Ungu fólki í foreldrahúsum fjölgar mikið í faraldrinum Kjartan Kjartansson skrifar 25. nóvember 2020 15:19 Atvinnuleysi er nú útbreiddara á meðal fólks á aldrinum 18-24 ára og virðast því fleiri lenda í foreldrahúsum. Vísir/Vilhelm Hlutfall ungs fólks sem býr í foreldrahúsum hefur stóraukist á þessu ári og er kórónuveirufaraldurinn talinn leika stórt hlutverk í þeirri þróun. Um 70% fólks á aldrinum 18-24 ára bjuggu hjá foreldrum í ágúst. Í lok síðasta árs bjuggu um 42% ungs fólks í húsi foreldra sinna en hlutfallið hefur hækkað í hverri könnun sem hefur verið gerð síðan, að því er kemur fram í grein á vef Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Þessi þróun er sett í samhengi við mikið atvinnuleysi á meðal ungs fólks. Það hefur tvöfaldast síðasta árið og fjöldi starfandi einstaklinga í aldurshópnum fækkað um 14,5%. Mikill samdráttur hefur verið í ferðaþjónustu og flestum þjónustustörfum sem eru algeng störf sem fólk á þessum aldri sinnir. „Því eru sterkar vísbendingar um að Covid-faraldur sé að koma einna verst niður á unga fólkinu og að það sé fast í foreldrahúsum og sé hvorki að leita inn á leigumarkað né í eigið húsnæði um þessar mundir,“ segir á vef stofnunarinnar. Húsnæðis- og mannvirkjastofnun Þetta gerist á sama tíma og stofnun telur aðstæður til húsnæðiskaupa aldrei hafa verið hagstæðari og að faraldurinn hafi að mörgu leyti haft jákvæð áhrif á þá sem eru á leigumarkaði. Leigjendur leggi nú í auknum mæli í kaup á eigin húsnæði. Hlutfall þeirra sem eru á leigumarkaði hefur ekki verið viðlíka lágt síðan í kringum hrun þegar það mældist 12% í lok árs 2008. Síðan þá hefur þetta hlutfall verið að sveiflast í kringum 14-18% og verið að meðaltali um 16%. Frá miðju ári 2019 hefur hlutfall leigjenda verið á niðurleið og farið úr því að vera 18% í júlí 2019 og niður í 13% í júlí 2020. Framboð á leiguhúsnæði hefur aukist, leiguverð hefur lækkað og fleiri sjá fram á að geta keypt eigið húsnæði. Samkvæmt könnun HMS voru ekki nema 14% aðspurðra sem sögðu að Covid hefði haft neikvæð áhrif á stöðu sína á leigumarkaði. Húsnæðismál Félagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Erik Menendez fær ekki reynslulausn Erlent Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Erlent Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Innlent Áfall fyrir RIFF Innlent Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Sjá meira
Hlutfall ungs fólks sem býr í foreldrahúsum hefur stóraukist á þessu ári og er kórónuveirufaraldurinn talinn leika stórt hlutverk í þeirri þróun. Um 70% fólks á aldrinum 18-24 ára bjuggu hjá foreldrum í ágúst. Í lok síðasta árs bjuggu um 42% ungs fólks í húsi foreldra sinna en hlutfallið hefur hækkað í hverri könnun sem hefur verið gerð síðan, að því er kemur fram í grein á vef Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Þessi þróun er sett í samhengi við mikið atvinnuleysi á meðal ungs fólks. Það hefur tvöfaldast síðasta árið og fjöldi starfandi einstaklinga í aldurshópnum fækkað um 14,5%. Mikill samdráttur hefur verið í ferðaþjónustu og flestum þjónustustörfum sem eru algeng störf sem fólk á þessum aldri sinnir. „Því eru sterkar vísbendingar um að Covid-faraldur sé að koma einna verst niður á unga fólkinu og að það sé fast í foreldrahúsum og sé hvorki að leita inn á leigumarkað né í eigið húsnæði um þessar mundir,“ segir á vef stofnunarinnar. Húsnæðis- og mannvirkjastofnun Þetta gerist á sama tíma og stofnun telur aðstæður til húsnæðiskaupa aldrei hafa verið hagstæðari og að faraldurinn hafi að mörgu leyti haft jákvæð áhrif á þá sem eru á leigumarkaði. Leigjendur leggi nú í auknum mæli í kaup á eigin húsnæði. Hlutfall þeirra sem eru á leigumarkaði hefur ekki verið viðlíka lágt síðan í kringum hrun þegar það mældist 12% í lok árs 2008. Síðan þá hefur þetta hlutfall verið að sveiflast í kringum 14-18% og verið að meðaltali um 16%. Frá miðju ári 2019 hefur hlutfall leigjenda verið á niðurleið og farið úr því að vera 18% í júlí 2019 og niður í 13% í júlí 2020. Framboð á leiguhúsnæði hefur aukist, leiguverð hefur lækkað og fleiri sjá fram á að geta keypt eigið húsnæði. Samkvæmt könnun HMS voru ekki nema 14% aðspurðra sem sögðu að Covid hefði haft neikvæð áhrif á stöðu sína á leigumarkaði.
Húsnæðismál Félagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Erik Menendez fær ekki reynslulausn Erlent Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Erlent Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Innlent Áfall fyrir RIFF Innlent Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Sjá meira