Himnaríki og helvíti valin sýning ársins á Grímunni Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 5. júní 2018 21:34 Þuríður Blær Jóhannsdóttir sést hér í hlutverki stráksins í leikverkinu Himnaríki og helvíti. mynd/grímur bjarnason Leiksýningin Himnaríki og helvíti, sem byggð er á þríleik Jóns Kalmans Stefánssonar, bókunum Himnaríki og helvíti, Harmur englanna og Hjarta mannsins, var valin sýning ársins og leikrit ársins 2018 á Grímunni, íslensku sviðlistaverðlaununum, sem fram fóru í Borgarleikhúsinu í kvöld. Heiðursverðlaun Sviðslistasambands Íslands 2018 hlaut leikkonan Guðrún Ásmundsdóttir. Himnaríki og helvíti var tilnefnd til alls tólf verðlauna og hlaut sjö þeirra. Auk þess að vera valin sýning ársins og leikrit ársins hlaut leikstjórinn Egill Heiðar Anton Pálsson verðlaun sem leikstjóri ársins, Egill Ingibergsson fékk Grímuna fyrir leikmynd ársins, Helga I. Stefánsdóttir fyrir búninga ársins, Þórður Orri Pétursson fyrir lýsingu ársins og Hjálmar H. Ragnarsson fyrir tónlist ársins. Eggert Þorleifsson var valinn leikari ársins í aðalhlutverki fyrir leik sinn í Föðurnum og Nína Dögg Filippusdóttir var valin leikkona ársins í aðalhlutverki fyrir leik sinn í verkinu Fólk, staðir og hlutir. Leikari ársins í aukahlutverki var Valur Freyr Einarsson fyrir hlutverk sitt í 1984 og Sigrún Edda Björnsdóttir var valin leikkona ársins í aukahlutverki fyrir leik sinn í sýningunni Fólk, staðir og hlutir. Útvarpsverk ársins var Fákafen eftir Kristínu Eiríksdóttur og Sigurður Andrean Sigurgeirsson hlaut Grímuna fyrir sprota ársins. Í skugga Sveins, sem sýnt var í Gaflaraleikhúsinu, var svo valin barnasýning ársins. Katrín Gunnarsdóttir hlaut Grímuna sem danshöfundur ársins fyrir verk sitt Crescendo og Baldvin Þór Magnússon hlaut verðlaun fyrir hljóðmynd sína í því verki. Þyrí Huld Árnadóttir var valin dansari ársins fyrir hlutverk sitt í Hinum lánssömu og Chantelle Carey hlaut síðan Grímuna fyrir dans-og sviðshreyfingar í söngleiknum Slá í gegn. Kristján Þór Jóhannsson var valinn söngvari ársins fyrir hlutverk sitt í óperunni Tosca. Gríman Tengdar fréttir Sjáðu allar tilnefningarnar til Grímunnar 2018 Tilnefningar til Grímuverðlaunanna voru gerðar opinberar í dag. 29. maí 2018 17:00 Mest lesið Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Lífið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Töluðu íslensku við mannhafið Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Lífið Fárveik í París Lífið Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Lífið Skiptir stærðin raunverulega máli? Lífið Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Lífið Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Lífið Opnar sig eftir handtökuna Lífið Fleiri fréttir Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Leiksýningin Himnaríki og helvíti, sem byggð er á þríleik Jóns Kalmans Stefánssonar, bókunum Himnaríki og helvíti, Harmur englanna og Hjarta mannsins, var valin sýning ársins og leikrit ársins 2018 á Grímunni, íslensku sviðlistaverðlaununum, sem fram fóru í Borgarleikhúsinu í kvöld. Heiðursverðlaun Sviðslistasambands Íslands 2018 hlaut leikkonan Guðrún Ásmundsdóttir. Himnaríki og helvíti var tilnefnd til alls tólf verðlauna og hlaut sjö þeirra. Auk þess að vera valin sýning ársins og leikrit ársins hlaut leikstjórinn Egill Heiðar Anton Pálsson verðlaun sem leikstjóri ársins, Egill Ingibergsson fékk Grímuna fyrir leikmynd ársins, Helga I. Stefánsdóttir fyrir búninga ársins, Þórður Orri Pétursson fyrir lýsingu ársins og Hjálmar H. Ragnarsson fyrir tónlist ársins. Eggert Þorleifsson var valinn leikari ársins í aðalhlutverki fyrir leik sinn í Föðurnum og Nína Dögg Filippusdóttir var valin leikkona ársins í aðalhlutverki fyrir leik sinn í verkinu Fólk, staðir og hlutir. Leikari ársins í aukahlutverki var Valur Freyr Einarsson fyrir hlutverk sitt í 1984 og Sigrún Edda Björnsdóttir var valin leikkona ársins í aukahlutverki fyrir leik sinn í sýningunni Fólk, staðir og hlutir. Útvarpsverk ársins var Fákafen eftir Kristínu Eiríksdóttur og Sigurður Andrean Sigurgeirsson hlaut Grímuna fyrir sprota ársins. Í skugga Sveins, sem sýnt var í Gaflaraleikhúsinu, var svo valin barnasýning ársins. Katrín Gunnarsdóttir hlaut Grímuna sem danshöfundur ársins fyrir verk sitt Crescendo og Baldvin Þór Magnússon hlaut verðlaun fyrir hljóðmynd sína í því verki. Þyrí Huld Árnadóttir var valin dansari ársins fyrir hlutverk sitt í Hinum lánssömu og Chantelle Carey hlaut síðan Grímuna fyrir dans-og sviðshreyfingar í söngleiknum Slá í gegn. Kristján Þór Jóhannsson var valinn söngvari ársins fyrir hlutverk sitt í óperunni Tosca.
Gríman Tengdar fréttir Sjáðu allar tilnefningarnar til Grímunnar 2018 Tilnefningar til Grímuverðlaunanna voru gerðar opinberar í dag. 29. maí 2018 17:00 Mest lesið Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Lífið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Töluðu íslensku við mannhafið Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Lífið Fárveik í París Lífið Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Lífið Skiptir stærðin raunverulega máli? Lífið Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Lífið Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Lífið Opnar sig eftir handtökuna Lífið Fleiri fréttir Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Sjáðu allar tilnefningarnar til Grímunnar 2018 Tilnefningar til Grímuverðlaunanna voru gerðar opinberar í dag. 29. maí 2018 17:00