Lífið

Gladdi aðdáendur með einu frægasta atriði Friends

Sylvía Hall skrifar
Þakkargjörðarþáttur Friends er eftirminnilegur fyrir mörgum.
Þakkargjörðarþáttur Friends er eftirminnilegur fyrir mörgum. Getty/NBC

Leikkonan Courtney Cox sendi aðdáendum sínum þakkargjörðarkveðju sem sló rækilega í gegn, í það minnsta hjá eldheitum aðdáendum Friends-þáttanna.

„Ég vona að þið séuð að eiga frábæran dag. Ég er svo þakklát og ef ég fæ eitt annað helvítis GIF af sjálfri mér með þennan kalkún á hausnum, dansandi eins og fífl, þá missi ég það,“ sagði leikkonan á Instagram í gær.

Það var þó í góðu gríni gert. Hún sagðist greinilega vera orðin einhvers konar táknmynd þakkargjörðarinnar og því ákvað hún að endurleika atriðið í tilefni hátíðarinnar.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.