13 þúsund manns fylgdust með brúðkaupinu á Snapchat Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 18. ágúst 2016 14:21 Snapchat stjarnan og blaðamaðurinn Guðrún Veiga Guðmundsdóttir giftist Guðmundi Þór Valssyni við fallega athöfn í Eskifjarðarkirkju um síðastliðna helgi. Brúðurin klæddist fagurgulum, sérsaumuðum kjól og nammibar var í veislunni. Þetta og fleira sáu um 13 þúsund áhorfendur í gegnum Snapchat aðgang Guðrúnar Veigu. Guðrún Veiga er einn vinsælasti snappari landsins en hún byrjaði að nota forritið af fullum krafti í október á síðasta ári. „Fjöldi fylgjenda hefur aukist jafnt og þétt, mér að sjálfsögðu til mikillar gleði og yndisauka,” segir Guðrún Veiga í samtali við Vísi. „Stundum þjáist ég af svolitlum frammistöðukvíða en hann er nokkuð fljótur að gleymast þegar ég kemst í gírinn og það kjaftar á mér hver tuska. Óþarflega margar og óritskoðaðar tuskur kannski!”Mynd/Ólafur Höskuldur ÓlafssonKynntust í gleðskap á Reyðarfirði Guðrún Veiga og Guðmundur Þór, sem fylgjendur snappsins þekkja betur sem Tusku-Brand, kynntust í gleðskap á Reyðarfirði fyrir tíu árum síðan, en þau eru bæði að austan. „Ég er frá Eskifirði og sótti hann í næsta fjörð, en hann er frá Reyðarfirði,” segir Guðrún Veiga. Þau ákváðu að gifta sig síðasta haust. Fylgjendur Guðrúnar Veigu hafa fengið að fylgjast með undirbúningi brúðkaupsins og svo var athöfnin og veislan einnig í beinni útsendingu. Um 13 þúsund manns horfðu á brúðkaup þeirra hjóna. „Það voru í kringum 13 þúsund manns búnir að horfa þegar ég skoðaði áhorfstölur seinnipartinn á sunnudag, tæplega sólarhring eftir brúðkaup. Ég var að vísu sjálf búin að horfa á atburðinn sirka 13 þúsund sinnum, svona eftir á, en við skulum vona að Snapchat telji bara hvern og einn áhorfanda einu sinni þannig að ég sé ekki að haugaljúga með þessar áhorfstölur og eigi þær alein og skuldlaust.” Guðrún Veiga segir viðbrögðin hafa verið stórkostleg. „Viðbrögðin við þessari beinu brúðkaupsútsendingu voru hreint út sagt stórkostleg og ég er enn að fara yfir þau skilaboð sem mér, tjah okkur, bárust í gegnum Snapchat. Og ég er búin að fara sirka 17 sinnum að grenja yfir orðum og myndum frá ókunnugu fólki og enn er af nógu að taka.” Mest lesið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ Lífið „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Lífið Trúlofuðu sig í laxveiði Lífið Enn veldur Britney áhyggjum Lífið „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Lífið Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Lífið Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Tónlist Herra stal hund Sunnevu og mætti með hann í Bannað að hlæja Lífið Kossaflens á klúbbnum Lífið Fleiri fréttir Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hund Sunnevu og mætti með hann í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Trúlofuðu sig í laxveiði Höfundur hinna erótísku Rutshire Chronicles-bóka látinn Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Sonur Tinu Turner látinn Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Sjá meira
Snapchat stjarnan og blaðamaðurinn Guðrún Veiga Guðmundsdóttir giftist Guðmundi Þór Valssyni við fallega athöfn í Eskifjarðarkirkju um síðastliðna helgi. Brúðurin klæddist fagurgulum, sérsaumuðum kjól og nammibar var í veislunni. Þetta og fleira sáu um 13 þúsund áhorfendur í gegnum Snapchat aðgang Guðrúnar Veigu. Guðrún Veiga er einn vinsælasti snappari landsins en hún byrjaði að nota forritið af fullum krafti í október á síðasta ári. „Fjöldi fylgjenda hefur aukist jafnt og þétt, mér að sjálfsögðu til mikillar gleði og yndisauka,” segir Guðrún Veiga í samtali við Vísi. „Stundum þjáist ég af svolitlum frammistöðukvíða en hann er nokkuð fljótur að gleymast þegar ég kemst í gírinn og það kjaftar á mér hver tuska. Óþarflega margar og óritskoðaðar tuskur kannski!”Mynd/Ólafur Höskuldur ÓlafssonKynntust í gleðskap á Reyðarfirði Guðrún Veiga og Guðmundur Þór, sem fylgjendur snappsins þekkja betur sem Tusku-Brand, kynntust í gleðskap á Reyðarfirði fyrir tíu árum síðan, en þau eru bæði að austan. „Ég er frá Eskifirði og sótti hann í næsta fjörð, en hann er frá Reyðarfirði,” segir Guðrún Veiga. Þau ákváðu að gifta sig síðasta haust. Fylgjendur Guðrúnar Veigu hafa fengið að fylgjast með undirbúningi brúðkaupsins og svo var athöfnin og veislan einnig í beinni útsendingu. Um 13 þúsund manns horfðu á brúðkaup þeirra hjóna. „Það voru í kringum 13 þúsund manns búnir að horfa þegar ég skoðaði áhorfstölur seinnipartinn á sunnudag, tæplega sólarhring eftir brúðkaup. Ég var að vísu sjálf búin að horfa á atburðinn sirka 13 þúsund sinnum, svona eftir á, en við skulum vona að Snapchat telji bara hvern og einn áhorfanda einu sinni þannig að ég sé ekki að haugaljúga með þessar áhorfstölur og eigi þær alein og skuldlaust.” Guðrún Veiga segir viðbrögðin hafa verið stórkostleg. „Viðbrögðin við þessari beinu brúðkaupsútsendingu voru hreint út sagt stórkostleg og ég er enn að fara yfir þau skilaboð sem mér, tjah okkur, bárust í gegnum Snapchat. Og ég er búin að fara sirka 17 sinnum að grenja yfir orðum og myndum frá ókunnugu fólki og enn er af nógu að taka.”
Mest lesið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ Lífið „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Lífið Trúlofuðu sig í laxveiði Lífið Enn veldur Britney áhyggjum Lífið „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Lífið Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Lífið Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Tónlist Herra stal hund Sunnevu og mætti með hann í Bannað að hlæja Lífið Kossaflens á klúbbnum Lífið Fleiri fréttir Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hund Sunnevu og mætti með hann í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Trúlofuðu sig í laxveiði Höfundur hinna erótísku Rutshire Chronicles-bóka látinn Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Sonur Tinu Turner látinn Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Sjá meira