Sport

Dag­­skráin í dag: Domin­os Körfu­­bolta­­kvöld í nýjum búning, magnaðar rimmur Grinda­víkur og KR og Ís­lands­­meistara­­titill Sel­­foss

Anton Ingi Leifsson skrifar
Kjartan Atli og félagar verða á skjám landsmanna í kvöld.
Kjartan Atli og félagar verða á skjám landsmanna í kvöld. vísir/vilhelm

Beinum útsendingu frá íþróttaviðburðum hefur snarfækkað vegna útbreiðslu kórónuveirunnar eins og gefur að skilja. Til að mæta því hafa Stöð 2 Sport og hliðarrásir verið dagskrársettar með nýju dagskrárefni og endursýningum af safnefni til að stytta íþróttaþyrstum stundirnar.

Dagurinn á Stöð 2 Sport byrjar með þáttaröðinni Goðsagnir en í þáttaröðinni eru rifjaðar upp níu goðsagnir í sögu efstu deildar. Einnig verður sýnt 1 á 1 viðtal með Eiði Smára og margt fleira.

Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.

Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.

Í kvöld er svo boðið upp á körfuboltaveislu. Kjartan Atli Kjartansson fær þá Heimir Karlsson, Einar Bollason og Valtý Björn Valtýsson í Dominos Körfuboltakvöld og þeir rifja upp NBA-æðið á Íslandi í kringum 1990. Það verður NBA-veisla frá 20 fram eftir miðnætti eins og má sjá hér að neðan.

Stöð 2 Sport 2

Við höldum áfram að sýna frábæra handboltaleiki á Stöð 2 Sport 2. Leikir úr átta liða, undanúrslitum og úrslitunum frá síðustu leiktíð má sjá á rásinni. Fyrsti leikurinn hest klukkan 10.00 og annáll 2019 fer svo í loftið klukkan 22.10. í kjölfarið verður sýnd frábær heimildarmynd um Alfreð Gíslason.

Stöð 2 Sport 3

Ef að það er handboltaveisla á Stöð 2 Sport 2 þá er algjör körfuboltaveisla á Stöð 2 Sport 3. Rifjaðar eru upp skemmtilegar rimmur frá síðustu tímabilum þar sem ekki verður nein úrslitakeppni í ár vegna kórónuveirunnar. Meðal leikja sem verða rifjaðir upp eru rimmur KR og Grindavíkur frá 2014 og 2017.

Stöð 2 eSport

Rafíþróttirnar halda áfram að rúlla á Stöð 2 eSport. League of Legends, Counter Strike og landsleikir í eFótbolta er meðal annars á dagskrá þar í dag sem og útsending frá úrslitakvöldi KARDS World Championship.

Stöð 2 Golf

Á Golfstöðinni eru fjórar útsendingar á dagskránni í dag. Það helsta frá PGA-mótunum, sýnt verður frá opna bandaríska í kvennaflokki frá árinu 2018 og 2019 sem og útsending frá lokadegi 3M Open á PGA mótaröðinni.

Alla dagskrá dagsins má sjá á heimasíðu Stöðvar 2.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×