Tryggja fjármagn til að færa íslenska skálann á aðalsvæði Feneyjartvíæringsins Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. nóvember 2020 12:06 Sigurður Guðjónsson var valinn myndlistarmaður ársins árið 2018. Ákveðið hefur verið að færa sýningarsvæði Íslands á Feneyjartvíæringnum 2022 á aðalsvæði hátíðarinnar og hefur mennta- og menningarmálaráðuneyti tryggt fjármagn til þess. Þetta kemur fram í tilkynningu frá ráðuneytinu. Þá mun Íslandsstofa leggja fjármagn til kynningar á þátttöku Íslands í samvinnu við Kynningarmiðstöð íslenskrar myndlistar. Sigurður Guðjónsson myndlistamaður verður fulltrúi Íslands á Feneyjartvíæringnum sem var frestað um ári vegna áhrifa Covid-19. Feneyjartvíæringurinn er alþjóðleg myndlistarsýning helguð samtímalist og einn elsti og virtasti listviðburður heims. Til hans var stofnað árið 1895 en Ísland hefur tekið þátt í tvíæringnum frá árinu 1960. Kynningarmiðstöð íslenskrar myndlistar, sem hefur umsjón með íslenska skálanum fyrir hönd ráðuneytisins, hefur undirritað samning við skrifstofu Feneyjatvíæringsins um nýtt húsnæði fyrir íslenska skálann á Arsenale, aðalsvæði sýningarinnar. Í kringum sexhundruð þúsund gestir heimsækja að jafnaði það svæði sem þýðir að gestafjöldi í íslenska skálanum geti nær tuttugufaldast frá því sem verið hefur síðastliðin ár. „Það er gleðilegt að fleiri fái notið framlags Íslands á næsta tvíæringi. Þátttaka í Feneyjartvíæringnum hefur reynst mikilvæg lyftistöng fyrir íslenska myndlistarmenn og ég er þess fullviss að svo verður áfram,“ segir Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra. „Ísland á að baki farsæla sögu á Feneyjatvíæringnum og í gegnum tíðina hafa margir okkar frambærilegustu listamanna verið fulltrúar þar. Nú fáum við tækifæri til að vera staðsett inni í kjarna tvíæringsins og fleiri gestir geta sótt okkur heim. Það er skiptir okkur gríðarlegu máli,“ segir Auður Jörundsdóttir forstöðumaður Kynningarmiðstöðvar íslenskrar myndlistar. Myndlist Feneyjatvíæringurinn Mest lesið Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt Lífið Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna Lífið Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Lífið Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig Lífið Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Lífið Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Lífið Fleiri fréttir Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Ákveðið hefur verið að færa sýningarsvæði Íslands á Feneyjartvíæringnum 2022 á aðalsvæði hátíðarinnar og hefur mennta- og menningarmálaráðuneyti tryggt fjármagn til þess. Þetta kemur fram í tilkynningu frá ráðuneytinu. Þá mun Íslandsstofa leggja fjármagn til kynningar á þátttöku Íslands í samvinnu við Kynningarmiðstöð íslenskrar myndlistar. Sigurður Guðjónsson myndlistamaður verður fulltrúi Íslands á Feneyjartvíæringnum sem var frestað um ári vegna áhrifa Covid-19. Feneyjartvíæringurinn er alþjóðleg myndlistarsýning helguð samtímalist og einn elsti og virtasti listviðburður heims. Til hans var stofnað árið 1895 en Ísland hefur tekið þátt í tvíæringnum frá árinu 1960. Kynningarmiðstöð íslenskrar myndlistar, sem hefur umsjón með íslenska skálanum fyrir hönd ráðuneytisins, hefur undirritað samning við skrifstofu Feneyjatvíæringsins um nýtt húsnæði fyrir íslenska skálann á Arsenale, aðalsvæði sýningarinnar. Í kringum sexhundruð þúsund gestir heimsækja að jafnaði það svæði sem þýðir að gestafjöldi í íslenska skálanum geti nær tuttugufaldast frá því sem verið hefur síðastliðin ár. „Það er gleðilegt að fleiri fái notið framlags Íslands á næsta tvíæringi. Þátttaka í Feneyjartvíæringnum hefur reynst mikilvæg lyftistöng fyrir íslenska myndlistarmenn og ég er þess fullviss að svo verður áfram,“ segir Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra. „Ísland á að baki farsæla sögu á Feneyjatvíæringnum og í gegnum tíðina hafa margir okkar frambærilegustu listamanna verið fulltrúar þar. Nú fáum við tækifæri til að vera staðsett inni í kjarna tvíæringsins og fleiri gestir geta sótt okkur heim. Það er skiptir okkur gríðarlegu máli,“ segir Auður Jörundsdóttir forstöðumaður Kynningarmiðstöðvar íslenskrar myndlistar.
Myndlist Feneyjatvíæringurinn Mest lesið Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt Lífið Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna Lífið Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Lífið Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig Lífið Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Lífið Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Lífið Fleiri fréttir Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira