Fyrr í vikunni greindi Vísir frá því að Vanderbilt-háskólinn væri í stökustu vandræðum með að fylla leikmannahóp sinn fyrir komandi leik gegn Missouri Tigers vegna kórónuveirunnar. Fjöldi leikmanna var – og er – í sóttkví, þar á meðal þeir leikmenn sem fylla stöðu sparkara í liðinu.
Góð ráð voru dýr og var leitað til knattspyrnuliðs skólans, það er kvennaliðs skólans þar sem skólinn er ekki með knattspyrnulið karlamegin. Sarah Fuller, markvörður liðsins, er á sínu síðasta ári í skólanum og var fengin til að mæta á æfingar og vera til taks ef þess þyrfti í leiknum.
Fuller var á leiðinni heim til Texas til að vera með fjölskyldu sinni yfir þakkargjörðarhátíðina en hún var tilbúin að sleppa því að þessu sinni til að eiga möguleikann á að spila með skólaliði Vanderbilt í amerískum fótbolta.
Tomorrow I will be wearing Play Like a Girl on the back of my helmet. @iplaylikeagirl is nonprofit that encourages girls to play sports and get exposure to STEM opportunities. Check them out! #playlikeagirl https://t.co/2inXh5PM2V pic.twitter.com/W7lF9dXkUR
— Sarah Fuller (@SarahFuller_27) November 27, 2020
Þó Sarah hafi ekki fengið tækifæri til að skora vallarmark í leik gærdagsins þá fór inn á völlinn í síðari hálfleik til að hefja leik að nýju. Með því varð Sarah Fuller fyrsta konan til að spila í einum af fimm stærstu deildum bandaríska háskólaboltans, ganga þær venjulega undir nafninu Power 5.
Gengi Vanderbilt hefur verið afleitt á leiktíðinni og liðið ekki enn unnið leik. Það sama var upp á teningnum í gær er Tigers unnu 41-0. Fuller gerði sitt besta til að reyna hvetja liðsfélaga sína áfram og hét meðal annars ræðu í hálfleik. Allt kom þó fyrir ekki.
"I just want to tell all the girls out there that you can do anything you set your mind to."
— SportsCenter (@SportsCenter) November 28, 2020
Sarah Fuller inspiring the next generation
(via @SECNetwork) pic.twitter.com/IjKICMwewg