Íslensku CrossFit stelpurnar eru 7-1 yfir á móti þeim bandarísku Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. október 2020 08:31 Katrín Tanja Davíðsdóttir með hinum fimm sem komust á verðaunapall heimsleikanna í ár. Twitter/@CrossFitGames Bandaríkjamenn fögnuðu því um síðustu helgi að eignast loksins konu á verðlaunapalli á heimsleikunum í CrossFit. Bandaríkjamenn bjuggu til CrossFit íþróttina og halda hana á sínum heimavelli en fulltrúar annarra þjóða hafa staðið sig mun betur í kvennaflokki. Í karlaflokki eru Bandaríkjamenn í yfirburðastöðu með Mat Fraser í fararbroddi en þegar kemur að konunum þá er það litla Ísland sem er að gera miklu betur en bandaríska stórveldið. Það var reyndar vitað fyrir fram að Bandaríkin myndi enda eyðimerkurgöngu sína eftir verðlaunapeningi því Bandaríkjamenn áttu þrjá af fimm keppendum í kvennaflokki í ofurúrslitum heimsleikanna. Ástralinn Tia-Clair Toomey vann yfirburðasigur á heimsleikunum í ár en hin íslenska Katrín Tanja Davíðsdóttir sýndi mikinn styrk með því að tryggja sér annað sætið og silfurverðlaun með magnaðri frammistöðu. View this post on Instagram Your 2020 Reebok CrossFit Games Podium 1. @tiaclair1 (1025) - @thecrossfitmayhem 2. @katrintanja (665) - @cfne 3. @karipearcecrossfit (585) - @dynamixfitness.nyc 4. @haleyadamssss (560) - @thecrossfitmayhem 5. @brookewellss (525) - @ttownfitness 1. @mathewfras (1150) - @thecrossfitmayhem 2. @samuelkwant (605) - @mallardcrossfit 3. @justin_medeiros34 (560) - @cffortvancouver 4. @nohlsen (540) - @peak360fitness 5. @adlerjeff (505) - @crossfitwonderland Prize Payouts 1. US$300,000 2. US$115,000 3. US$75,000 4. US$50,000 5. US$35,000 Event Win Payouts 1. US$3,000 2. US$2,000 3. US$1,000 This is the beginning of a new era for the CrossFit Games. Scroll back through the Games and @CrossFit Instagram feeds and visit Games.CrossFit.com for more coverage. Follow every Games athlete we are following to keep up with the five fittest women and men on Earth. #CrossFit #CrossFitGames #Fitness #fittestonearth #Workout #CrossFitTraining #Sports @crossfitaffiliates @flsportsguy A post shared by CrossFit Games (@crossfitgames) on Oct 25, 2020 at 6:05pm PDT Hin bandaríska Kari Pearce hafði síðan betur í baráttunni um þriðja sætið við löndur sínar Haley Adams og Brooke Wells. Kari Pearce tryggði sér bronsið með því að vinna lokagreinina sem var rosalega erfið. Kari Pearce varð þar með fyrsta bandaríska CrossFit konan á verðlaunapalli á heimsleikunum frá árinu 2014. Það er því gaman að bera saman árangur íslensku CrossFit stelpnanna og árangur þeirra bandarísku undanfarin ár. Íslensku stelpurnar eru nefnilega 7-1 yfir á móti Bandaríkjunum i verðlaunum á heimsleikunum frá árinu 2015. Ísland og Ástralía hafa unnið sjö verðlaun í kvennaflokki á síðustu sex heimsleikum eða flest verðlaun allra þjóða. Tia-Clair Toomey hefur unnið sex af þessum verðlaunum Ástrala en hún er með fjögur gull og tvö silfur á síðustu sex heimsleikum. Katrín Tanja Davíðsdóttir á fjögur af þessum sjö verðlaunum (tvö gull, silfur og brons), Sara Sigmundsdóttir á tvö (2 brons) og Anníe Mist Þórisdóttir á eitt (brons). Anníe Mist hafði auðvitað áður unnið fjögur verðlaun á heimsleikunum sem síðan skila íslensku stelpunum á toppinn þegar við skoðum síðasta áratug. Íslensku CrossFit stelpurnar sjá nefnilega einnig til þess að Ísland er sú þjóð sem hefur unnið flest verðlaun í kvennaflokki á síðustu tíu heimsleikunum í CrossFit. Ísland hefur alls unnið ellefu verðlaun á heimsleikunum frá 2015 eða einu meira en Bandaríkjamenn. Flest verðlaun í kvennaflokki á heimsleikum frá 2015 7 - Ísland 7 - Ástralía 1 - Bandaríkin 1 - Noregur 1 - Ungverjaland 1 - Nýja-Sjáland Flest verðlaun í kvennaflokki á heimsleikum frá 2011: 11 - Ísland 10 - Bandaríkin 7 - Ástralía CrossFit Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti Dagskráin í dag: Salah, Doc Zone og auðveld bráð Arsenal Sport Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Salah, Doc Zone og auðveld bráð Arsenal Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Þjálfari meistaranna á hálum ís „Ég held ég viti núna hversu hröð ég er“ Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu ÓL í hættu: Hólmfríður Dóra brotnaði á æfingu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Sjá meira
Bandaríkjamenn fögnuðu því um síðustu helgi að eignast loksins konu á verðlaunapalli á heimsleikunum í CrossFit. Bandaríkjamenn bjuggu til CrossFit íþróttina og halda hana á sínum heimavelli en fulltrúar annarra þjóða hafa staðið sig mun betur í kvennaflokki. Í karlaflokki eru Bandaríkjamenn í yfirburðastöðu með Mat Fraser í fararbroddi en þegar kemur að konunum þá er það litla Ísland sem er að gera miklu betur en bandaríska stórveldið. Það var reyndar vitað fyrir fram að Bandaríkin myndi enda eyðimerkurgöngu sína eftir verðlaunapeningi því Bandaríkjamenn áttu þrjá af fimm keppendum í kvennaflokki í ofurúrslitum heimsleikanna. Ástralinn Tia-Clair Toomey vann yfirburðasigur á heimsleikunum í ár en hin íslenska Katrín Tanja Davíðsdóttir sýndi mikinn styrk með því að tryggja sér annað sætið og silfurverðlaun með magnaðri frammistöðu. View this post on Instagram Your 2020 Reebok CrossFit Games Podium 1. @tiaclair1 (1025) - @thecrossfitmayhem 2. @katrintanja (665) - @cfne 3. @karipearcecrossfit (585) - @dynamixfitness.nyc 4. @haleyadamssss (560) - @thecrossfitmayhem 5. @brookewellss (525) - @ttownfitness 1. @mathewfras (1150) - @thecrossfitmayhem 2. @samuelkwant (605) - @mallardcrossfit 3. @justin_medeiros34 (560) - @cffortvancouver 4. @nohlsen (540) - @peak360fitness 5. @adlerjeff (505) - @crossfitwonderland Prize Payouts 1. US$300,000 2. US$115,000 3. US$75,000 4. US$50,000 5. US$35,000 Event Win Payouts 1. US$3,000 2. US$2,000 3. US$1,000 This is the beginning of a new era for the CrossFit Games. Scroll back through the Games and @CrossFit Instagram feeds and visit Games.CrossFit.com for more coverage. Follow every Games athlete we are following to keep up with the five fittest women and men on Earth. #CrossFit #CrossFitGames #Fitness #fittestonearth #Workout #CrossFitTraining #Sports @crossfitaffiliates @flsportsguy A post shared by CrossFit Games (@crossfitgames) on Oct 25, 2020 at 6:05pm PDT Hin bandaríska Kari Pearce hafði síðan betur í baráttunni um þriðja sætið við löndur sínar Haley Adams og Brooke Wells. Kari Pearce tryggði sér bronsið með því að vinna lokagreinina sem var rosalega erfið. Kari Pearce varð þar með fyrsta bandaríska CrossFit konan á verðlaunapalli á heimsleikunum frá árinu 2014. Það er því gaman að bera saman árangur íslensku CrossFit stelpnanna og árangur þeirra bandarísku undanfarin ár. Íslensku stelpurnar eru nefnilega 7-1 yfir á móti Bandaríkjunum i verðlaunum á heimsleikunum frá árinu 2015. Ísland og Ástralía hafa unnið sjö verðlaun í kvennaflokki á síðustu sex heimsleikum eða flest verðlaun allra þjóða. Tia-Clair Toomey hefur unnið sex af þessum verðlaunum Ástrala en hún er með fjögur gull og tvö silfur á síðustu sex heimsleikum. Katrín Tanja Davíðsdóttir á fjögur af þessum sjö verðlaunum (tvö gull, silfur og brons), Sara Sigmundsdóttir á tvö (2 brons) og Anníe Mist Þórisdóttir á eitt (brons). Anníe Mist hafði auðvitað áður unnið fjögur verðlaun á heimsleikunum sem síðan skila íslensku stelpunum á toppinn þegar við skoðum síðasta áratug. Íslensku CrossFit stelpurnar sjá nefnilega einnig til þess að Ísland er sú þjóð sem hefur unnið flest verðlaun í kvennaflokki á síðustu tíu heimsleikunum í CrossFit. Ísland hefur alls unnið ellefu verðlaun á heimsleikunum frá 2015 eða einu meira en Bandaríkjamenn. Flest verðlaun í kvennaflokki á heimsleikum frá 2015 7 - Ísland 7 - Ástralía 1 - Bandaríkin 1 - Noregur 1 - Ungverjaland 1 - Nýja-Sjáland Flest verðlaun í kvennaflokki á heimsleikum frá 2011: 11 - Ísland 10 - Bandaríkin 7 - Ástralía
Flest verðlaun í kvennaflokki á heimsleikum frá 2015 7 - Ísland 7 - Ástralía 1 - Bandaríkin 1 - Noregur 1 - Ungverjaland 1 - Nýja-Sjáland Flest verðlaun í kvennaflokki á heimsleikum frá 2011: 11 - Ísland 10 - Bandaríkin 7 - Ástralía
CrossFit Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti Dagskráin í dag: Salah, Doc Zone og auðveld bráð Arsenal Sport Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Salah, Doc Zone og auðveld bráð Arsenal Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Þjálfari meistaranna á hálum ís „Ég held ég viti núna hversu hröð ég er“ Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu ÓL í hættu: Hólmfríður Dóra brotnaði á æfingu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Sjá meira