Bíó og sjónvarp

Game of Thrones: Allt í bál og brand

Samúel Karl Ólason skrifar
Aaargghh.
Aaargghh. Vísir/HBO
Jæja. Spennuspillir!Hér að neðan verður fjallað um Game of Thrones og þá sérstaklega fjórða þátt sjöundu þáttaraðar. Ef þú hefur ekki séð hann enn, eða vilt einfaldlega ekki vita neitt þá skaltu ekkert lesa lengra en þetta. Ekki það að þú megir það ekki.Hasta la vista. Baby!

Ég veit að þetta GIF kemur Game of Thrones ekkert við en, fokk it. Ég get ekki endalaust verið að láta mér detta eitthvað sniðugt í hug.via GIPHY

Eftir nokkra rólega þætti var nú heldur betur tekið á því í Westeros og nóg er að fjalla um. Ég var mjög ánægður með það að ég stóðst mátið að horfa á þáttinn, sem lak á netið í síðustu viku. Þetta var reyndar stysti þátturinn frá upphafi Game of Thrones, sem var mjög pirrandi.

Ég leit á klukkuna þegar hún var ellefu mínútur í tvö og hugsaði: „Úúúú. Minnst fimm mínútur eftir.“ Þátturinn var búinn um tuttugu sekúndum seinna.

Þrátt fyrir að þátturinn hafi verið stuttur hefur hann sett áhorfsmet og hefur hlotið almennt lof. Einhverjir ganga svo langt að tala um besta þátt Game of Thrones.

Í öllum þessum hasar fór þó ansi lítið fyrir einu atriði, sem ég tel að gæti verið mjög svo mikilvægt fyrir framvindu þáttanna, en meira um það síðar.

Þátturinn byrjaði á því að við fengum loksins að sjá og heyra í hinum sífellt hressa Bronn. Hann er einfaldlega einn af skemmtilegustu persónum Game of Thrones. Bronn fékk stóran poka af gulli í verðlaun fyrir þjónustu sína við Jaime Lannister. Hann er þó ekki ánægður og vill kastala.

Svolítil frekja ef þú spyrð mig, en hann hefur svo sem verið hliðhollur Jaime.

Eftir að þeir sigruðu Highgarden fóru þeir um The Reach og virðast vera að ræna alla á svæðinu.

The Reach er gjöfulasta hérað Konungsríkjanna sjö og hefur um langt skeið í raun verið matarkista Westeros. Veturinn er að koma og matur er því að verða verðmætari en gull.

Allt gull Highgarden, og það var ansi mikið, verður notað til þess að greiða skuldir krúnunnar við Járnbanka Braavos.

Vill nýjan her, nýjan flota, nýtt allt

Drottningin Cersei ræddi við Tycho Nestoris, útsendara bankans, sem virtist ansi viljugur til að lána krúnunni meiri peninga. Enda væri þörf á því. Cersei sagðist ætla sér að ná tökum á öllum konungsríkjunum sjö og öllum þeim sem þar búa. Til þess þyrfti hún að byggja upp nýjan her, nýjan flota og ýmislegt fleira. Þegar þættinum lauk var þó ljóst að þörf hennar fyrir nýjan her var orðin nokkuð meiri.

Í raun stjórnar hún nú bara hluta konungsríkjanna. Hún stjórnar ekki Norðrinu, The Vale og Dorne. Það liggur í raun ekki fyrir hver stjórnar The Stormlands, sem áður voru yfirráðasvæði Baratheon ættarinnar. Meðlimir hennar eru allir dauðir og því er líklegt að Cersei stjórni því einnig. Svo veit guð einn hver stjórnar The Riverlands eftir að Arya gerði útaf við Frey-ættina. Ed Sheeran kannski? Hver veit?

Til að sjá hvernig gömlu konungsríkin litu út er hægt að skoða þetta kort og haka við „Constituencies of Westeros“ hægra megin á skjánum.

Bronn er frábær.


Þá komum við aftur að litla atriðinu „sem gæti verið mjög svo mikilvægt fyrir framvindu þáttanna“.

Cersei isagði Tycho að Qyburn, hennar helsti ráðgjafi og skilgreining hugtaksins „krípí“, hefði sett sig í samband við The Golden Company, eða hinu Gullnu herdeild. Tycho sagði bankann hafa notað þá málaliða til þess að ná aftur peningum sem skuldarar bankans hefðu ekki borgað. Bankinn er í raun þekktur fyrir að velta konungum og lávörðum, sem neita að borga skuldir sínar, úr sessi. Gullna herdeildin er kjörin til þess.

Gullna herdeildin er einn af stærstu og bestu málaliðahópum Essos og var hópurinn stofnaður af Aegor Rivers, einum af bastörðum Aegon IV Targaryen. Hann stofnaði hópinn eftir að vera gerður útlægur frá Westeros eftir misheppnaða uppreisn og í honum eru um tíu þúsund atvinnuhermenn sem þekktir eru fyrir að hafa aldrei rofið samning. Meðlimir herdeildarinnar eru að mestu menn frá Westeros sem hafa verið gerðir útlægir og synir þeirra, yngri synir lávarða sem sjá ekki fram á að erfa neitt og fleiri. Málaliðarnir hafa lítið sem ekkert komið til sögu í Game of Thrones þáttunum en eru stór hluti af því sem er að gerast í bókunum.

Cersei sagðist vilja nota þá til að „endurheimta hluti“ sem tilheyrðu henni.

Það gæti þýtt ýmislegt, en sérstaklega þrír „hlutir“ koma til greina að mínu mati. Það er Norðrið, The Vale og Dragonstone. Það gæti verið mikið vesen fyrir þær persónur sem allt eðlilegt fólk hlítur að halda með. Jon Snow og Daenerys Targaryen.

Ef einhver sem les þetta er með Cersei í liði ætti viðkomandi vinsamlegast gefa sig fram við lögreglu hið snarasta.

Það er þó hægt að fyrirgefa fólki fyrir að halda með Jaime, en það hefur orðið sífellt auðveldara. Í rauninni byrjaði fólk að sjá Jaime í nýju ljósi í þessu atriði hér.


Innrás Golden Company í Norðrið væri mikið áfall fyrir Jon Snow, sem sagði í þættinum að hann gæti kannski kallað saman tíu þúsund manna her, sem væri ekki nógu gott gegn tíu þúsund atvinnuhermönnum. Sömuleiðis yrði innrás þeirra í The Vale mikið vesen fyrir Jon. Hann myndi þá missa sína helstu bandamenn, en riddarar The Vale, sem eru undir stjórn drullusokksins Petyr Baelish, þyrftu væntanlega að snúa aftur heim til að verja heimaland sitt.

Þá væri það mikið áfall fyrir Daenerys að missa höfuðstöðvar sínar í Dragonstone, en þar er nánast enginn til þess að verja kastalann.

Fyrsti rofni samningurinn?

Innkoma Gullnu herdeildarinnar í stríðin í Westeros gæti skipt sköpum fyrir Cersei, sem varð fyrir verulegu höggi í þessum þætti. Þó væri geggjað ef að þeir myndu gera innrás í Norðrið á sama tíma og Hvítgenglarnir, eða White Walkers. Þá værum við kannski kominn að því að Gullna herdeildin myndi brjóta gegn sínum fyrsta samningi. Ég er þó kominn langt fram úr mér og mögulega verður ekkert úr komu herdeildarinnar til Westeros.

Svo ég komi aðeins aftur að Bronn, þá virtist hann ekki hafa mikla trú á Cersei í hásætinu. Verður það Bronn sem fær Jaime til að sjá systur sína í réttu ljósi?

Bran er dauður

Littlefinger ræddi við Bran Stark, sem er í raun ekki Bran lengur, heldur Three Eyed Raven. Minningar Bran eru einungis agnarbrot af því sem hann man nú og persónuleiki Bran hefur tapast í öllu þessu hafi minninga.

Littlefinger gaf honum rýtinginn sem launmorðingi notaði í fyrstu þáttaröð til þess að reyna að drepa Bran þar sem hann var í dái. Catelyn Stark og Summer björguðu honum frá dauða.

Smá innskot: Það er ekki vitað hver sendi launmorðingjann til þess að drepa Bran, en í fyrstu þáttaröðinni sagði Littlefinger við Catlyn að Tyrion Lannister ætti rýtinginn. Það leiddi til þess að hún handsamaði hann og flutti til The Eyrie. Þó kemur í ljós í bókunum þegar Catelyn talar við Jaime, sem þá er fangi Robb Stark, að Robert Baratheon átti rýtinginn.

Jaime og Tyrion komast svo að þeirri niðurstöðu seinna meir og í bókunum að líklegast var það fávitinn Joffrey Baratheon sem sendi launmorðingjann á eftir Bran, einfaldlega af því að hann var fáviti, og spilaði hann þar óaðvitandi stóra rullu í því að hefja stríð konunganna fimm.

Littlefinger mun einnig hafa haldið á þessum sama rýtingi að hálsinum á Eddard Stark þegar hann sveik hann í Kings Landing. (Guð minn góður hvað þetta myndband endar pirrandi. Drullusokkur.)


Það er skiljanlegt að Littlefinger viti ekki alveg hvað sé að gerast með Bran og vilji reyna að átta sig á honum. Mikið rosalega var samt gaman að sjá Littlefinger sleginn út af laginu.

„Chaos is a ladder“ Bran þurfti ekki að segja meira.

Það er ekki ólíklegt að einhverjir viti ekki af hverju þetta sló drullusokkinn út af laginu. Þetta var tilvitnun í frábært atriði úr þriðju þáttaröð þar sem Varys og Littlefinger voru að ræða saman.

Varys varaði við því að óreiða (Chaos) væri pyttur sem gleypti fólk í heilu lagi og þeir ættu að forðast slíkt. Þá hélt Littlefinger mikla ræðu um það að óreiða væri ekki pyttur. Óreiða væri stigi.

Þar sem að þetta var einkasamtal Littlefinger og Varys er svo sem ekkert skrítið að þetta skuli koma honum á óvart.

Allir með stál frá Valyria

Bran gaf Aryu Stark rýtinginn og nú er bæði Arya, sem er loks komin heim, og Jon með vopn úr stáli frá Valyria sem virkar vel á hina dauðu og Hvítgengla. Fyrr í þessari þáttaröð sást mynd af rýtingnum í bók sem Samwell Tarly var að fletta í gegnum. Það þýðir væntanlega að þetta sé mjög mikilvægur rýtingur, einhverra hluta vegna. Það mun vonandi koma í ljós.

Svo er spurning hvað Bran sjái í framtíð Aryu. Veit hann að hún mun þurfa að berjast við hina dauðu? Það gæti verið.

Öll eftirlifandi Stark-börnin eru nú í Winterfell, sem og Jon bróðir (en samt frændi) þeirra. Þó hann sé staddur á Dragonstone.

Sansa Stark á í erfiðleikum með að átta sig á Bran og Aryu, sem eru bæði allt aðrar manneskjur en hún man eftir. Sansa er reyndar líka allt önnur en hún var og það sama má segja um Jon. Bran og Arya eru þó gædd ákveðnum hæfileikum sem þau hafa lítið sem ekkert vilja sagt Sönsu frá. Allavega ekki í mynd.OG AF HVERJU Í ÓSKÖPUNUM SEGIR BRAN ÞEIM EKKI FRÁ ÞVÍ SEM LITTLEFINGER HEFUR GERT? ARGH. Mögulega (Vonandi) gæti Varys sagt eitthvað við Jon. Hann var í Kings Landing þegar Littlefinger sveik Ned. Ég er endalaust að leita að því að Littlefinger fái að kenna á því.


Arya er nagli

Æfingin á milli Aryu og Brienne frá Tarth var helvíti flott og eins og samskipti hans við Bran, virtist Littlefinger eiga erfitt með að átta sig á því hvað væri í gangi.

Arya vildi lítið segja Sönsu frá listanum sínum, annað en að flestir á honum væru dauðir. Þeir eru það svo sannarlega, en margir þeirra dóu áður en Arya fékk tækifæri á að myrða þá.

Á listanum hennar Aryu voru: Cersei, Fjallið, Melisandre, Beric Dondarrion og Thoros of Myr, Ilyn Payne, Hundurinn, Walder Frey, Meryn Trant, Joffrey, Tywin Lannister, Polliver og Rorge.

Af þeim eru bara Cersei, Melisandre, Dondarion, Thoros, Ilyn Payne, Fjallið og Hundurinn eftir lifandi. Arya strokaði Hundinn reyndar af listanum þegar hún skildi hann eftir nærri því dauðan einhversstaðar á Íslandi í fjórðu þáttaröð. Reyndar var þetta í Vale, en þetta var tekið upp á Íslandi.

Ég er ekki viss hvar, en sjá má bardaga Brienne og Hundsins hér og atriðið þegar Arya skildi Hundinn eftir hér.

Efnilegir endurfundir

Hundurinn dó auðvitað ekki og er nú kominn aftur á kreik. Hann er með þeim Dondarion og Thoros og á leið til Winterfell. Það verður forvitnilegt að sjá hvað gerist þegar þeir mæta. Hundurinn var á listanum fyrir að hafa drepið Mycha í fyrstu þáttaröðinni. Dondarion og Thoros eru á listanum fyrir að svíkja Gendry og selja hann til Melisandre, sem er á listanum fyrir að hafa keypt hann.

Myndbandið hér að neðan er úr þriðju þáttaröð og er nokkuð langt, en það er mjög áhugavert og útskýrir af hverju Dondarion, Thoros og Melisandre eru á lista Aryu. Þá varpar það ljósi á markmið þeirra og R'hllor. Þeir eiga eftir að koma aftur að sögu seinna í þessari þáttaröð. Þá spáir Melisandre fyrir Aryu um að hún muni drepa slatta af fólki og að þær myndu hittast aftur.

Það er ekki langt síðan Melisandre sagði Varys að hún myndi koma einu sinni aftur til Westeros, eingöngu til þess að deyja. Mögulega verður það Arya sem að drepur hana.

Neistar á milli frændsystkina?

Jon er enn að tjilla á Dragonstone og safna hrafntinnu eða Dragonglass, og hann fann nokkuð áhugaverðar teikningar í hellinum. Þar sáum við mikið af teikningum og mynstrum sem við höfum séð áður. Myndirnar voru teiknaðar af bæði Börnum skógarins og Fyrstu mönnunum, sem börðust saman gegn Hvítgenglunum, fyrir um átta þúsund árum síðar.

David Benioff segir í myndbandi sem HBO birti eftir að þættinum lauk að mynstur þessi þjóni dularfullum tilgangi fyrir Börn skógarins og greinilega gera þau það fyrir Hvítgenglana einnig.

Benioff vildi þó ekki segja til um hver sá tilgangur væri og mögulega veit hann það ekki einu sinni.

Í hellinum fann Jon einnig teikningu af Hvítgenglum sem hann sýndi Daenerys og hún virtist semi-trúa honum.

Jon hefur reyndar góða reynslu af því að vera með stelpum í dimmum hellum.

Hún bað hann aftur um að „beygja hnéð“ eins og það er kallað og lýsa yfir hollustu við sig. Hún beitti meira að segja sömu rökum og hann gerði gegn Mance Rayder, konungnum norðan við Vegginn, á sínum tíma.

„Er stolt þitt mikilvægara en líf þegna þinna,“ eða eitthvað svoleiðis.

Það er nokkur saga á bak við bandalag Barnanna og Fyrstu mannanna, sem við fengum frekari upplýsingar um í síðustu þáttaröð. Lengi vel voru Börnin og risarnir einu íbúar Westeros. Svo komu mennirnir og fóru að höggva niður helga skóga Barnanna og drepa þau. Börnin voru að tapa og bjuggu til vopn. Hvítgenglana.

Þeir snerust þó gegn sköpurum sínum, og öllum öðrum, og Langa nóttin skall á. Því þurftu Börnin og mennirnir að taka höndum saman og stöðva dómsdag. Þar komum við aftur að Azor Ahai og öllu því, yada yada.

Mögulega (Vonandi) munum við fá að vita meira um uppruna Hvítgengla í þessari þáttaröð þar sem Bran veit þetta væntanlega allt saman.

Í þættinum fengu við einnig að líta enn einn endurfundinn og þessi var sá vandræðalegasti hingað til.

Theon Greyjoy fór helvíti illa með Stark fjölskylduna á sínum tíma. Robb Stark sendi hann heim til Járneyjanna og hann hét því að vinna stuðning föður síns við hið nýja konungsríki Robb. Hann var þó einungis búinn að vera í smá stund heima þegar hann sveik Robb og endaði á því að hertaka Winterfell og drepa þar fullt af fólki.

Hernám Winterfell var í rauninni upphafið af dauða Robb og mjög margra annarra í Rauða brúðkaupinu.

Theon var mættur aftur til Dragonstone til þess að fá hjálp Daenerys til að bjarga systur sinni Yöru frá frænda þeirra Euron, hinum klikkaða.

Það er svo sem ágætis hugmynd, en gæti verið erfitt að framkvæma. Euron gæti verið hvar sem er en líklegast er hann á leiðinni með Yöru til Pyke. Framtíð hennar er líklegast ekki björt.

Drottningin gat þó ekki komið Theon til aðstoðar þar sem hún fór á Drogon til að heilsa upp á Jaime og félaga. Þá komum við að orrustunni, sem var líklega betri og flottari en Orrusta bastarðanna. Drogon skákar Wun Weg Wun Dar Wun allan daginn.Eftir langa bið eru drekarnir mættir til Westeros (allavega einn þeirra) og þeir eru brjálaðir. Áður en Drogon mætti var Bronn viss um að hjörðin af Dothraki sem stefndi í áttina að þeim myndi sigra þá auðveldlega. Jaime var ekki jafn viss, en það breyttist þegar Drogon mætti.

Lannister og Tarly-herinn átti ekki möguleika.

Það sem hefur þó vakið mikla athygli er hve stór og umfangsmikil þessi orrusta var og hvað framleiðsla hennar er mögnuð.

Hér að neðan má sjá starfsmenn HBO ræða upptökurnar og þau miklu vandamál sem þurfti að leysa. Meðal annars var sett met í fjölda áhættuleikara sem kveikt hefur verið í við framleiðslu bæði sjónvarpsþátta og kvikmynda.

Það eru nokkrar spurningar sem vakna aftir orrustuna. Sú fyrsta er: Af hverju á Daenerys ekki einhvers konar drekasöðul?

Það getur varla verið svo mikið vesen að búa slíkt til og þá þyrfti hún ekki að hanga á Drogon eins og illa gerður hlutur.

Er Jaime dauður?

Líklegast ekki. Hann á eftir að segja Cersei frá því að Olenna drap Joffrey og svo á hann auðvitað eftir að drepa Cersei.

Verður Bronn aldrei þreyttur á því að bjarga Lannisterum?

Líklega, jú.

Af hverju í ósköpunum brenndi Daenerys allan matinn sem Jaime hafði stolið frá Highgarden og The Reach?

Veturinn er kominn og matur að verða dýrmætari en gull. Hún var nýbúinn að kvarta yfir því að herinn hennar hefði ekkert að borða. Ég skil þetta ekki.

Lét Qyburn bara búa til einn stóran lásboga?

Það er hæpið. Þeir virðast þó ekki virka neitt brjálaðslega vel gegn drekum. Allavega ekki Drogon. Viserion og Rhaegal eru reyndar nokkuð minni og mögulega gæti svona skot drepið þá.

Verður það Tyrion sem að bjargar Jaime frá drukknun?

Solid def. Ef Bronn gerir það ekki.

Hvað varð um Randyll og Dickon (tíhí) Tarly?

Randyll sást ekkert í orrustunni og Dickon sást lítið sem ekkert. Hann bjargaði lífi Jaime og búið. Vonandi eru þeir ekki dauðir. Randyll má svo sem vera dauður, hann virtist mega fúll þegar hann fékk ekki að húðstrýkja hermenn sína, en Dickon er voða kammó gaur.

Hvernig í ósköpunum geta framleiðendur HBO toppað þessa orrustu?

Þegar stórt er spurt. Það verður spennandi að sjá.


Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.