Fótbolti

Bundesligan gæti byrjað 9. maí

Anton Ingi Leifsson skrifar
Coutinho hefur átt erfitt uppdráttar hjá Bayern München.
Coutinho hefur átt erfitt uppdráttar hjá Bayern München. vísir/getty

Pólitíkusar í Þýskalandi hafa gefið það til að kynna að þýska úrvalsdeildin í knattspyrnu gæti snúið aftur þann 9. maí þrátt fyrir kórónuveirufaraldurinn.

Níu umferðir eru eftir í þýsku úrvalsdeildinni en stjórnmálamaðurinn Markus Soder sagði í samtali við Bild að búið væri að fara yfir ansi margar sviðsmyndir.

„Ég gæti ímyndað mér að við gætum spilað bakvið luktar dyr. Leikir með áhorfendur eru ólíklegir þar sem fyrsta skrefið er að spila án áhorfenda,“ sagði Soder við Bild.

„Það er hugsanlegt að við gætum byrjað að spila 9. maí. Það er klárt að það er auðveldara að komast í gegnum helgi með fótbolta í staðinn fyrir enginn fótbolta.“

Bayern Munchen er með fjögurra stiga forskot á erkifjendur sína í Borussia Dortmund en Leipzig er í 3. sætinu, stigi á eftir Dortmund.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×