„Virðumst vera frekar að stefna í svartsýnu spána“ Eiður Þór Árnason skrifar 22. mars 2020 16:35 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Vísir/vilhelm Nokkur aukning hefur verið í fjölda nýgreindra kórónuveirusmita hér á landi síðustu daga og náði aukningin hámarki í gær þegar 95 smit bættust við á einum sólarhring. Hópur vísindamanna frá Háskóla Íslands, Embætti Landlæknis og Landspítala kynntu fyrir helgi fyrsta spálíkanið um líklega þróun COVID-19 faraldursins á Íslandi. Þar voru settar fram tvær meginspár, líklegustu spá og svartsýn spá. Aðspurður um það á upplýsingafundinum í dag hvort þessar nýju smittölur færi okkur nær svartsýnu spánni sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir að svo virðast vera. Þó bæri að taka því með fyrirvara þar sem margt geti enn breyst. „Við eigum eftir að sjá líkanið og tölur milli daga geta breytt líkaninu töluvert. Eins og tölurnar eru núna þá virðumst við vera frekar að stefna í svartsýnu spána en það getur bara margt breyst og línurnar á þessu stigi málsins liggja bara mjög nálægt hvor annarri. Svo það þarf ekki mikið til að hreyfa spánna í aðra átt. Þannig er bara staðan í dag.“ Sjá einnig: Stýrir Covid-teymi Landspítalans: Ætla að vera búin undir svartsýnustu spár Fram kom á fundinum í dag að allar áætlanir heilbrigðisyfiralda og almannavarna miði að því að undirbúa kerfið vel undir svartsýnu spánna. Hið sama kom skýrt fram í máli Ragnars Freys Ingvarssonar, læknis sem fer fyrir Covid19-teymi Landspítalans, nú fyrir helgi. „Ef svartsýnustu spár reynast sannar, þá ætlum við að vera tilbúin fyrir það.“ Þá sagðist hann aldrei hafa séð viðlíka samvinnu og þá sem sé í gangi á Landspítalanum þessa dagana. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Svona var tuttugasti og annar upplýsingafundurinn vegna kórónuveirunnar Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra boðaði til upplýsingafundar vegna kórónuveiru klukkan 14. 22. mars 2020 13:42 568 staðfest smit: Aldrei verið eins mikil aukning á einum sólarhring Staðfest kórónuveirusmit hér á landi eru nú orðin 568, samkvæmt nýuppfærðum tölum. Staðfest smit voru í gær 473 talsins og hefur þeim því fjölgað um 95 frá því að síðast var greint frá fjölda smita. 22. mars 2020 11:00 Sextán bætast í hóp smitaðra í Eyjum og einn fluttur á sjúkrahús Alls hafa nú 27 tilfelli kórónuveirunnar greinst í Vestmannaeyjum eftir að sextán bættust í hóp smitaðra í gær. 22. mars 2020 07:34 Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Innlent Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Sjá meira
Nokkur aukning hefur verið í fjölda nýgreindra kórónuveirusmita hér á landi síðustu daga og náði aukningin hámarki í gær þegar 95 smit bættust við á einum sólarhring. Hópur vísindamanna frá Háskóla Íslands, Embætti Landlæknis og Landspítala kynntu fyrir helgi fyrsta spálíkanið um líklega þróun COVID-19 faraldursins á Íslandi. Þar voru settar fram tvær meginspár, líklegustu spá og svartsýn spá. Aðspurður um það á upplýsingafundinum í dag hvort þessar nýju smittölur færi okkur nær svartsýnu spánni sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir að svo virðast vera. Þó bæri að taka því með fyrirvara þar sem margt geti enn breyst. „Við eigum eftir að sjá líkanið og tölur milli daga geta breytt líkaninu töluvert. Eins og tölurnar eru núna þá virðumst við vera frekar að stefna í svartsýnu spána en það getur bara margt breyst og línurnar á þessu stigi málsins liggja bara mjög nálægt hvor annarri. Svo það þarf ekki mikið til að hreyfa spánna í aðra átt. Þannig er bara staðan í dag.“ Sjá einnig: Stýrir Covid-teymi Landspítalans: Ætla að vera búin undir svartsýnustu spár Fram kom á fundinum í dag að allar áætlanir heilbrigðisyfiralda og almannavarna miði að því að undirbúa kerfið vel undir svartsýnu spánna. Hið sama kom skýrt fram í máli Ragnars Freys Ingvarssonar, læknis sem fer fyrir Covid19-teymi Landspítalans, nú fyrir helgi. „Ef svartsýnustu spár reynast sannar, þá ætlum við að vera tilbúin fyrir það.“ Þá sagðist hann aldrei hafa séð viðlíka samvinnu og þá sem sé í gangi á Landspítalanum þessa dagana.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Svona var tuttugasti og annar upplýsingafundurinn vegna kórónuveirunnar Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra boðaði til upplýsingafundar vegna kórónuveiru klukkan 14. 22. mars 2020 13:42 568 staðfest smit: Aldrei verið eins mikil aukning á einum sólarhring Staðfest kórónuveirusmit hér á landi eru nú orðin 568, samkvæmt nýuppfærðum tölum. Staðfest smit voru í gær 473 talsins og hefur þeim því fjölgað um 95 frá því að síðast var greint frá fjölda smita. 22. mars 2020 11:00 Sextán bætast í hóp smitaðra í Eyjum og einn fluttur á sjúkrahús Alls hafa nú 27 tilfelli kórónuveirunnar greinst í Vestmannaeyjum eftir að sextán bættust í hóp smitaðra í gær. 22. mars 2020 07:34 Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Innlent Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Sjá meira
Svona var tuttugasti og annar upplýsingafundurinn vegna kórónuveirunnar Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra boðaði til upplýsingafundar vegna kórónuveiru klukkan 14. 22. mars 2020 13:42
568 staðfest smit: Aldrei verið eins mikil aukning á einum sólarhring Staðfest kórónuveirusmit hér á landi eru nú orðin 568, samkvæmt nýuppfærðum tölum. Staðfest smit voru í gær 473 talsins og hefur þeim því fjölgað um 95 frá því að síðast var greint frá fjölda smita. 22. mars 2020 11:00
Sextán bætast í hóp smitaðra í Eyjum og einn fluttur á sjúkrahús Alls hafa nú 27 tilfelli kórónuveirunnar greinst í Vestmannaeyjum eftir að sextán bættust í hóp smitaðra í gær. 22. mars 2020 07:34