Lífið

Eldar fyrir jólaboð í beinni útsendingu í fyrsta skipti

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Eva Laufey Kjaran gefur innblástur og hugmyndir fyrir jólamatinn.
Eva Laufey Kjaran gefur innblástur og hugmyndir fyrir jólamatinn. Stöð 2

Á sunnudag er síðasti þátturinn af Jólaboð Evu og verður hann með óhefðbundnu sniði því matreiðsluþátturinn verður sýndur í beinni útsendingu. Eva Laufey Kjaran mun elda hátíðarmáltíð fyrir áhorfendur og gefa góð ráð varðandi jólamáltíðirnar.

Eva Laufey segir að þátturinn verði með skemmtiívafi, tónlist og meira til. Eva Laufey mun meðal annars elda smárétti, sem eru tilvaldir um jólin. Eva Laufey hefur verið með fjölda matreiðsluþátta á Stöð 2 síðustu ár en þetta verður í fyrsta skipti sem matgæðingurinn eldar í beinni útsendingu í sjónvarpinu.

„Þetta er pínu áhættuatriði en ég veit bara að þetta verður skemmtilegt og að það er það eina sem skiptir máli. Ef eitthvað klúðrast þá bara gerist það. Ég hlakka mikið til og get lofað óvæntum uppákomum.“


Tengdar fréttir

Jólaboð Evu: Allar uppskriftirnar úr þriðja þætti

Í nýjasta þættinum af Jólaboð Evu eldaði Eva Laufey Kjaran hátíðarmat. Þar á meðal var Humar Risotto,  Beef Wellington, jólaís og fleira. Eva Laufey er með þættina Jólaboð Evu, alla sunnudaga fram að jólum. Hér má finna allar uppskriftirnar úr þriðja þætti af Jólaboð Evu.

Jólaboð Evu: Allar uppskriftirnar úr öðrum þætti

Í Jólaboð Evu í síðustu viku ldaði Eva Laufey Kjaran kalkúnabringur með öllu. Einnig útbjó hún ristaðar möndlur, Créme Brulée og Pavlovur. Allar uppskriftirnar birtast hér á Vísi en næsti þáttur er sýndur annaðkvöld á Stöð 2.

Jólaboð Evu: Kalkúnabringur með öllu tilheyrandi

Í Jólaboð Evu um helgina eldaði Eva Laufey Kjaran kalkúnabringur með öllu. Einnig útbjó hún ristaðar möndlur, Créme Brulée og Pavlovur. Allar uppskriftirnar munu birtast hér á Vísi en þættirnir eru á dagskrá á Stöð 2 alla sunnudaga fram að jólum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×