Sögufrægt hús eftir Högnu sett á sölu Stefán Árni Pálsson skrifar 3. nóvember 2020 11:30 Skjáskot úr þættinum Falleg íslensk heimili sem sýna sannarlega hversu fallegt hús er um að ræða. Arkitektinn Högna Sigurðardóttir er án efa einn merkasti arkitekt sem Ísland hefur alið og teiknaði hún sögufrægt hús við Brekkugerði 19 sem er nú komið á sölu. Húsið við Brekkugerði er það fyrsta sem hún teiknaði hér á landi og það á sjöunda áratug tuttugustu aldar. Húsið vakti mikla athygli þegar það var fullbyggt árið 1964 en það þótti framúrstefnulegt og var Högna talin boðberi nýrra og framsækinna viðhorfa í íslenskri byggingarlist. Upphaflegir eigendur hússins voru þau Erla Lýðsson Hjaltadóttir og Þorvarður Þorvarðarson sem kenndur var við Stjörnubíó. Fjallað var um eignina í þáttunum Falleg íslensk heimili sem voru á Stöð 2 árið 2017. Um er að ræða eitt af fjórum einbýlishúsum sem byggð voru eftir teikningu hennar á Íslandi. Húsið er 307 fermetrar á tveimur hæðum staðsett innst í botnlangagötu. Húsið var byggt árið 1963 og eru þar fimm svefnherbergi og tvö baðherbergi. Þar má einnig finna innisundlaug og arinn. Fasteignamat eignarinnar er 108 milljónir en óskað er eftir tilboði. Guðjón Friðriksson sagnfræðingur skrifaði athyglisverða grein á Facebook um húsið í sumar. „Fólk fór gagngert í bíltúra til að virða það fyrir sér. Húsið teiknaði hún fyrir Þorvarð Þorvarðsson framkvæmdastjóra Stjörnubíós og konu hans Erlu Lýðsson Hjaltadóttur. Bjuggu þau í húsinu allt til ársins 2012. En hvað var svona merkilegt við húsið? Í fyrsta lagi fyrir það hversu ómáluð og hrá steinsteypa lék stórt hlutverk í því eins og öðrum húsum Högnu. Meðal annars eru húsgögn í stofu og svefnherbergjum steinsteypt. Þverbitar sem ganga þvert um húsið eru vel sýnilegir innandyra. Húsið er alls 307 fermetrar og á þakinu eru 150 fermetrar stórar útsýnissvalir með útsýni yfir Reykjavík,“ skrifar Guðjón. Árið 1971 fékk Brekkugerði 19 viðurkenningu fegrunarnefndar Reykjavíkur fyrir snyrtilegt hús og lóð og árið 1973 fékk húsið viðurkenningu fegrunarnefndar Reykjavíkur sem fallegt mannvirki. Árið 2012 var haldin myndlistarsýning Erró í húsinu. Hér að neðan má sjá myndir af eigninni við Brekkugerði 19. Tignarlegt hús við Brekkugerði. Innisundlaugin fræga. Stofan er stór og einstaklega vel hönnuð. Fallegur hringstigi og steinagólf. Upprunaleg hönnun er nánast allstaðar í húsinu. Lygilegt útsýni á þeim 150 fermetra svölum sem eru á þaki hússins. Hús og heimili Reykjavík Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Lífið samstarf Fleiri fréttir Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Sjá meira
Arkitektinn Högna Sigurðardóttir er án efa einn merkasti arkitekt sem Ísland hefur alið og teiknaði hún sögufrægt hús við Brekkugerði 19 sem er nú komið á sölu. Húsið við Brekkugerði er það fyrsta sem hún teiknaði hér á landi og það á sjöunda áratug tuttugustu aldar. Húsið vakti mikla athygli þegar það var fullbyggt árið 1964 en það þótti framúrstefnulegt og var Högna talin boðberi nýrra og framsækinna viðhorfa í íslenskri byggingarlist. Upphaflegir eigendur hússins voru þau Erla Lýðsson Hjaltadóttir og Þorvarður Þorvarðarson sem kenndur var við Stjörnubíó. Fjallað var um eignina í þáttunum Falleg íslensk heimili sem voru á Stöð 2 árið 2017. Um er að ræða eitt af fjórum einbýlishúsum sem byggð voru eftir teikningu hennar á Íslandi. Húsið er 307 fermetrar á tveimur hæðum staðsett innst í botnlangagötu. Húsið var byggt árið 1963 og eru þar fimm svefnherbergi og tvö baðherbergi. Þar má einnig finna innisundlaug og arinn. Fasteignamat eignarinnar er 108 milljónir en óskað er eftir tilboði. Guðjón Friðriksson sagnfræðingur skrifaði athyglisverða grein á Facebook um húsið í sumar. „Fólk fór gagngert í bíltúra til að virða það fyrir sér. Húsið teiknaði hún fyrir Þorvarð Þorvarðsson framkvæmdastjóra Stjörnubíós og konu hans Erlu Lýðsson Hjaltadóttur. Bjuggu þau í húsinu allt til ársins 2012. En hvað var svona merkilegt við húsið? Í fyrsta lagi fyrir það hversu ómáluð og hrá steinsteypa lék stórt hlutverk í því eins og öðrum húsum Högnu. Meðal annars eru húsgögn í stofu og svefnherbergjum steinsteypt. Þverbitar sem ganga þvert um húsið eru vel sýnilegir innandyra. Húsið er alls 307 fermetrar og á þakinu eru 150 fermetrar stórar útsýnissvalir með útsýni yfir Reykjavík,“ skrifar Guðjón. Árið 1971 fékk Brekkugerði 19 viðurkenningu fegrunarnefndar Reykjavíkur fyrir snyrtilegt hús og lóð og árið 1973 fékk húsið viðurkenningu fegrunarnefndar Reykjavíkur sem fallegt mannvirki. Árið 2012 var haldin myndlistarsýning Erró í húsinu. Hér að neðan má sjá myndir af eigninni við Brekkugerði 19. Tignarlegt hús við Brekkugerði. Innisundlaugin fræga. Stofan er stór og einstaklega vel hönnuð. Fallegur hringstigi og steinagólf. Upprunaleg hönnun er nánast allstaðar í húsinu. Lygilegt útsýni á þeim 150 fermetra svölum sem eru á þaki hússins.
Hús og heimili Reykjavík Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Lífið samstarf Fleiri fréttir Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Sjá meira