Sport

Handstöðuæfing Þuríðar Erlu vekur athygli

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Þuríður Erla Helgadóttir sýndi styrk sinn með nýstárlegum hætti á dögunum.
Þuríður Erla Helgadóttir sýndi styrk sinn með nýstárlegum hætti á dögunum. Instagram/@thurihelgadottir

Íslenska CrossFit konan Þuríður Erla Helgadóttir bætti aðeins við erfiðleikastuðulinn á góðu gömlu handstöðuæfingunni á dögunum. Það framtak hennar hefur vakið athygli.

Þuríður Erla Helgadóttir stundar nú CrossFit æfingar af kappi í Sviss þar sem hún hefur búið undanfarin ár. Þuríði Erlu tókst ekki að tryggja sér sæti á heimsleikunum í ár en náði níunda sæti á heimsleikunum árið 2019.

Þuríður Erla sýndi á dögunum frá því hvernig hún æfði sig að ganga á höndum. Það var flétta hennar sem gerði æfinguna enn erfiðari og vakti líka um leið athygli á henni.

Flestum þætti það nú nógu erfitt að ganga á höndum í dágóðan tíma eins og Þuríður Erla gerði þarna en hvað þá að gera það með bolta á milli lappanna og hvað þá að gera það með stóran þyngingarbolta á milli lappanna.

Þuríður Erla sýndi aftur á móti mikið jafnvægi og styrk með því að gera þetta allt saman með glæsibrag.

Instagram síðan Wodapalooza mótsins í Miami vakti athygli á æfingu Þuríðar Erlu enda nýstárleg leið til að nýta æfingaboltann sinn á öðruvísi hátt.

Þuríður skoraði líka á fylgjendur sína á Instagram að æfa upp nýja tækni á æfingum sínum.

„Það er langt síðan að ég gerði þessa handstöðuæfingu með þyngingarbolta. Erfiðasti hlutinn var samt að koma boltanum upp,“ skrifaði Þuríður Erla Helgadóttir.

Það má sjá æfinguna hennar Þuríðar Erlu hér fyrir neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×