Herða reglur um sóttkví í Færeyjum Sylvía Hall skrifar 29. mars 2020 21:51 Reglurnar eru nú sambærilegar þeim sem gilda hér á landi að sögn Shahin Gaini, smitsjúkdómalæknis í Færeyjum. Vísir/Getty Færeyingar hertu í gær reglur um sóttkví á eyjunum. Nú þarf einstaklingur að vera í sóttkví í fjórtán daga eftir að hann greinist með kórónuveiruna, óháð því hvenær hann fann síðast fyrir einkennum. Áður þurftu einstaklingar aðeins að vera í sóttkví í 48 klukkustundir frá því að þeir fundu síðast fyrir einkennum. Á vef Heilbrigðisráðuneytis Færeyja kemur fram að þetta hafi verið ákveðið eftir að nýjar rannsóknir bentu til þess að þú getir smitað í lengri tíma eftir að hafa fundið fyrir síðustu sjúkdómseinkennum. Með því að herða á reglunum er nú horfið frá þeim reglum sem gilda í Danmörku en þær þóttu ekki henta aðstæðum í Færeyjum eins og er. Reglurnar eru nú sambærilegar þeim sem gilda hér á landi Á vef Kringvarpsins er rætt við Shahin Gaini smitsjúkdómalækni í Færeyjum. Hann segir stöðuna síbreytilega og því þurfi að endurmeta hana reglulega en honum þykir Danir vera of frjálslegir í sinni nálgun. Því henti þær reglur ekki Færeyingum lengur, en 159 smit hafa verið staðfest á eyjunum. Hann segir þessar sóttvarnaraðgerðir sem nú verður notast við vænlegri til árangurs og bendir á að Ísland og Noregur styðjist við svipaða aðferð sem hafi reynst vel. „Það lítur út fyrir að þau hafi stjórn á aðstæðunum, bæði í Noregi og Íslandi, og við viljum meina að við höfum það líka hér í Færeyjum,“ sagði Gaini. Samkvæmt nýjustu upplýsingum hafa verið tekin sýni úr 7,4% Færeyinga og er það hæsta hlutfall sem þekkist á heimsvísu. Til samanburðar hafa verið tekin sýni úr 4,25% þjóðarinnar hér heima. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Færeyjar Tengdar fréttir 72 smitaðir í Færeyjum Alls hafa nú 72 manns greinst með kórónuveirusmit í Færeyjum. 19. mars 2020 10:01 Staðfesta smit í færeyskum Frakklandsfara Kórónuveiran er komin til Færeyja en yfirvöld þar í landi greindu frá því fyrir stundu að einn Færeyingur hafi greinst með veiruna eftir ferð til Parísar í Frakklandi. 4. mars 2020 09:27 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Fleiri fréttir Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Sjá meira
Færeyingar hertu í gær reglur um sóttkví á eyjunum. Nú þarf einstaklingur að vera í sóttkví í fjórtán daga eftir að hann greinist með kórónuveiruna, óháð því hvenær hann fann síðast fyrir einkennum. Áður þurftu einstaklingar aðeins að vera í sóttkví í 48 klukkustundir frá því að þeir fundu síðast fyrir einkennum. Á vef Heilbrigðisráðuneytis Færeyja kemur fram að þetta hafi verið ákveðið eftir að nýjar rannsóknir bentu til þess að þú getir smitað í lengri tíma eftir að hafa fundið fyrir síðustu sjúkdómseinkennum. Með því að herða á reglunum er nú horfið frá þeim reglum sem gilda í Danmörku en þær þóttu ekki henta aðstæðum í Færeyjum eins og er. Reglurnar eru nú sambærilegar þeim sem gilda hér á landi Á vef Kringvarpsins er rætt við Shahin Gaini smitsjúkdómalækni í Færeyjum. Hann segir stöðuna síbreytilega og því þurfi að endurmeta hana reglulega en honum þykir Danir vera of frjálslegir í sinni nálgun. Því henti þær reglur ekki Færeyingum lengur, en 159 smit hafa verið staðfest á eyjunum. Hann segir þessar sóttvarnaraðgerðir sem nú verður notast við vænlegri til árangurs og bendir á að Ísland og Noregur styðjist við svipaða aðferð sem hafi reynst vel. „Það lítur út fyrir að þau hafi stjórn á aðstæðunum, bæði í Noregi og Íslandi, og við viljum meina að við höfum það líka hér í Færeyjum,“ sagði Gaini. Samkvæmt nýjustu upplýsingum hafa verið tekin sýni úr 7,4% Færeyinga og er það hæsta hlutfall sem þekkist á heimsvísu. Til samanburðar hafa verið tekin sýni úr 4,25% þjóðarinnar hér heima.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Færeyjar Tengdar fréttir 72 smitaðir í Færeyjum Alls hafa nú 72 manns greinst með kórónuveirusmit í Færeyjum. 19. mars 2020 10:01 Staðfesta smit í færeyskum Frakklandsfara Kórónuveiran er komin til Færeyja en yfirvöld þar í landi greindu frá því fyrir stundu að einn Færeyingur hafi greinst með veiruna eftir ferð til Parísar í Frakklandi. 4. mars 2020 09:27 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Fleiri fréttir Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Sjá meira
72 smitaðir í Færeyjum Alls hafa nú 72 manns greinst með kórónuveirusmit í Færeyjum. 19. mars 2020 10:01
Staðfesta smit í færeyskum Frakklandsfara Kórónuveiran er komin til Færeyja en yfirvöld þar í landi greindu frá því fyrir stundu að einn Færeyingur hafi greinst með veiruna eftir ferð til Parísar í Frakklandi. 4. mars 2020 09:27