Viðar fyrir samningafundinn: „Boltinn er svolítið hjá borginni“ Atli Ísleifsson skrifar 3. febrúar 2020 07:50 Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, segist vera jákvæður fyrir fundinn og reiðubúinn að hlusta. vísir/vilhelm Samninganefndir Eflingar og Reykjavíkurborgar koma saman á fundi hjá sáttasemjara klukkan níu í dag. Að óbreyttu hefjast verkfallsaðgerðir Eflingarfólks í borginni í hádeginu á morgun. Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, segir í samtali við Vísi að samninganefnd Eflingar fari jákvæð inn á fundinn og vera reiðubúna hlusta. „Boltinn er svolítið hjá borginni eins og staðan er núna.“ Hann segir ekki mjög líklegt að samningar muni nást í dag en að samninganefndin bindi vonir við að samninganefnd borgarinnar „komi með einhvern viðræðugrundvöll“. Sjái Eflingarfólk það verði það svo skoðað í kjölfarið hvort gripið verði til þess að fresta verkfallsaðgerðum. Hann á þó von á fremur stuttum fundi. Sjá einnig: Svona verða áhrifin af verkfallsaðgerðum Eflingarfólks í borginni Ljóst er að fyrirhugaðar verkfallsaðgerðir muni hafa umtalsverð áhrif á borgarbúa. Komi til verkfalla er ljóst að það mun hafa mest áhrif á „leikskóla- og velferðarþjónustu á vegum borgarinnar auk sorphirðu, vetrarþjónustu og umhirðu borgarlandsins,“ líkt og segir í tilkynningu frá borginni sem barst fyrir helgi. Starfsfólk Eflingar telur um 1.850 af um níu þúsund starfsmönnum borgarinnar. Eflingarfólk starfar í fjölbreyttum störfum á 129 starfsstöðum hjá Reykjavíkurborg. Um þúsund starfa á skóla- og frístundasviði, þar af mikill meirihluti í leikskólunum. Þá starfa um sjö hundruð úr Eflingu við velferðarþjónustu borgarinnar. Kjaramál Reykjavík Verkföll 2020 Tengdar fréttir Fátt virðist geta komið í veg fyrir verkföll Eflingarfólks í borginni Þúsund leikskólastarfsmenn munu leggja niður störf strax á þriðjudag sem mun hafa mikil áhrif á leikskóla borgarinnar, og munu einhverjir þeirra að líkindum þurfa að loka vegna manneklu. 31. janúar 2020 14:12 Svona verða áhrifin af verkfallsaðgerðum Eflingarfólks í borginni Ljóst má vera að fyrirhugaðar verkfallsaðgerðir Eflingarfólks mun hafa umtalsverð áhrif á borgarbúa en fyrstu aðgerðir hefjast á hádegi á þriðjudaginn. 31. janúar 2020 14:50 Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Hitnar undir feldi Péturs Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Fleiri fréttir Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Sjá meira
Samninganefndir Eflingar og Reykjavíkurborgar koma saman á fundi hjá sáttasemjara klukkan níu í dag. Að óbreyttu hefjast verkfallsaðgerðir Eflingarfólks í borginni í hádeginu á morgun. Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, segir í samtali við Vísi að samninganefnd Eflingar fari jákvæð inn á fundinn og vera reiðubúna hlusta. „Boltinn er svolítið hjá borginni eins og staðan er núna.“ Hann segir ekki mjög líklegt að samningar muni nást í dag en að samninganefndin bindi vonir við að samninganefnd borgarinnar „komi með einhvern viðræðugrundvöll“. Sjái Eflingarfólk það verði það svo skoðað í kjölfarið hvort gripið verði til þess að fresta verkfallsaðgerðum. Hann á þó von á fremur stuttum fundi. Sjá einnig: Svona verða áhrifin af verkfallsaðgerðum Eflingarfólks í borginni Ljóst er að fyrirhugaðar verkfallsaðgerðir muni hafa umtalsverð áhrif á borgarbúa. Komi til verkfalla er ljóst að það mun hafa mest áhrif á „leikskóla- og velferðarþjónustu á vegum borgarinnar auk sorphirðu, vetrarþjónustu og umhirðu borgarlandsins,“ líkt og segir í tilkynningu frá borginni sem barst fyrir helgi. Starfsfólk Eflingar telur um 1.850 af um níu þúsund starfsmönnum borgarinnar. Eflingarfólk starfar í fjölbreyttum störfum á 129 starfsstöðum hjá Reykjavíkurborg. Um þúsund starfa á skóla- og frístundasviði, þar af mikill meirihluti í leikskólunum. Þá starfa um sjö hundruð úr Eflingu við velferðarþjónustu borgarinnar.
Kjaramál Reykjavík Verkföll 2020 Tengdar fréttir Fátt virðist geta komið í veg fyrir verkföll Eflingarfólks í borginni Þúsund leikskólastarfsmenn munu leggja niður störf strax á þriðjudag sem mun hafa mikil áhrif á leikskóla borgarinnar, og munu einhverjir þeirra að líkindum þurfa að loka vegna manneklu. 31. janúar 2020 14:12 Svona verða áhrifin af verkfallsaðgerðum Eflingarfólks í borginni Ljóst má vera að fyrirhugaðar verkfallsaðgerðir Eflingarfólks mun hafa umtalsverð áhrif á borgarbúa en fyrstu aðgerðir hefjast á hádegi á þriðjudaginn. 31. janúar 2020 14:50 Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Hitnar undir feldi Péturs Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Fleiri fréttir Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Sjá meira
Fátt virðist geta komið í veg fyrir verkföll Eflingarfólks í borginni Þúsund leikskólastarfsmenn munu leggja niður störf strax á þriðjudag sem mun hafa mikil áhrif á leikskóla borgarinnar, og munu einhverjir þeirra að líkindum þurfa að loka vegna manneklu. 31. janúar 2020 14:12
Svona verða áhrifin af verkfallsaðgerðum Eflingarfólks í borginni Ljóst má vera að fyrirhugaðar verkfallsaðgerðir Eflingarfólks mun hafa umtalsverð áhrif á borgarbúa en fyrstu aðgerðir hefjast á hádegi á þriðjudaginn. 31. janúar 2020 14:50