Enski boltinn

Man. United vill fjóra leikmenn en fær væntan­lega engan í janúar

Anton Ingi Leifsson skrifar
Ole Gunnar Solskjær leitar og leitar - en að réttu mönnunum.
Ole Gunnar Solskjær leitar og leitar - en að réttu mönnunum. Getty/Matthew Peters

Manchester United er sagt vilja fá fjóra leikmenn inn í núverandi hóp liðsins. Vængmann, miðvörð, hægri bakvörð og varnarsinnaðan miðjumann.

Manchester Evening News greinir frá þessu en United eru sagðir vilja auka breiddina í hópnum og vera með tvo góða leikmenn í hverri stöðu.

Ben White, Raphael Varane og Dayot Upamecano hafa verið nefndir í sambandi við miðvarðarstöðuna sem og Kieran Trippier í bakvörðinn.

Ole Gunnar Solskjær er svo hrifinn af miðjumanninum Declan Rise en vængmaðurinn gæti verið Ousmane Dembele hjá Barcelona, Ismaila Sarr hjá Watford eða sagan endalausa; Jadon Sancho hjá Dortmund.

MEN segir þó frá því að ólíklegt er að einhver þessara leikmanna komi til félagsins í janúar. Þeir eru taldir reiðubúnir að bíða til næsta sumars.

Það þarf mikið til svo að United fari á markaðinn í janúar en United segir að það sé hægt að kaupa í janúar, séu þeir leikmenn sem önnur félög vilji nauðsynlega losa sig við.

Það séu ekki alltaf bestu kaupin en samkvæmt heimildum MEN er ólíklegt að það verði mikið að gerast hjá ensku úrvalsdeildarliðunum í janúar. Þau vilji frekar bíða og sjá.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.