Menning

Söngvari dönsku sveitarinnar Shu-bi-dua er látinn

Atli Ísleifsson skrifar
Michael Bundesen.
Michael Bundesen. Wikipedia/CC

Danski söngvarinn Michael Bundesen, forsprakki sveitarinnar Shu-bi-dua, er látinn, 71 árs að aldri. Hann lést eftir glímu við krabbamein.

Í frétt DR segir að Bundesen hafi stofnað sveitina Shu-bi-dua árið 1973, ásamt Michael Hardinger. Sveitin er ein vinsælasta og jafnframt söluhæsta sveit danskrar tónlistarsögu.

Á áttunda áratugnum átti sveitin smelli á borð við Den røde tråd, Vuffeli-vov og Danmark.

Árið 1984 hætti Bundesen í sveitinni til að gerast sjónvarpsstjóri á sjónvarpsstöðinni Kanal 2. Fjórum árum síðar varð hann þó aftur kominn í tónlistargeirann með sveit sinni.

Shu-bi-dua tón við heiðurverðlaunum á verðlaunahátíðinni Danish Music Awards árið 2013.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×