Sport

Dag­skráin í dag: Ís­lendingar í Evrópu­deildinni, NFL, golf og Rauð­vín og Klakar

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Albert Guðmunds hefur verið sjóðheitur undanfarnar vikur. Lið hans AZ Alkmaar tekur á móti toppliði Spánar í dag.
Albert Guðmunds hefur verið sjóðheitur undanfarnar vikur. Lið hans AZ Alkmaar tekur á móti toppliði Spánar í dag. ANP Sport/Getty Images

Evrópudeildin í knattspyrnu er á sínum stað í dag en alls sínum við fjóra leiki beint. Einnig eru þrír leikir úr NFL-deildinni á dagskrá sem og tvö golfmót.

Evrópudeildin í knattspyrnu er á sínum stað í dag en alls sínum við fjóra leiki beint. Einnig eru þrír leikir úr NFL-deildinni á dagskrá sem og tvö golfmót.

Stöð 2 Sport

Hörður Björgvin Magnússon, Arnór Sigurðsson og samherjar þeirra í CSKA Moskvu mæta Feyenoord klukkan 17.45. Að þeim leik loknum færum við okkur til Hollands þar sem topplið Spánar, Real Sociedad, sækir Albert Guðmundsson og félaga í AZ Alkmaar heim.

Stöð 2 Sport 2

Klukkan 17.45 hefst útsending fyrir leik Molde og Arsenal. Enska félaginu hefur gengið vel í keppninni til þessa og möguleiki á að Rúnar Alex spili með liðinu í kvöld. Annað Lundúnalið er svo í eldlínunni að loknum leiknum í Noregi. Tottenham Hotspur mætir þá Ludogorets á heimavelli sínum í Lundúnum.

Klukkan 01.15 er svo leikur Pittsburgh Steelers og Baltimore Ravens á dagskrá en heimamenn hafa ekki tapað leik til þessa í NFL-deildinni.

Stöð 2 Sport 4

Tveir leikir NFL-deildarinnar eru á dagskrá. Klukkan 17.25 mætast Detroit Lions og Houston Texans. Klukkan 21.25 er svo komið að Dallas Cowboys og Washington Football Team.

Golfstöðin

Við hefjum leik klukkan 10.00 er við sýnum beint frá Evrópumótaröðinni. Að þessu sinni er það Alfred Dunhill Championship-mótið.

Dagskrá dagsins í dag.

Framundan í beinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×