þau eru þynnri og pappírinn annar,“ segir hann og bætir við að vagnstjórar séu allir meðvitaðir um muninn á þessum kortum. Aðspurður segir Jóhannes falsanir ekki óalgengar. Félagið verði af tugum, jafnvel hundruðum milljóna króna vegna þeirra. „Það er rosalega erfitt að segja hvert umfangið er en það getur verið um 200 milljónir á ári. Við byggjum það á tölum sem koma að utan.“ Jóhannes kallar eftir viðurlögum vegna tíðra falsana. „Við höfum rætt það nokkrum sinnum þegar við höfum komið fyrir umhverfis- og samgöngunefnd, og reynt að koma á sama fyrirkomulagi og tíðkast erlendis, þar sem fólk er sektað fyrir að svindla sér inn í vagnana,“ segir hann. Núna hins vegar hafi félagið hug á að breyta greiðslufyrirkomulaginu til þess að sporna við slíkum brotum. „Við erum að undirbúa það að taka upp rafrænt greiðslukerfi og fá heimild til að bjóða það út á næsta ári,“ segir hann. „Annars höfða ég bara til samvisku fólks um að skipta við rétta söluaðila og kaupa kort á réttu verði. Við byggjum á því að farþegar skili sínu því þannig getum við bætt leiðakerfi okkar.“
Birtist í Fréttablaðinu Strætó Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Innlent Fleiri fréttir Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Sjá meira