Sport

Ólympíuleikarnir í Tókýó hefjast 23. júlí 2021

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ólympíuleikunum í Tókýó var frestað vegna kórónuveirufaraldursins.
Ólympíuleikunum í Tókýó var frestað vegna kórónuveirufaraldursins. vísir/getty

Ákveðið hefur verið að Ólympíuleikarnir í Tókýó hefjist 23. júlí á næsta ári. Þeim lýkur 8. ágúst.

Alþjóða ólympíunefndin og framkvæmdanefnd Ólympíuleikanna sendi frá sér yfirlýsingu þess efnis í dag.

Ólympíuleikarnir í Tókýó áttu að fara fram dagana 24. júlí til 9. ágúst 2020. Þeim var hins vegar frestað vegna kórónuveirufaraldursins.

Þetta er í fyrsta sinn sem Ólympíuleikum er frestað. Þeim var þrisvar sinnum aflýst á meðan fyrri og seinni heimsstyrjaldirnar stóðu yfir.

Einnig hefur verið ákveðið hvenær Ólympíumót fatlaðra fer fram. Það á að hefjast 24. ágúst og ljúka 5. september.

Anton Sveinn McKee er eini Íslendingurinn sem hefur tryggt sér þátttökurétt á Ólympíuleikunum í Tókýó. Hann heldur keppnisrétti sínum þótt Ólympíuleikarnir hafi verið færðir fram um eitt ár.

Þetta verður í annað sinn sem Ólympíuleikarnir fara fram í Tókýó. Borgin hélt einnig Ólympíuleikana 1964.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.