Innlent

Bein útsending: Fjallað um líðan ungmenna á tímum Covid-19

Samúel Karl Ólason skrifar
Nemendur í Verzlunarskóla Íslands.
Nemendur í Verzlunarskóla Íslands. Vísir/Vilhelm

Bein útsending frá hádegisfyrirlestri Háskólans í Reykjavík þar sem Þórhiildur Halldórsdóttir, lektir við sálfræðideild skólans, segir frá rannsókn um áhrif faraldursins á líðan ungmenna.

Þórhildur Halldórsdóttir, lektor við sálfræðideild Háskólans í Reykjavík, mun fjalla um fyrstu niðurstöður Lifecourse rannsóknarinnar í hádegisfyrirlestri í dag. Sýnt verður frá fundinum á netinu má nálgast útsendinguna hér að neðan. Fyrirlesturinn hefst klukkan tólf.

Markmið Lifecourse rannsóknarinnar er að kanna daglegt líf og líðan unglinga á tímum COVID-19 faraldursins ásamt eftirfylgni, miðað við það sem fram kemur á vef HR.

Rannsóknin er viðbót við verkefni sem hlaut styrk frá evrópska rannsóknaráðinu undir forystu Ingu Dóru Sigfúsdóttur við Háskólann í Reykjavík en vegna fyrri gagnasöfnunar er þessi viðbótarrannsókn einstakt tækifæri til að kanna breytingar í líðan vegna COVID-19 og skilgreina áhættuhópa fyrir vanlíðan.

Sjá einnig: Bæði námsárangur og líðan verri vegna Covid-19

Hægt er að horfa á fyrirlesturinn hér að neðan.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×