Heilbrigðisstarfsmaðurinn maður ársins 2020 Elín Margrét Böðvarsdóttir og Kolbeinn Tumi Daðason skrifa 31. desember 2020 10:58 Heilbrigðisstarfsmaðurinn er maður ársins 2020 að mati lesenda Vísis og hlustenda Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Vísir/Vilhelm Heilbrigðisstarfsmaðurinn er maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Niðurstaðan var kynnt í Reykjavík árdegis í morgun. Niðurstaðan var afgerandi en af tæplega 25 þúsund atkvæðum fékk heilbrigðisstarfsmaðurinn tvöfalt fleiri en næsti maður eða 8965 atkvæði. Um árlega útnefningu er að ræða en um miðjan desember var lesendum og hlustendum gefinn kostur á að tilnefna fólk til nafnbótarinnar. Um fimm þúsund tilnefningar bárust og hafa þær aldrei verið fleiri. Úr urðu tíu valmöguleikar sem undanfarna viku hefur verið hægt að greiða sitt atkvæði. Sem fyrr segir hlaut heilbrigðisstarfsmaðurinn afgerandi kosningu enda mikið mætt á honum á Covid-19 árinu 2020 sem svo mætti kalla. Í öðru sæti var Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar með 4365 atkvæði og skammt á eftir honum Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir með 4084 atkvæði. Starfsfólk Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu hefur staðið í ströngu á árinu, líkt og svo margt annað heilbirgðisstarfsfólk, einkum við að taka sýni í skimun fyrir kórónuveirunni.Vísir/Vilhelm Aðrir sem voru tilnefndir voru Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn, Hildur Guðnadóttir tónskáld, Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri, Helgi Björnsson söngvari, Katrín Oddsdóttir lögfræðingur, Sara Björk Gunnarsdóttir knattspyrnukona og Alma Möller landlæknir. Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Félags hjúkrunarfræðingar, var til viðtals í þættinum Reykjavík árdegis í morgun sem fulltrúi heilbrigðisstarfsmanna þegar úrslitin voru tilkynnt. „Þetta er náttúrlega búið að vera ótrúlega annastamt ár og við lögðum nú af stað upp í þetta ár sem mjög annasamt ár út af því að þetta ár er helgað hjúkrunarfræðingum og ljósmæðrum af Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni,“ sagði Guðbjörg. „En það að árið yrði svona óraði engan fyrir.“ Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga.Vísir/Erla Björg Samhliða baráttunni við heimsfaraldur kórónuveiru luku hjúkrunarfræðingar við kjarabaráttu, sem staðið hafði yfir í 18 mánuði, með undirritun kjarasamnings. „Þannig að þetta er nú heldur betur farið að segja til sín,“ sagði Guðbjörg. „Þó við höfum ekki lagt svona árið upp, og ætluðum að fagna ári hjúkrunarfræðinga á þennan hátt, þá finnst mér árið hafa sýnt það að þetta er, eftir sem áður, ár hjúkrunarfræðinga.“ Guðbjörg var spurð hvernig heilbrigðisstarfsfólki sem starfar í framlínu hafi reitt af í baráttunni við covid-19. Heilbrigðsstarfsfólk tók á móti skipverjum á Júlíusi Geirmundssyni þegar togarinn kom í land með veika áhöfn sem hafði smitast af covid-19. Vísir/Hafþór Gunnarsson „Það sem mér finnst hafa einkennt hjúkrunarfræðinga er þessi segla og þetta úthald sem stéttin hefur haft. Og þetta er það sem hjúkrunarfræðingar gera, þeir bara setja undir sig höfuðið og við erum hérna mætt. Við erum hér til að sinna sjúklingunum og aðstandendum og við bara gerum það sama hvað á dynur,“ svaraði Guðbjörg. Hjúkrunarfræðingar hafi sannarlega látið vinnuna ganga fyrir einkalífið. „Þetta lýsir sér best í þeim viðtölum sem við höfum séð á árinu við hjúkrunarfræðinga, þegar við höfum verið að fara í gegnum það að til þess að geta stundað sína vinnu og sinnt sínum skjólstæðingum þá hafa þeir þurft að setja svo margt, margt annað til hliðar.“ Heilbrigðisstarfsmenn voru meðal hinna fyrstu til að vera bólusettir gegn covid-19 eftir að fyrsta sending bóluefnis kom til landsins.Vísir/Vilhelm „Hjúkrunarfræðingar fara ekki og versla til heimilisins, þeir hitta ekki vini og kunningja, þeir fara bara á vaktina og koma svo heim af vaktinni,“ sagði Guðbjörg. „Við erum langt komin inn í seinni hálfleikinn, en við verðum að klára þetta. Þó að bóluefnið sé komið þá verðum við að halda áfram og við verðum að klára þetta saman. Því það vill enginn fara aftur í fjórða faraldurinn,“ sagði Guðbjörg. Fréttastofa óskar heilbrigðisstarfsfólki um land allt til hamingju með útnefninguna. Vísir/Vilhelm Áramót Heilbrigðismál Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík síðdegis Fréttir ársins 2020 Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Erlent Fleiri fréttir Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Sjá meira
Um árlega útnefningu er að ræða en um miðjan desember var lesendum og hlustendum gefinn kostur á að tilnefna fólk til nafnbótarinnar. Um fimm þúsund tilnefningar bárust og hafa þær aldrei verið fleiri. Úr urðu tíu valmöguleikar sem undanfarna viku hefur verið hægt að greiða sitt atkvæði. Sem fyrr segir hlaut heilbrigðisstarfsmaðurinn afgerandi kosningu enda mikið mætt á honum á Covid-19 árinu 2020 sem svo mætti kalla. Í öðru sæti var Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar með 4365 atkvæði og skammt á eftir honum Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir með 4084 atkvæði. Starfsfólk Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu hefur staðið í ströngu á árinu, líkt og svo margt annað heilbirgðisstarfsfólk, einkum við að taka sýni í skimun fyrir kórónuveirunni.Vísir/Vilhelm Aðrir sem voru tilnefndir voru Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn, Hildur Guðnadóttir tónskáld, Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri, Helgi Björnsson söngvari, Katrín Oddsdóttir lögfræðingur, Sara Björk Gunnarsdóttir knattspyrnukona og Alma Möller landlæknir. Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Félags hjúkrunarfræðingar, var til viðtals í þættinum Reykjavík árdegis í morgun sem fulltrúi heilbrigðisstarfsmanna þegar úrslitin voru tilkynnt. „Þetta er náttúrlega búið að vera ótrúlega annastamt ár og við lögðum nú af stað upp í þetta ár sem mjög annasamt ár út af því að þetta ár er helgað hjúkrunarfræðingum og ljósmæðrum af Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni,“ sagði Guðbjörg. „En það að árið yrði svona óraði engan fyrir.“ Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga.Vísir/Erla Björg Samhliða baráttunni við heimsfaraldur kórónuveiru luku hjúkrunarfræðingar við kjarabaráttu, sem staðið hafði yfir í 18 mánuði, með undirritun kjarasamnings. „Þannig að þetta er nú heldur betur farið að segja til sín,“ sagði Guðbjörg. „Þó við höfum ekki lagt svona árið upp, og ætluðum að fagna ári hjúkrunarfræðinga á þennan hátt, þá finnst mér árið hafa sýnt það að þetta er, eftir sem áður, ár hjúkrunarfræðinga.“ Guðbjörg var spurð hvernig heilbrigðisstarfsfólki sem starfar í framlínu hafi reitt af í baráttunni við covid-19. Heilbrigðsstarfsfólk tók á móti skipverjum á Júlíusi Geirmundssyni þegar togarinn kom í land með veika áhöfn sem hafði smitast af covid-19. Vísir/Hafþór Gunnarsson „Það sem mér finnst hafa einkennt hjúkrunarfræðinga er þessi segla og þetta úthald sem stéttin hefur haft. Og þetta er það sem hjúkrunarfræðingar gera, þeir bara setja undir sig höfuðið og við erum hérna mætt. Við erum hér til að sinna sjúklingunum og aðstandendum og við bara gerum það sama hvað á dynur,“ svaraði Guðbjörg. Hjúkrunarfræðingar hafi sannarlega látið vinnuna ganga fyrir einkalífið. „Þetta lýsir sér best í þeim viðtölum sem við höfum séð á árinu við hjúkrunarfræðinga, þegar við höfum verið að fara í gegnum það að til þess að geta stundað sína vinnu og sinnt sínum skjólstæðingum þá hafa þeir þurft að setja svo margt, margt annað til hliðar.“ Heilbrigðisstarfsmenn voru meðal hinna fyrstu til að vera bólusettir gegn covid-19 eftir að fyrsta sending bóluefnis kom til landsins.Vísir/Vilhelm „Hjúkrunarfræðingar fara ekki og versla til heimilisins, þeir hitta ekki vini og kunningja, þeir fara bara á vaktina og koma svo heim af vaktinni,“ sagði Guðbjörg. „Við erum langt komin inn í seinni hálfleikinn, en við verðum að klára þetta. Þó að bóluefnið sé komið þá verðum við að halda áfram og við verðum að klára þetta saman. Því það vill enginn fara aftur í fjórða faraldurinn,“ sagði Guðbjörg. Fréttastofa óskar heilbrigðisstarfsfólki um land allt til hamingju með útnefninguna. Vísir/Vilhelm
Áramót Heilbrigðismál Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík síðdegis Fréttir ársins 2020 Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Erlent Fleiri fréttir Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Sjá meira