Enski boltinn

West Brom skildi Sheffi­eld United eftir á botninum

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Leikmenn Sheffield United geta einfaldlega ekki skorað mörk.
Leikmenn Sheffield United geta einfaldlega ekki skorað mörk. Jason Cairnduff/Getty Images

Einu tvö liðin sem höfðu ekki enn unnið leik í ensku úrvalsdeildinni mættust í kvöld. Fór það svo að West Bromwich Albion nældi í sinn fyrsta sigur og skyldi Sheffield United eftir án sigurs á botni deildarinnar.

Lokatölur leiksins 1-0 þökk sé marki snemma leiks. Bæði lið fengu urmul færa og Sheffield hefðu ef til vill átt að jafna metin. Liðið er hins vegar ófært um að koma knettinum í net andstæðinga sinna þessa dagana. Á yfir 900 mínútum í ensku úrvalsdeildinni hefur liðið aðeins skorað fjögur mörk.

Þökk sé marki Conor Gallagher eftir hornspyrnu þá tók West Brom stigin þrjú í kvöld og kom sér þar með upp úr fallsæti. Liðið nú með sex stig að loknum 10 leikjum. Bæði Burnley og Fulham eiga þó leik til góða.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.