Ætlar að láta endurskoða riðuvarnir á Íslandi Kolbeinn Tumi Daðason og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 6. nóvember 2020 12:56 Kristján Þór Júlíusson hrósar öllum aðilum í riðumálinu sem hafi unnið vel í svo ömurlegu máli. Vísir/Vilhelm Kristján Þór Júlíusson landbúnaðarráðherra segir tímabært að endurskoða allt starf hér á landi er varðar riðuvarnir. Förgun fjár í brennslustöð Kölku í Helguvík er hafin að sögn ráðherra. „Samstarf við bændur og sveitarfélag, samstarf stofnana og ráðuneyta, hefur gengið mjög vel. Allir sem að þessu verki koma eru mjög einbeittir í því að gera þetta með sem fumlausasta hætti. Ég vil fá að nota tækiæfrið og þakka öllum sem að þessu verki hafa komið, fyrir þeirra framlag til að þetta geti gengið eins vel fyrir sig og unnt er. Jafnömurlegt og málið sjálft er,“ segir Kristján Þór. „Förgunin mun eiga sér stað annars vegar með brennslu hjá Kölku og það sem út af stendur veðrur svo urðað í Skagafirði, á gömlum urðunarstað. Ég vænti þess að öll leyfi þar að lútandi verði frágengin í dag.“ Gunnar Sigurðsson, bóndi á Stóru-Ökrum með á sjöunda hundrað fjár sem fargað var í gær, kallaði eftir því í hádegisfréttum Bylgjunnar í gær að vísinda- og bændasamfélagið nýti harmleikinn í Skagafirði sem hvatningu til að viða að sér meiri þekkingu. Riða hefur greinst á fjórum bæjum í Akrahreppi.Vísir/Vilhelm „Flest öll sauðfjárræktarhéruð í heiminum eru að berjast við riðu í einhverjum mæli og samt erum við ekki komin lengra í þekkingu á sjúkdómnum, það er kannski það sem er ótrúlegast.“ Kristján Þór talar á svipuðum nótum. „Ég hef átt viðræður við Matvælastofnun og yfirdýralækni um að við förum yfir það hvernig okkar starfi í riðuvörnum hefur verið háttað á undanförnum áratugum. Ég tel tímabært að endurskoða allt starf okkar í þeim efnum.“ Bændum verða greiddar bætur lögum samkvæmt að sögn Kristjáns Þórs. „Það er allt gert og allir eru af vilja gerðir og hún er til fyrirmyndar í sjálfu sér, öll umgjörð í kringum þetta frá hinu opinbera. En fjárhagslegar bætur geta aldrei bætt tilfinningalegt tjón,“ sagði Gunnar bóndi á Stóru-Ökrum í gær. Riða í Skagafirði Landbúnaður Dýraheilbrigði Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Snjókoman rétt að byrja Innlent Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Erlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Erlent Fleiri fréttir Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Sjá meira
Kristján Þór Júlíusson landbúnaðarráðherra segir tímabært að endurskoða allt starf hér á landi er varðar riðuvarnir. Förgun fjár í brennslustöð Kölku í Helguvík er hafin að sögn ráðherra. „Samstarf við bændur og sveitarfélag, samstarf stofnana og ráðuneyta, hefur gengið mjög vel. Allir sem að þessu verki koma eru mjög einbeittir í því að gera þetta með sem fumlausasta hætti. Ég vil fá að nota tækiæfrið og þakka öllum sem að þessu verki hafa komið, fyrir þeirra framlag til að þetta geti gengið eins vel fyrir sig og unnt er. Jafnömurlegt og málið sjálft er,“ segir Kristján Þór. „Förgunin mun eiga sér stað annars vegar með brennslu hjá Kölku og það sem út af stendur veðrur svo urðað í Skagafirði, á gömlum urðunarstað. Ég vænti þess að öll leyfi þar að lútandi verði frágengin í dag.“ Gunnar Sigurðsson, bóndi á Stóru-Ökrum með á sjöunda hundrað fjár sem fargað var í gær, kallaði eftir því í hádegisfréttum Bylgjunnar í gær að vísinda- og bændasamfélagið nýti harmleikinn í Skagafirði sem hvatningu til að viða að sér meiri þekkingu. Riða hefur greinst á fjórum bæjum í Akrahreppi.Vísir/Vilhelm „Flest öll sauðfjárræktarhéruð í heiminum eru að berjast við riðu í einhverjum mæli og samt erum við ekki komin lengra í þekkingu á sjúkdómnum, það er kannski það sem er ótrúlegast.“ Kristján Þór talar á svipuðum nótum. „Ég hef átt viðræður við Matvælastofnun og yfirdýralækni um að við förum yfir það hvernig okkar starfi í riðuvörnum hefur verið háttað á undanförnum áratugum. Ég tel tímabært að endurskoða allt starf okkar í þeim efnum.“ Bændum verða greiddar bætur lögum samkvæmt að sögn Kristjáns Þórs. „Það er allt gert og allir eru af vilja gerðir og hún er til fyrirmyndar í sjálfu sér, öll umgjörð í kringum þetta frá hinu opinbera. En fjárhagslegar bætur geta aldrei bætt tilfinningalegt tjón,“ sagði Gunnar bóndi á Stóru-Ökrum í gær.
Riða í Skagafirði Landbúnaður Dýraheilbrigði Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Snjókoman rétt að byrja Innlent Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Erlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Erlent Fleiri fréttir Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Sjá meira