Lífið

Hljóp út úr brennandi húsinu með allar nýju jólagjafirnar

Stefán Árni Pálsson skrifar
Ragnheiður sagði frá mjög eftirminnilegu aðfangadagskvöldi.
Ragnheiður sagði frá mjög eftirminnilegu aðfangadagskvöldi.

Nú eru aðeins um tíu dagar til jóla og komið að sérstökum jólaþætti Einkalífsins. Síðustu átta gestir þáttarins fengu allir sömu spurninguna eftir tökur á viðtölunum og áttu þeir að rifja upp eftirminnilegustu jólaminninguna.

Svörin voru vægast sagt skemmtileg og voru sögurnar mjög misjafnar. Þeir sem rifjuðu upp jólaminningu eru: Þuríður Blær Jóhannsdóttir, Ragnheiður Ragnarsdóttir, Sigmar Vilhjálmsson, Helgi Jean Claessen, Þorkell Máni Pétursson, Jón Gunnar Geirdal, Sigrún Ósk Kristjánsdóttir og Ástrós Rut Sigurðardóttir.

Til að mynda sagði Ragnheiður Ragnarsdóttir frá ótrúlegu atviki sem átti sér stað þegar hún var tólf ára og nágranni hennar bankaði upp á. 

Sá kom með heldur óþægilega tilkynningu, það var kviknað í húsinu. Upp úr því skapaðist mikil ringulreið meðal fjölskyldumeðlima en yngri bróðir hennar var fljótur til. Hann reif upp ruslapoka og tók allar nýju jólagjafirnar og hljóp út úr húsinu.

Hér að neðan má sjá þáttinn í heild sinni þar sem má heyra átta mjög skemmtilegar jólasögur.

Hér að neðan má sjá jólaþáttinn síðan í fyrra.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×