Lífið

Nigella fjallaði um íslenskt súkkulaði í þætti sínum á BBC

Stefán Árni Pálsson skrifar
Nigella er hrifin af lakkrís og sjávarsaltsblöndunni.
Nigella er hrifin af lakkrís og sjávarsaltsblöndunni.

Stjörnukokkurinn Nigella Lawson fjallaði um íslenska súkkulaðið Omnom í þætti sínum Simply Nigella á BBC í gær.

Í hverjum þætti opnar hún verkfæraboxið sitt og skoðar allskyns vörur sem henni líkar vel við.

Í gær opnaði hún boxið fræga og fjallaði um lakkrís og sjávarsalt súkkulaðistykki frá Omnom.

Nigella Lawson er einn vinsælasti sjónvarpskokkur heims og hefur verið það í mörg ár.

Skjáskot úr iPlayer-spilara BBC.

Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.