Lífið

Kylie Minogue fer yfir fatastíl sinn frá árinu 1988

Stefán Árni Pálsson skrifar
Kylie hefur allaf verið með tískuna á hreinu en tískan breytist með tímanum. 
Kylie hefur allaf verið með tískuna á hreinu en tískan breytist með tímanum. 

Söngkonan Kylie Minogue tók þátt í skemmtilegu myndbandi sem birtist á YouTube-síðu Vogue þar sem hún fer yfir fatastíl sinn frá árinu 1988.

Minogue fór yfir sautján dæmi um fatnað sem hún klæddist á þessu tímabili. Einnig fór hún yfir hárgreiðslurnar og þá aukahluti sem hún bar.

Kylie Minogue er þekkt áströlsk söngkona sem sló fyrst í gegn sem leikkona í sápuóperunni Nágrönnum. Hún er 52 ára og hefur verið ein skærasta stjarnan í Ástralíu í mörg ár.

Hér að neðan má sjá myndbandið frá Vogue.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.