Sport

Dag­skráin í dag: Chelsea og Manchester United í Meistara­deild Evrópu

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Þessir tveir þurfa að eiga góðan leik ef Man Utd ætlar sér stigin þrjú í kvöld.
Þessir tveir þurfa að eiga góðan leik ef Man Utd ætlar sér stigin þrjú í kvöld. AP/Dave Thompson

Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu snýr aftur á Stöð 2 Sport í kvöld. Ensk stórlið eru í eldlínunni sem og Frakklandsmeistarar Paris Saint-Germain. Þá er Meistaradeildarmessan á sínum stað.

Meistaradeildarmessan hefst klukkan 19.30 á Stöð 2 Sport 2 en þar verður farið yfir alla leiki kvöldsins í Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu. Að henni lokinni eru svo Meistaradeildarmörkin á dagskrá þar sem farið verður yfir alla leiki kvöldsins.

Stöð 2 Sport 4

Ensku stórliðin Chelsea og Manchester United fá tækifæri til að láta ljós sitt skína á Stöð 2 Sport 4. Chelsea heldur til Frakklands þar sem liðið mætir Rennes. Hefst útsending klukkan 17.45. 

Klukkan 19.50 er svo komið að leik Man Utd og Istanbul Basekshir en enska félagið tapaði óvænt fyrri viðureign liðanna í Tyrklandi.

Lærisveinar Ole Gunnar Solskjær hafa hins vegar lagt bæði Paris Saint-Germain og RB Leipzig á heimavelli og stefna á þriðja sigurinn í röð.

Stöð 2 Sport 5

Stórleikur RB Leipzig og PSG er svo á dagskrá á Stöð 2 Sport 5 á sama tíma og Man Utd mætir Basekshir.

Hér má sjá dagskrá Stöðvar 2 Sport og hliðarrása í dag.

Hér má sjá hvað er framundan í beinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×