Lífið

Fjölskyldubingó frestað vegna tæknilegra örðugleika

Sylvía Hall skrifar
Vilhelm Anton Jónsson sá um þátt kvöldsins. Þó svo að bingóið hafi ekki farið fram mun láta ljós sitt skína sem bingóstjóri fljótlega, enda er stefnt að því að halda bingóið eins fljótt og auðið er.
Vilhelm Anton Jónsson sá um þátt kvöldsins. Þó svo að bingóið hafi ekki farið fram mun láta ljós sitt skína sem bingóstjóri fljótlega, enda er stefnt að því að halda bingóið eins fljótt og auðið er.

Fjölskyldubingó sem var á dagskrá Stöðvar 2 í kvöld gekk ekki upp að þessu sinni sökum tæknilegra örðugleika. Mikið álag var á kerfinu sem olli vandræðum og var ákveðið að fresta því. Bingóið mun þó fara fram eins fljótt og auðið er og mun það vera auglýst þegar þar að kemur.

„Því miður sveik tölvukerfið okkur sem sett var upp sérstaklega fyrir þetta Fjölskyldubingó í kvöld. Okkur þykir þetta ákaflega leitt og biðjum alla þá sem ætluðu sér að taka þátt innilegrar afsökunar á þessu,“ segir Þórhallur Gunnarsson, framkvæmdastjóri fjölmiðla Stöðvar 2.

Hann þakkar þó áhorfendum fyrir áhugann og þolinmæðina og lofar því að bingóið verði að veruleika eins fljótt og auðið er.

„Við munum halda Fjölskyldubingó í beinni mjög fljótlega og þá verða að sjálfsögðu allir þessir góðu vinningar frá Nettó og öðrum samstarfsaðilum í boði.“

Ný dagsetning verður tilkynnt fljótlega og segir Þórhallur að enginn eigi að þurfa að missa af Fjölskyldubingóinu. Það verði kynnt rækilega þegar ný dagsetning verður staðfest. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×