Svarar gagnrýninni á kakóathafnir: „Getur komið upp alls staðar í andlegri vinnu“ Stefán Árni Pálsson skrifar 8. nóvember 2020 10:01 Helgi Jean Claessen er gestur vikunnar í Einkalífinu og fer hann um víðan völl í viðtalinu. vísir/vilhelm Helgi Jean Claessen er nokkuð athyglisverður maður. Hann er á andlega ferðalaginu sem hefur reynst honum vel. Helgi tók líf sitt í gegn fyrir nokkrum árum, hætti að drekka og fór almennt að hugsa betur um sig. Í kjölfarið tók líf hans miklum breytingum og líður honum almennt mun betur fyrir vikið. Helgi Jean er gestur Einkalífsins í þessari viku en hann heldur úti vinsælu Hlaðvarpi ásamt Hjálmari Erni Jóhannssyni og ber það heitið HæHæ. HæHæ er eitt vinsælasta hlaðvarp landsins. Eins og áður segir hefur Helgi verið á andlega ferðalaginu undanfarin ár og hugsar gríðarlega mikið út í andlega heilsu. Leiðinlegt mál Í þættinum barst talið að svokölluðum kakó-athöfnum sem Helgi hefur meðal annars stundað sjálfur. Á dögunum kom fram gagnrýni á slíkar athafnir í Stundinni og þar var talað um að fólki væri beinlínis þvingað til að berskjalda sig. Helga fannst mjög leiðinlegt að heyra af þessum málum þó hann komi ekki beint að þeim. „Mér fannst þetta rosalega leiðinlegt mál og erfitt. Ég er með kakókastalann og tengist kakóinu. Þegar ég fór að skoða það mál og kynna mér það þá er þetta bara eitthvað sem getur komið upp alls staðar í andlegri vinnu þar sem er verið að takast á við sársauka,“ segir Helgi og heldur áfram. „Fólk getur orðið sárt og það eru ekki alltaf aðilar til staða sem ráða við ákveðnar aðstæður. Eftir mitt langa ferðalag inni á andlegu brautinni þar sem ég er búinn að hitta sálfræðinga, geðlækna, talnaspekinga, tarot lesara og allskonar lið bæði í ríkisgeiranum og í einkageiranum, þá eru allir mismunandi. Það er oft verið að tala um fagaðila og ég set ekkert út á það en á endanum er þetta bara þú og einhver önnur manneskja og eigið þig kemistríu saman,“ segir Helgi. „Það eru alltaf allir að leita af þessari einu réttu leið til en það eru vankantar á öllu. Varðandi þessari kakóathafnir þá er þetta svolítið eins og ef við hefðum hist í kaffi og ég hefði síðan farið af kaffihúsinu og byrjað að segja, þetta var bara hræðilegt kaffi með honum. Ég átti bara ömurlegt kaffi með honum. Þetta kaffi er bara stórhættulegt,“ segir Helgi og hlær. Hann segir að þá hafi sökin vissulega ekki verið hjá kaffinu og er það eins með kakóið. Hér að ofan má horfa á þáttinn í heild sinni. Helgi ræðir um andlega ferðalagið, þegar hann ákvað að hætta að drekka, feril sinn í fjölmiðlum, samstarfið með Hjálmari Erni, þegar hann var allt í einu miðpunkturinn í fjárkúgunar máli forsætisráðherra og margt fleira. Einkalífið Tengdar fréttir Sem betur fer hættur að drekka þegar hann lenti í storminum með Sigmundi Davíð Helgi Jean Claessen er nokkuð athyglisverður maður. Hann er á andlega ferðalaginu sem hefur heldur betur reynst honum vel. 5. nóvember 2020 11:31 Mest lesið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Heillandi arkitektúr í Garðabæ Lífið Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fleiri fréttir Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Sjá meira
Helgi Jean Claessen er nokkuð athyglisverður maður. Hann er á andlega ferðalaginu sem hefur reynst honum vel. Helgi tók líf sitt í gegn fyrir nokkrum árum, hætti að drekka og fór almennt að hugsa betur um sig. Í kjölfarið tók líf hans miklum breytingum og líður honum almennt mun betur fyrir vikið. Helgi Jean er gestur Einkalífsins í þessari viku en hann heldur úti vinsælu Hlaðvarpi ásamt Hjálmari Erni Jóhannssyni og ber það heitið HæHæ. HæHæ er eitt vinsælasta hlaðvarp landsins. Eins og áður segir hefur Helgi verið á andlega ferðalaginu undanfarin ár og hugsar gríðarlega mikið út í andlega heilsu. Leiðinlegt mál Í þættinum barst talið að svokölluðum kakó-athöfnum sem Helgi hefur meðal annars stundað sjálfur. Á dögunum kom fram gagnrýni á slíkar athafnir í Stundinni og þar var talað um að fólki væri beinlínis þvingað til að berskjalda sig. Helga fannst mjög leiðinlegt að heyra af þessum málum þó hann komi ekki beint að þeim. „Mér fannst þetta rosalega leiðinlegt mál og erfitt. Ég er með kakókastalann og tengist kakóinu. Þegar ég fór að skoða það mál og kynna mér það þá er þetta bara eitthvað sem getur komið upp alls staðar í andlegri vinnu þar sem er verið að takast á við sársauka,“ segir Helgi og heldur áfram. „Fólk getur orðið sárt og það eru ekki alltaf aðilar til staða sem ráða við ákveðnar aðstæður. Eftir mitt langa ferðalag inni á andlegu brautinni þar sem ég er búinn að hitta sálfræðinga, geðlækna, talnaspekinga, tarot lesara og allskonar lið bæði í ríkisgeiranum og í einkageiranum, þá eru allir mismunandi. Það er oft verið að tala um fagaðila og ég set ekkert út á það en á endanum er þetta bara þú og einhver önnur manneskja og eigið þig kemistríu saman,“ segir Helgi. „Það eru alltaf allir að leita af þessari einu réttu leið til en það eru vankantar á öllu. Varðandi þessari kakóathafnir þá er þetta svolítið eins og ef við hefðum hist í kaffi og ég hefði síðan farið af kaffihúsinu og byrjað að segja, þetta var bara hræðilegt kaffi með honum. Ég átti bara ömurlegt kaffi með honum. Þetta kaffi er bara stórhættulegt,“ segir Helgi og hlær. Hann segir að þá hafi sökin vissulega ekki verið hjá kaffinu og er það eins með kakóið. Hér að ofan má horfa á þáttinn í heild sinni. Helgi ræðir um andlega ferðalagið, þegar hann ákvað að hætta að drekka, feril sinn í fjölmiðlum, samstarfið með Hjálmari Erni, þegar hann var allt í einu miðpunkturinn í fjárkúgunar máli forsætisráðherra og margt fleira.
Einkalífið Tengdar fréttir Sem betur fer hættur að drekka þegar hann lenti í storminum með Sigmundi Davíð Helgi Jean Claessen er nokkuð athyglisverður maður. Hann er á andlega ferðalaginu sem hefur heldur betur reynst honum vel. 5. nóvember 2020 11:31 Mest lesið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Heillandi arkitektúr í Garðabæ Lífið Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fleiri fréttir Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Sjá meira
Sem betur fer hættur að drekka þegar hann lenti í storminum með Sigmundi Davíð Helgi Jean Claessen er nokkuð athyglisverður maður. Hann er á andlega ferðalaginu sem hefur heldur betur reynst honum vel. 5. nóvember 2020 11:31