Sport

Segir veruna í Milton Key­nes eins og í opnu fangelsi

Anton Ingi Leifsson skrifar
O'Sullivan klórar sér aðeins í hausnum og veltir fyrir sér stöðunni.
O'Sullivan klórar sér aðeins í hausnum og veltir fyrir sér stöðunni. VCG/Getty Images)

Ronnie O'Sullivan, einn besti snókerspilari allra tíma, er ekki hrifinn af því að allar snókerkeppnir þessa daganna fari í búbblu þeirra í Milton Keynes.

Þessa daganna fer fram Opna norður írska mótið og í gær komst O'Sullivan í undanúrslit mótsins með sigri á Ali Carter. Þeir hafa háð margar rimmurnar undanfarin ár.

O'Sullivan er ekki vanur að liggja á skoðunum sínum og hann gerði það ekki eftir sigur sinn í gær.

„Þetta er eins og að vera í fangelsi - opnu fangelsi,“ sagði O'Sullivan. Hann sagði að það væri lítið að gera í „búbblunni“.

„Þú ert að skjóta nokkrar kúlur og tala við strákana,“ sagði hinn magnaði O'Sullivan sem eyðir tíma sínum að horfa á aðra leikina og heimsækja pabba sinn þess á milli.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.