Sara vill hafa alla litina á disknum sínum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. nóvember 2020 08:30 Sara Sigmundsdóttir þarf að huga mikið um það sem hún borðar. Instagram/@sarasigmunds Matur og næring skiptir alla afreksíþróttamenn miklu máli. Margir höfðu líka áhuga á því að vita það hvar og hvernig íslenska CrossFit stjarnan Sara Sigmundsdóttir finnur sér bensín fyrir allar æfingarnar sínar. Íslenska CrossFit konan Sara Sigmundsdóttir leyfði fylgjendum sínum að skyggnast inn í sinn matarheim þegar hún svaraði fjölda spurninga í nýju myndbandi á Instagram. Sara fór yfir spurningar frá aðdáendum á Instagram og svaraði þeim á persónulegan og hreinskilinn hátt. „Ég elska að skora á sjálfa mig með því að prófa nýja uppskriftir. Reglan mín er að hafa næstum því alla liti á matardisknum mínum. Ég verð að hafa eitthvað rautt, eitthvað grænt og eitthvað gul á disknum. Með því veit maður að maður er að borða fjölbreyttan mat,“ sagði Sara Sigmundsdóttir og bætti við: „Ég myndi ráðleggja ykkur að prófa eitthvað nýtt í hverri viku og reyna líka að hafa alla litina á disknum,“ sagði Sara Sigmundsdóttir meðal annars í einu svari sínu. „Ég tek alltaf mat með mér hvert sem ég fer. Ég skipulegg það fyrir fram sem ég ætla að borða yfir daginn en auðvitað verður að vera jafnvægi. Ef þú veist að þú átt afmæli á laugardegi þá er gott að hafa svindldaginn þinn þá. Þá getur þú tekið þátt í því að borða matinn með fjölskyldu þinni,“ sagði Sara og útskýrði það aðeins betur. View this post on Instagram A post shared by Sara Sigmundsdo ttir (@sarasigmunds) „Kannski bjóða foreldrar mínir mér í mat og þau hafa líka eftirrétt. Þá myndi ég alltaf taka með mér eitthvað sem gæti verið eftirréttur fyrir mig svo að ég væri ekki bara að horfa á þau að borða sinn eftirrétt. Kannski tek ég þá vínberin og hnetusmjörið með sem eftirrétt fyrir mig. Það er hollari valkostur. Ég er þá að borða eftirrétt eins og þau en bara hollari útgáfu,“ sagði Sara. Sara var líka spurð frekar út í svindldagana sína. „Svindldagarnir fara svolítið eftir hvenær á árinu þetta er. Dæmi um svindldag á sjálfu tímabilinu þá hef ég kannski eina máltíð, sem er heilsusamleg en þar sem ég er kannski ekki að mæla allt sem ég borða,“ sagði Sara og nefndi sem dæmi heilsupizzu. „Svo er ég líka með náttúrulegan eftirrétt um kvöldið. Ég borða samt ekki eftirrétt í hverri viku og hef oft prótein stykki sem nammi þegar tímabilið er í gangi,“ sagði Sara. „Það er allt annað í gangi þegar tímabilið er búið því þá leyfi ég mér meira. Allir ættu líka að leyfa sér að taka af sér allar hömlur í nokkra daga og lifa lífinu. Þrátt fyrir að ég leyfi mér ýmislegt utan tímabilsins þá reyni ég alltaf að borða hollan mat. Ef ég fæ mér eitthvað óhollara þá reyni ég að borða eitthvað hollt á undan,“ sagði Sara. Það má sjá öll svörin hennar hér fyrir neðan en hún segir meðal annars frá því af hverju hún hætti að taka hnetusmjörið með sér í keppnisferðalögin. View this post on Instagram A post shared by Sara Sigmundsdo ttir (@sarasigmunds) CrossFit Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Åge Hareide glímir við sjúkdóm Fótbolti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti Skrautlegur ferðadagur Fótbolti Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Fótbolti FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Fótbolti Fleiri fréttir Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Arsenal að missa menn í meiðsli Skotar og Danir spila úrslitaleik um farseðil á HM Vigdís Lilja á skotskónum Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Ómar og Gísli í aðalhlutverkum hjá Magdeburg í dag Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna Svakalegt kvöld framundan í Úrvalsdeildinni í pílu Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Elvar með flestar stoðsendingar í sigri ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Sjá meira
Matur og næring skiptir alla afreksíþróttamenn miklu máli. Margir höfðu líka áhuga á því að vita það hvar og hvernig íslenska CrossFit stjarnan Sara Sigmundsdóttir finnur sér bensín fyrir allar æfingarnar sínar. Íslenska CrossFit konan Sara Sigmundsdóttir leyfði fylgjendum sínum að skyggnast inn í sinn matarheim þegar hún svaraði fjölda spurninga í nýju myndbandi á Instagram. Sara fór yfir spurningar frá aðdáendum á Instagram og svaraði þeim á persónulegan og hreinskilinn hátt. „Ég elska að skora á sjálfa mig með því að prófa nýja uppskriftir. Reglan mín er að hafa næstum því alla liti á matardisknum mínum. Ég verð að hafa eitthvað rautt, eitthvað grænt og eitthvað gul á disknum. Með því veit maður að maður er að borða fjölbreyttan mat,“ sagði Sara Sigmundsdóttir og bætti við: „Ég myndi ráðleggja ykkur að prófa eitthvað nýtt í hverri viku og reyna líka að hafa alla litina á disknum,“ sagði Sara Sigmundsdóttir meðal annars í einu svari sínu. „Ég tek alltaf mat með mér hvert sem ég fer. Ég skipulegg það fyrir fram sem ég ætla að borða yfir daginn en auðvitað verður að vera jafnvægi. Ef þú veist að þú átt afmæli á laugardegi þá er gott að hafa svindldaginn þinn þá. Þá getur þú tekið þátt í því að borða matinn með fjölskyldu þinni,“ sagði Sara og útskýrði það aðeins betur. View this post on Instagram A post shared by Sara Sigmundsdo ttir (@sarasigmunds) „Kannski bjóða foreldrar mínir mér í mat og þau hafa líka eftirrétt. Þá myndi ég alltaf taka með mér eitthvað sem gæti verið eftirréttur fyrir mig svo að ég væri ekki bara að horfa á þau að borða sinn eftirrétt. Kannski tek ég þá vínberin og hnetusmjörið með sem eftirrétt fyrir mig. Það er hollari valkostur. Ég er þá að borða eftirrétt eins og þau en bara hollari útgáfu,“ sagði Sara. Sara var líka spurð frekar út í svindldagana sína. „Svindldagarnir fara svolítið eftir hvenær á árinu þetta er. Dæmi um svindldag á sjálfu tímabilinu þá hef ég kannski eina máltíð, sem er heilsusamleg en þar sem ég er kannski ekki að mæla allt sem ég borða,“ sagði Sara og nefndi sem dæmi heilsupizzu. „Svo er ég líka með náttúrulegan eftirrétt um kvöldið. Ég borða samt ekki eftirrétt í hverri viku og hef oft prótein stykki sem nammi þegar tímabilið er í gangi,“ sagði Sara. „Það er allt annað í gangi þegar tímabilið er búið því þá leyfi ég mér meira. Allir ættu líka að leyfa sér að taka af sér allar hömlur í nokkra daga og lifa lífinu. Þrátt fyrir að ég leyfi mér ýmislegt utan tímabilsins þá reyni ég alltaf að borða hollan mat. Ef ég fæ mér eitthvað óhollara þá reyni ég að borða eitthvað hollt á undan,“ sagði Sara. Það má sjá öll svörin hennar hér fyrir neðan en hún segir meðal annars frá því af hverju hún hætti að taka hnetusmjörið með sér í keppnisferðalögin. View this post on Instagram A post shared by Sara Sigmundsdo ttir (@sarasigmunds)
CrossFit Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Åge Hareide glímir við sjúkdóm Fótbolti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti Skrautlegur ferðadagur Fótbolti Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Fótbolti FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Fótbolti Fleiri fréttir Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Arsenal að missa menn í meiðsli Skotar og Danir spila úrslitaleik um farseðil á HM Vigdís Lilja á skotskónum Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Ómar og Gísli í aðalhlutverkum hjá Magdeburg í dag Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna Svakalegt kvöld framundan í Úrvalsdeildinni í pílu Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Elvar með flestar stoðsendingar í sigri ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Sjá meira