Lífið

Ken Hensley úr Uriah Heep er látinn

Atli Ísleifsson skrifar
Ken Hensley spilaði á hljómborð og var helsti lagasmiður Uriah Heep á áttunda áratugnum. Myndin er tekin árið 1975.
Ken Hensley spilaði á hljómborð og var helsti lagasmiður Uriah Heep á áttunda áratugnum. Myndin er tekin árið 1975. Getty

Enski tónlistarmaðurinn Ken Hensley, sem var í hópi liðsmanna sveitarinnar Uriah Heep á áttunda áratugnum, er látinn, 75 ára að aldri.

Breskir fjölmiðlar hafa eftir bróður Hensleys að tónlistarmaðurinn hafi andast í gær.

Hensley spilaði á hljómborð í sveitinni og var helsti lagasmiður þeirra á áttunda áratugnum. Er hann höfundur laga á borð við Easy Livin’, Stealin’, Lady In Black og Free Me.

Hensley var í hópi stofnmeðlima Uriah Heep ásamt þeim Mick Bix og David Byron. Alls tók Uriah Heep upp um þrettán plötur á tíma Hensley með sveitinni en hann sagði skilið við hana í september 1980.

Hann fluttist þá til Bandaríkjanna þar sem hann hélt tónlistarferli sínum áfram.

I am writing this with a heavy heart to let you know that my brother Ken Hensley passed away peacefully on Wednesday...

Posted by Trevor Hensley on Thursday, 5 November 2020





Fleiri fréttir

Sjá meira


×