Lífið

Faðir Kim reis upp frá dauðum í afmælinu

Stefán Árni Pálsson skrifar
sdgshsfh

Kim Kardashian varð fertug 21. október en hún er fædd árið 1980. Undanfarna daga hefur hún verið að halda upp á afmælið með vinum og vandamönnum á óþekktum stað eins og sjá má á samfélagsmiðlum stjörnunnar.

View this post on Instagram

Night Swim

A post shared by Kim Kardashian West (@kimkardashian) on

Eiginmaður hennar Kanye West gaf henni aftur á móti frumlega afmælisgjöf og var það kveðja frá föður hennar, Robert George Kardashian sem lést árið 2003.

Rob Kardashian var landsþekktur lögmaður í Bandaríkjunum og varði hann til að mynda OJ Simpson þegar hann var ákærður fyrir morð á eiginkonu sinni árið 1995.

Kanye lét útbúa kveðjuna þannig að Rob stóð í rauninni fyrir framan hana og talaði beint til dóttur sinnar. Um var að ræða heilmynd sem sló rækilega í gegn hjá Kim eins og sjá má hér að neðan.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.