13 þúsund manns fylgdust með brúðkaupinu á Snapchat Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 18. ágúst 2016 14:21 Snapchat stjarnan og blaðamaðurinn Guðrún Veiga Guðmundsdóttir giftist Guðmundi Þór Valssyni við fallega athöfn í Eskifjarðarkirkju um síðastliðna helgi. Brúðurin klæddist fagurgulum, sérsaumuðum kjól og nammibar var í veislunni. Þetta og fleira sáu um 13 þúsund áhorfendur í gegnum Snapchat aðgang Guðrúnar Veigu. Guðrún Veiga er einn vinsælasti snappari landsins en hún byrjaði að nota forritið af fullum krafti í október á síðasta ári. „Fjöldi fylgjenda hefur aukist jafnt og þétt, mér að sjálfsögðu til mikillar gleði og yndisauka,” segir Guðrún Veiga í samtali við Vísi. „Stundum þjáist ég af svolitlum frammistöðukvíða en hann er nokkuð fljótur að gleymast þegar ég kemst í gírinn og það kjaftar á mér hver tuska. Óþarflega margar og óritskoðaðar tuskur kannski!”Mynd/Ólafur Höskuldur ÓlafssonKynntust í gleðskap á Reyðarfirði Guðrún Veiga og Guðmundur Þór, sem fylgjendur snappsins þekkja betur sem Tusku-Brand, kynntust í gleðskap á Reyðarfirði fyrir tíu árum síðan, en þau eru bæði að austan. „Ég er frá Eskifirði og sótti hann í næsta fjörð, en hann er frá Reyðarfirði,” segir Guðrún Veiga. Þau ákváðu að gifta sig síðasta haust. Fylgjendur Guðrúnar Veigu hafa fengið að fylgjast með undirbúningi brúðkaupsins og svo var athöfnin og veislan einnig í beinni útsendingu. Um 13 þúsund manns horfðu á brúðkaup þeirra hjóna. „Það voru í kringum 13 þúsund manns búnir að horfa þegar ég skoðaði áhorfstölur seinnipartinn á sunnudag, tæplega sólarhring eftir brúðkaup. Ég var að vísu sjálf búin að horfa á atburðinn sirka 13 þúsund sinnum, svona eftir á, en við skulum vona að Snapchat telji bara hvern og einn áhorfanda einu sinni þannig að ég sé ekki að haugaljúga með þessar áhorfstölur og eigi þær alein og skuldlaust.” Guðrún Veiga segir viðbrögðin hafa verið stórkostleg. „Viðbrögðin við þessari beinu brúðkaupsútsendingu voru hreint út sagt stórkostleg og ég er enn að fara yfir þau skilaboð sem mér, tjah okkur, bárust í gegnum Snapchat. Og ég er búin að fara sirka 17 sinnum að grenja yfir orðum og myndum frá ókunnugu fólki og enn er af nógu að taka.” Mest lesið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Lífið Snorri Másson leggi hornin á hilluna Lífið Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Bíó og sjónvarp Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Lífið Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Lífið Sonurinn kominn með nafn Lífið Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Lífið Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Lífið Fleiri fréttir Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Sjá meira
Snapchat stjarnan og blaðamaðurinn Guðrún Veiga Guðmundsdóttir giftist Guðmundi Þór Valssyni við fallega athöfn í Eskifjarðarkirkju um síðastliðna helgi. Brúðurin klæddist fagurgulum, sérsaumuðum kjól og nammibar var í veislunni. Þetta og fleira sáu um 13 þúsund áhorfendur í gegnum Snapchat aðgang Guðrúnar Veigu. Guðrún Veiga er einn vinsælasti snappari landsins en hún byrjaði að nota forritið af fullum krafti í október á síðasta ári. „Fjöldi fylgjenda hefur aukist jafnt og þétt, mér að sjálfsögðu til mikillar gleði og yndisauka,” segir Guðrún Veiga í samtali við Vísi. „Stundum þjáist ég af svolitlum frammistöðukvíða en hann er nokkuð fljótur að gleymast þegar ég kemst í gírinn og það kjaftar á mér hver tuska. Óþarflega margar og óritskoðaðar tuskur kannski!”Mynd/Ólafur Höskuldur ÓlafssonKynntust í gleðskap á Reyðarfirði Guðrún Veiga og Guðmundur Þór, sem fylgjendur snappsins þekkja betur sem Tusku-Brand, kynntust í gleðskap á Reyðarfirði fyrir tíu árum síðan, en þau eru bæði að austan. „Ég er frá Eskifirði og sótti hann í næsta fjörð, en hann er frá Reyðarfirði,” segir Guðrún Veiga. Þau ákváðu að gifta sig síðasta haust. Fylgjendur Guðrúnar Veigu hafa fengið að fylgjast með undirbúningi brúðkaupsins og svo var athöfnin og veislan einnig í beinni útsendingu. Um 13 þúsund manns horfðu á brúðkaup þeirra hjóna. „Það voru í kringum 13 þúsund manns búnir að horfa þegar ég skoðaði áhorfstölur seinnipartinn á sunnudag, tæplega sólarhring eftir brúðkaup. Ég var að vísu sjálf búin að horfa á atburðinn sirka 13 þúsund sinnum, svona eftir á, en við skulum vona að Snapchat telji bara hvern og einn áhorfanda einu sinni þannig að ég sé ekki að haugaljúga með þessar áhorfstölur og eigi þær alein og skuldlaust.” Guðrún Veiga segir viðbrögðin hafa verið stórkostleg. „Viðbrögðin við þessari beinu brúðkaupsútsendingu voru hreint út sagt stórkostleg og ég er enn að fara yfir þau skilaboð sem mér, tjah okkur, bárust í gegnum Snapchat. Og ég er búin að fara sirka 17 sinnum að grenja yfir orðum og myndum frá ókunnugu fólki og enn er af nógu að taka.”
Mest lesið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Lífið Snorri Másson leggi hornin á hilluna Lífið Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Bíó og sjónvarp Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Lífið Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Lífið Sonurinn kominn með nafn Lífið Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Lífið Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Lífið Fleiri fréttir Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Sjá meira