Fálki hámaði í sig hettumáv á palli í Fossvogi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 12. nóvember 2020 09:56 Fálkinn var hinn rólegasti við „matarborðið“ þrátt fyrir myndatökur Þórdísar í gær. Þórdís Bragadóttir Þórdís Bragadóttir, íbúi í Fossvogi, vissi ekki alveg hvaðan á sig stóð veðrið í gær þegar fálki birtist á pallinum heima hjá henni og fór að háma í sig ungan hettumáv sem þar lá dauður. Það tók fálkann um klukkustund að éta mávinn en að máltíð lokinni var hann heldur þungur á sér og gat ekki flogið af stað. Þórdís kallaði því á fuglavin sem starfar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu sem kom og sótti fálkann og fór með hann til dýralæknis. Fálkinn reyndist ekkert slasaður, bara pakksaddur og sæll, en farið var með hann í Húsdýragarðinn þar sem hann fékk að jafna sig í nótt. Fálkanum verður svo sleppt í dag. „Þetta er mögnuð upplifun að verða vitni að þessu. Ég var að vinna heima og verð vör við einhvern umgang og einhverja dynki og áttaði mig ekki á því hvað var í gangi. Mér verður litið út og sé að það liggur dauður fugl á pallinum. Ég ætlaði að fjarlægja hann og ég lagði hann á dagblað upp á borð alveg upp við húsið. Svo bara nokkru seinna heyri ég aftur einhvern umgang og þá er kominn þarna á pallinn þessi fallegi fálki,“ sagði Þórdís frá í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hún sagði fálkann hafa verið góða stund að reyna að átta sig á því hvort hann ætti að fara í hettumávinn eða ekki. „Hann sat þarna lengi á handriðinu og horfði á mig og horfði á fuglinn og svo bara hófst hann handa við að borða fuglinn. […] Hann sat þarna góða stund áður en hann byrjaði og svo var hann alveg í klukkutíma að tæta hann í sig og skildi ekki neitt eftir nema bara vængina og lappirnar. Svo þegar hann var búinn að borða þá komst hann eiginlega bara ekki neitt. Hann tyllti sér þarna á stólbak og sat þar örugglega í korter að reyna að jafna sig,“ sagði Þórdís. Hún fór nokkrum sinnum út á pallinn og tók nokkur myndbönd og myndir en fálkinn kippti sér ekkert upp við það. Aðspurð hvort að mávurinn hefði flogið á gluggann hjá henni sagðist Þórdís ekki vera viss hvað gerðist. „Ég átta ekki mig á því hvort þetta voru átök þeirra á milli eða hvort hann fór á glerið í handriðinu. Það hefur nefnilega oft gerst hjá okkur að þeir fljúga á handriðið. Í síðustu viku var dauður fugl þarna á pallinum. Þannig að ég vissi ekki hvort það var, hvort að fálkinn hafði náð honum einhvern veginn eða hvort hann hafi flogið á glerið.“ Fálkinn fór síðan niður af efri pallinum og á neðri pallinn. „Þar var hann lengi að labba um og náði einhvern veginn ekki að hefja sig til flugs. Hann var að reyna að komast upp á grindverkið og komst ekki og þá fór ég nú að hafa svolítið áhyggjur af honum því það eru kettir hérna og svo hundarnir mínir,“ sagði Þórdís. Þá hafi hún hringt í fuglavininn hjá lögreglunni sem kom og náði í fálkann. Hann fór með hann til dýralæknis og þaðan í Húsdýragarðinn þar sem hann fékk að jafna sig, eins og áður sagði. Hér ofar í fréttinni má sjá myndböndin sem Þórdís tók í gær en það er ekki ofsögum sagt að þau séu ansi mögnuð. Dýr Reykjavík Fuglar Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Sjá meira
Þórdís Bragadóttir, íbúi í Fossvogi, vissi ekki alveg hvaðan á sig stóð veðrið í gær þegar fálki birtist á pallinum heima hjá henni og fór að háma í sig ungan hettumáv sem þar lá dauður. Það tók fálkann um klukkustund að éta mávinn en að máltíð lokinni var hann heldur þungur á sér og gat ekki flogið af stað. Þórdís kallaði því á fuglavin sem starfar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu sem kom og sótti fálkann og fór með hann til dýralæknis. Fálkinn reyndist ekkert slasaður, bara pakksaddur og sæll, en farið var með hann í Húsdýragarðinn þar sem hann fékk að jafna sig í nótt. Fálkanum verður svo sleppt í dag. „Þetta er mögnuð upplifun að verða vitni að þessu. Ég var að vinna heima og verð vör við einhvern umgang og einhverja dynki og áttaði mig ekki á því hvað var í gangi. Mér verður litið út og sé að það liggur dauður fugl á pallinum. Ég ætlaði að fjarlægja hann og ég lagði hann á dagblað upp á borð alveg upp við húsið. Svo bara nokkru seinna heyri ég aftur einhvern umgang og þá er kominn þarna á pallinn þessi fallegi fálki,“ sagði Þórdís frá í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hún sagði fálkann hafa verið góða stund að reyna að átta sig á því hvort hann ætti að fara í hettumávinn eða ekki. „Hann sat þarna lengi á handriðinu og horfði á mig og horfði á fuglinn og svo bara hófst hann handa við að borða fuglinn. […] Hann sat þarna góða stund áður en hann byrjaði og svo var hann alveg í klukkutíma að tæta hann í sig og skildi ekki neitt eftir nema bara vængina og lappirnar. Svo þegar hann var búinn að borða þá komst hann eiginlega bara ekki neitt. Hann tyllti sér þarna á stólbak og sat þar örugglega í korter að reyna að jafna sig,“ sagði Þórdís. Hún fór nokkrum sinnum út á pallinn og tók nokkur myndbönd og myndir en fálkinn kippti sér ekkert upp við það. Aðspurð hvort að mávurinn hefði flogið á gluggann hjá henni sagðist Þórdís ekki vera viss hvað gerðist. „Ég átta ekki mig á því hvort þetta voru átök þeirra á milli eða hvort hann fór á glerið í handriðinu. Það hefur nefnilega oft gerst hjá okkur að þeir fljúga á handriðið. Í síðustu viku var dauður fugl þarna á pallinum. Þannig að ég vissi ekki hvort það var, hvort að fálkinn hafði náð honum einhvern veginn eða hvort hann hafi flogið á glerið.“ Fálkinn fór síðan niður af efri pallinum og á neðri pallinn. „Þar var hann lengi að labba um og náði einhvern veginn ekki að hefja sig til flugs. Hann var að reyna að komast upp á grindverkið og komst ekki og þá fór ég nú að hafa svolítið áhyggjur af honum því það eru kettir hérna og svo hundarnir mínir,“ sagði Þórdís. Þá hafi hún hringt í fuglavininn hjá lögreglunni sem kom og náði í fálkann. Hann fór með hann til dýralæknis og þaðan í Húsdýragarðinn þar sem hann fékk að jafna sig, eins og áður sagði. Hér ofar í fréttinni má sjá myndböndin sem Þórdís tók í gær en það er ekki ofsögum sagt að þau séu ansi mögnuð.
Dýr Reykjavík Fuglar Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Sjá meira